Lífið

Vilja stimpla sig inn með stæl

Óli Geir er í óða önn að skipuleggja tónlistarhátíðina Keflavík Music Festival.
Óli Geir er í óða önn að skipuleggja tónlistarhátíðina Keflavík Music Festival. fréttablaðið/anton
„Þótt það séu mörg stór nöfn komin þá eiga mörg þekkt nöfn eftir að bætast við," segir Ólafur Geir Jónsson, skemmtanahaldari, eða Óli Geir.

Hann skipuleggur tónlistarhátíðina Keflavík Music Festival ásamt vini sínum Pálma Þór Erlingssyni. Hún fer fram í miðbæ Reykjanesbæjar dagana 7. til 10. júní. Fram koma eitt hundrað flytjendur og spila þeir á helstu skemmtistöðum bæjarins. Þegar hafa verið bókaðir fimmtán flytjendur, þar á meðal Dikta, Valdimar, Raggi Bjarna, Bjartmar Guðlaugsson, Retro Stefson, Sykur, Jón Jónsson, Sólstafir og Retrobot.

Verslanir, veitingahús og bæjarfélagið verða með í stemningunni þar sem fjölbreytileikinn ræður ríkjum. Þetta er í fyrsta skiptið sem blásið er til hátíðarinnar og vonir standa til hún verði árlegur viðburður í Bítlabænum.

„Það er gaman að sjá hversu hversu vel allir taka í þetta," segir Óli Geir. Hann og Pálmi Þór höfðu gengið með þá hugmynd í maganum í eitt til tvö ár að halda svona hátíð. „Maður sér Aldrei fór ég suður, Airwaves og svo allar þessar sumarhátíðir. Það er engin sumarhátíð í Reykjanesbæ, bara Ljósanótt sem er á haustin. Þar sem þetta er einn stærsti tónlistarbær landsins fannst okkur vel við hæfi að blása til alvöru tónlistarhátíðar." Keflavík Music Festival verður næst stærsta tónlistarhátíð landsins á eftir Airwaves.

„Við viljum stimpla okkur inn með stæl og einbeita okkur að því að gera hlutina vel." -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.