Lífið

Gleymdi syninum heima

Það er greinilega mikið álag að vera fjögurra barna móðir en Victoria Beckham, hér með yngsta fjölskyldumeðliminum Harper, gleymdi syni sínum heima á dögunum.
Það er greinilega mikið álag að vera fjögurra barna móðir en Victoria Beckham, hér með yngsta fjölskyldumeðliminum Harper, gleymdi syni sínum heima á dögunum. Nordicphotos/Getty
Victoria Beckham er með mörg járn í eldinum en sem fjögurra barna móðir er stundum erfitt að muna allt. Fyrrum meðlimur Spice Girls stúlknasveitarinnar og fatahönnuðurinn viðurkenndi í viðtali við tímaritið Vanity Fair að hún hefði einu sinni gleymt elsta syni sínum Brooklyn heima.

„Þetta er fyndin saga, ég keyri Brooklyn í skólann á hverjum morgni en var með hugann við fundina sem ég átti að mæta í yfir daginn. David skutlar hinum drengjunum í skólana sína svo ég spenni Harper í sæti sitt, hækka í græjunum og keyri af stað. Svo byrja ég að tala og tala við Brooklyn en auðvitað er lítið um svör," segir Beckham sem fékk áfall þegar hún tók eftir því að farþegasætið var tómt. „Ég sneri við og keyrði heim þar sem David stendur með drengina þrjá í innkeyrslunni og hristir bara hausinn. Mér leið eins og hálfvita."

Beckham býr ásamt fjölskyldu sinni í Los Angeles en yngsta dóttirin Harper Seven er níu mánaða, Brooklyn er 13 ára, Romeo tíu ára og Cruz sjö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.