Lífið

Ekki mér að kenna

Tónlistarmaðurinn Bobby Brown var í sínu fyrsta viðtali eftir dauða Houston við Today Show á NBC.
Nordicphotos/getty
Tónlistarmaðurinn Bobby Brown var í sínu fyrsta viðtali eftir dauða Houston við Today Show á NBC. Nordicphotos/getty nordicphotos/getty
Bobby Brown, tónlistarmaður og fyrrum eiginmaður söngkonunnar Whitney Houston, segir að það sé ekki honum að kenna að söngkonan lést fyrir aldur fram. Í nýlegu viðtali við Today Show á NBC segir Brown að hann hafi farið út að borða ásamt Houston og dóttur sinni Bobbi Kristina viku áður en Houston fannst látin á hótelherberginu sínu. „Hún geislaði og leit vel út.“ segir Brown og þvertekur fyrir að hann hafi átt þátt í eiturlyfjaneyslu Houston.

„Ég neytti ekki eiturlyfja áður er ég kynntist Houston og þess vegna var það ekki ég sem fékk hana til að byrja. Ég er ekki ástæðan fyrir að hún er farin frá okkur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.