Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Magnús Bjarnason skrifar 9. maí 2012 11:00 Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Evrópusambandið vill þannig skerpa á samkeppnishæfni og sjálfstæði álfunnar í orkumálum til langs tíma og á sama tíma draga úr mengun. Innan ramma Evrópusambandsins hefur sérhvert aðildarland þannig sett sér sjálfstætt og lagalega bindandi markmið fyrir árið 2020 um vinnslu raforku með endurnýjanlegum hætti. Það sem gerir þessa þróun í Evrópu sérstaklega spennandi fyrir íslenska raforkuvinnslu er að aðildarríki mega flytja inn raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum og telja sér hana til tekna varðandi áðurnefnd 2020 markmið. Kostnaður margra Evrópusambandsríkja við að byggja upp endurnýjanlega raforkuvinnslu innanlands er mikill og því hefur verið komið á tímabundnu styrkjakerfi með það að markmiði að lágmarka fjárhagslega áhættu fjárfesta í endurnýjanlegri orku og tryggja afkomu þeirra. Það er ekki síst þetta styrkjakerfi sem gerir það að verkum að lagning rafstrengs frá Íslandi er mjög líklega orðin fjárhagslega fýsileg. Þannig er mögulega hægt að fá enn hærra verð fyrir íslenska endurnýjanlega orku en greitt er fyrir raforku á evrópskum mörkuðum í dag. Þess ber að geta að um 67% orkunotkunar á Íslandi í dag á uppruna í endurnýjanlegum auðlindum en 2020 markmið fyrir Ísland getur um að það hlutfall skuli vera að minnsta kosti 64% árið 2020. Lagning rafstrengs frá Íslandi hefði minni áhrif á raforkuframboð á Íslandi en ætla mætti í fyrstu en fyrir því eru nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að þar sem Ísland er eyland er raforkuvinnslugeta vatnsorkuvera hönnuð þannig að hægt sé að uppfylla gerða samninga jafnvel í þurrum árum. Af þessum sökum er almennt umframorka í íslenska raforkukerfinu sem hægt væri að nýta eftir að einangrun kerfisins væri rofin. Þá myndi aðgengi að evrópsku raforkuverði gera dýrari kosti í vatns- og jarðvarmaorku arðbæra svo og opna á metnaðarfulla uppbyggingu vindorkuvera. Þessu til viðbótar myndi áþreifanleg tenging auka öryggi kaupenda þar sem hægt yrði að flytja inn orku ef meiriháttar áföll yrðu í rekstri íslenska raforkukerfisins, til dæmis vegna náttúruhamfara eða stórfelldra bilana. Rafstrengur þyrfti ekki að þýða að verð á raforku til íslenskra heimila myndi hækka. Lítill hluti íslenskrar raforkuvinnslu er til þess að mæta eftirspurn íslenskra heimila og hægt er með tiltölulega einföldum aðgerðum að stýra verði til almennings. Þá hefur Landsvirkjun sett sér þá stefnu að bjóða iðnfyrirtækjum ávallt samkeppnishæfasta raforkuverð í Evrópu og langtímasamninga Myndin að neðan sýnir hugsanlega þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025. Hér er gert ráð fyrir því að raforkusala fyrirtækisins aukist um 70% á þessum tíma og að raforkan komi frá nýjum vatnsorkuvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, vindorkuverum og bættri nýtingu orkuauðlinda. Gert er ráð fyrir að 700 MW rafstrengur til Evrópu komi í gagnið fyrir 2020 og að Landsvirkjun vinni um tvo þriðjuhluta þeirrar orku sem flutt er um strenginn. Gert er ráð fyrir öflugum stuðningi við núverandi viðskiptavini auk uppbyggingar nýrra raforkukrefjandi atvinnugreina, s.s. gagnavera. Ef þessi sviðsmynd yrði að veruleika myndi áhættudreifing Landsvirkjunar gjörbreytast frá því sem nú er og myndi viðskiptavinahópur fyrirtækisins þannig samanstanda af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, evrópskum raforkumarkaði svo og almennum íslenskum raforkumarkaði.Tengingar eru sífellt mikilvægari forsendur framfara. Margt bendir til þess að áþreifanleg tenging Íslands við evrópska raforkumarkaði sé arðsöm og hefði slík tenging vafalaust mikil áhrif hérlendis. Frekari uppbygging íslensks raforkukerfis, jafnt fyrir sæstreng og iðnað, myndi skapa þúsundir starfa og þekkingu í endurnýjanlegum orkuiðnaði en slík þekking verður sífellt eftirsóttari í heiminum. Læra yrði af mistökum sem hafa verið gerð, til dæmis í Suður-Evrópu, þar sem ekki hefur verið tekið nægilega mikið tillit til þarfa iðnfyrirtækja