Lífið

Hljómskálanum troðið í Hörpu

Megas og Bogomil Font spilar báðir í Eldborgarsal Hörpunnar í sumar.fréttablaðið/anton
Megas og Bogomil Font spilar báðir í Eldborgarsal Hörpunnar í sumar.fréttablaðið/anton
„Þetta leggst mjög vel í mig. Eina vandamálið er hvernig við eigum að troða Hljómskálanum inn í Hörpuna. Það er verkfræðilegt úrlausnarmál en við hugsum í lausnum,“ segir Bragi Valdimar Skúlason.

Hljómskálamennirnir Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar og Guðmundur Kristinn Jónsson ætla að blása til tónlistarveislu í Hörpu 2. júní í tilefni Listahátíðar í Reykjavík. Þangað ætla þeir að mæta með alla sína vini úr sjónvarpsþættinum vinsæla, Hljómskálanum.

Þarna verða yfir tuttugu manns, sem langflestir hafa komið fram í þáttunum, og stíga á svið. Meðal þeirra verða spila saman eru Magnús Þór og Jónas Sigurðsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Egill Sæbjörnsson, Ragnhildur Gísladóttir og Lay Low og Hjálmar og Jimi Tenor frá Finnlandi. Aðrir kunnir gestir verða Megas, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Valdimar. „Þetta verða lög úr þáttunum í vetur og svo ætlum við jafnvel að hræra meira í hópnum og plata fólk til að syngja saman og eitt og sér.“

Aðspurður segir Bragi Valdimar óvíst hvort þættirnir halda áfram næsta vetur. „Það er allt inni í myndinni. Það er alla vega af nógu að taka enn þá.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.