Landsvæði borga ekki skatta Bolli Héðinsson skrifar 9. maí 2012 06:00 Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiskimiðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjaldið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skattar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arðinum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðarmannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vegabætur. Það er hinn raunverulegi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá aukalegu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlindarentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar" með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnarUpphafið að endi allrar skynsemdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?" Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir landsbyggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tilteknum stað við því að borga afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigugjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunarrétti þjóðarinnar á fiskveiðiheimildunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiskimiðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjaldið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skattar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arðinum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðarmannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vegabætur. Það er hinn raunverulegi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá aukalegu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlindarentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar" með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnarUpphafið að endi allrar skynsemdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?" Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir landsbyggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tilteknum stað við því að borga afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigugjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunarrétti þjóðarinnar á fiskveiðiheimildunum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun