Lífið

Vill skemmta færra fólki

Grínistinn ætlar að hætta uppistandi sínu í risastórum sölum.
Grínistinn ætlar að hætta uppistandi sínu í risastórum sölum.
Grínistinn Jerry Seinfeld ætlar að hætta uppistandi sínu í stórum sölum fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda.

Hinn 57 ára Seinfeld steig á svið fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur í O2-höllinni í London í fyrra og í þessum mánuði skemmtir hann sextán þúsund manns á tveimur uppistöndum í Englandi. „Ég mun ekki skemmta svona mörgum í einu aftur,“ sagði Seinfeld við Live Magazine. „Svona uppákomur ganga ekki til lengdar. Ég er 57 ára núna. Langar ykkur virkilega sjá 67 ára náunga skemmta tíu þúsund manns? Ekki ég.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.