Lífið

Fastir í húsi fullu af glæpamönnum

Spennumyndin The Raid er frumsýnd í kvikmyndahúsum á morgun. Þar segir frá áhlaupi sérsveitarliðs lögreglunnar á hús í fátækrahverfi í Djakarta sem hýsir marga hættulegustu glæpamenn heims.

Tilgangur áhlaupsins er að handsama eiturlyfjaforingjann sem fer með öll völd í húsinu. Sérsveitin lendir þó í vanda þegar glæpamennirnir átta sig á innrás þeirra inn í húsið. Glæpamennirnir ná yfirhöndinni þegar þeir festa sérsveitina á sjöttu hæð hússins, slökkva öll ljós og loka öllum útgönguleiðum.

Hægt er að horfa á umfjöllun Sjáðu um myndina hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.