Innlent

Færri nota hjálm við hjólreiðar

Hjólreiðamönnum í Reykjavík sem nota hjálm hefur fækkað á milli ára. Samkvæmt talningu VÍS á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag notuðu 74 prósent hjólreiðamanna hjálm, samanborið við 83 prósent í fyrra. Gerir þetta 11 prósenta fækkun milli ára.

Alls áttu 1143 hjólreiðamenn leið fram hjá teljurum VÍS og reyndust 848 vera með hjálm. Á sama tíma í fyrra voru 867 af 1045 hjólreiðamönnum með hjálm, en á þeim tíma var átakið „Hjólað í vinnuna" nýhafið, ólíkt því sem nú er. Í tilkynningu frá VÍS segir að áberandi færri unglingar noti hjálm en fullorðnir og börn.

Hjá N1 við Hringbraut notuðu fæstir hjálm, eða einungis 60 prósent. Hæst var hlutfallið á hjólastíg við Geirsnef, þar sem rúm 80 prósent hjólreiðamanna voru með hjálm. Í Hlíðahverfi voru 68 prósent með hjálm á höfði og 79 prósent á göngubrúnni við N1 í Fossvogi. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×