Innlent

Selja hverja nótu á 100 þúsund

Flygill Nöfn þeirra sem borga fyrir hverja nótu í hljóðfærinu verða skráð á sérstök skjöl segja forsvarsmenn verkefnisins Fjárfestum í flygli.
Flygill Nöfn þeirra sem borga fyrir hverja nótu í hljóðfærinu verða skráð á sérstök skjöl segja forsvarsmenn verkefnisins Fjárfestum í flygli.
Áhugahópur sem safnar nú fyrir flygli til að koma fyrir í menningarsalnum Hjálmakletti í Menntaskóla Borgarfjarðar hyggst grípa til óhefðbundinnar aðferðar til að fá styrktaraðila til liðs við verkefnið.

Í bréfi sem hópurinn sendir til fyrirtækja, félaga og stofnana segir að kaupa eigi Yamaha-flygil sem kostar 8,8 milljónir króna „með flutningi, endurstillingu, ábreiðu og stillanlegum stól".

Fram kemur að í átaki sem hófst í desember með tónlistarflutningi hafi safnast 500 þúsund krónur. Margar leiðir séu færar til að styrkja söfnunina. „Ein leiðin er að taka þátt í kaupum á nótum. Hver og ein kostar 100 þúsund krónur. Þeir aðilar sem kaupa nótu eða nótur fá afhent skjöl fyrir, og fá nafn sitt skráð sem styrktaraðila með gögnum sem munu fylgja flyglinum," segja fulltrúar söfnunarátaksins sem gengur undir heitinu Fjárfestum í flygli.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×