og burtséð frá því hvort rafstrengur yrði lagður frá Íslandi eða ekki mun Landsvirkjun ávallt bjóða samkeppnishæfustu raforkusölusamninga Evrópu. Þannig mun iðnaði á Íslandi standa til boða langtímasamningar um 100% græna orku á hagstæðasta verði sem finnst í Evrópu. Allir geta unnið. Með rafstreng frá Íslandi færist Evrópa skrefi nær metnaðarfullum markmiðum um aukna raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkuauðlindum sem og treystir þannig efnahag, öryggi og umhverfi álfunnar til lengri tíma litið. Fjölbreyttur viðskiptavinahópur sem samanstendur af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, almennum íslenskum neytendamarkaði og evrópskum raforkumarkaði er sérlega áhugaverð framtíðarsýn fyrir íslenska raforkuvinnslu og myndi skila sér í betri nýtingu kerfisins, sem aftur skapar forsendur fyrir betri þjónustu við viðskiptavini og aukinni arðsemi allra í virðiskeðjunni. Þessu til viðbótar hefði áþreifanleg tenging Íslands við Evrópu án efa í för með sér ýmis jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Evrópusambandið vill þannig skerpa á samkeppnishæfni og sjálfstæði álfunnar í orkumálum til langs tíma og á sama tíma draga úr mengun. Innan ramma Evrópusambandsins hefur sérhvert aðildarland þannig sett sér sjálfstætt og lagalega bindandi markmið fyrir árið 2020 um vinnslu raforku með endurnýjanlegum hætti. Það sem gerir þessa þróun í Evrópu sérstaklega spennandi fyrir íslenska raforkuvinnslu er að aðildarríki mega flytja inn raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum og telja sér hana til tekna varðandi áðurnefnd 2020 markmið. Kostnaður margra Evrópusambandsríkja við að byggja upp endurnýjanlega raforkuvinnslu innanlands er mikill og því hefur verið komið á tímabundnu styrkjakerfi með það að markmiði að lágmarka fjárhagslega áhættu fjárfesta í endurnýjanlegri orku og tryggja afkomu þeirra. Það er ekki síst þetta styrkjakerfi sem gerir það að verkum að lagning rafstrengs frá Íslandi er mjög líklega orðin fjárhagslega fýsileg. Þannig er mögulega hægt að fá enn hærra verð fyrir íslenska endurnýjanlega orku en greitt er fyrir raforku á evrópskum mörkuðum í dag. Þess ber að geta að um 67% orkunotkunar á Íslandi í dag á uppruna í endurnýjanlegum auðlindum en 2020 markmið fyrir Ísland getur um að það hlutfall skuli vera að minnsta kosti 64% árið 2020. Lagning rafstrengs frá Íslandi hefði minni áhrif á raforkuframboð á Íslandi en ætla mætti í fyrstu en fyrir því eru nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að þar sem Ísland er eyland er raforkuvinnslugeta vatnsorkuvera hönnuð þannig að hægt sé að uppfylla gerða samninga jafnvel í þurrum árum. Af þessum sökum er almennt umframorka í íslenska raforkukerfinu sem hægt væri að nýta eftir að einangrun kerfisins væri rofin. Þá myndi aðgengi að evrópsku raforkuverði gera dýrari kosti í vatns- og jarðvarmaorku arðbæra svo og opna á metnaðarfulla uppbyggingu vindorkuvera. Þessu til viðbótar myndi áþreifanleg tenging auka öryggi kaupenda þar sem hægt yrði að flytja inn orku ef meiriháttar áföll yrðu í rekstri íslenska raforkukerfisins, til dæmis vegna náttúruhamfara eða stórfelldra bilana. Rafstrengur þyrfti ekki að þýða að verð á raforku til íslenskra heimila myndi hækka. Lítill hluti íslenskrar raforkuvinnslu er til þess að mæta eftirspurn íslenskra heimila og hægt er með tiltölulega einföldum aðgerðum að stýra verði til almennings. Þá hefur Landsvirkjun sett sér þá stefnu að bjóða iðnfyrirtækjum ávallt samkeppnishæfasta raforkuverð í Evrópu og langtímasamninga Myndin að neðan sýnir hugsanlega þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025. Hér er gert ráð fyrir því að raforkusala fyrirtækisins aukist um 70% á þessum tíma og að raforkan komi frá nýjum vatnsorkuvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, vindorkuverum og bættri nýtingu orkuauðlinda. Gert er ráð fyrir að 700 MW rafstrengur til Evrópu komi í gagnið fyrir 2020 og að Landsvirkjun vinni um tvo þriðjuhluta þeirrar orku sem flutt er um strenginn. Gert er ráð fyrir öflugum stuðningi við núverandi viðskiptavini auk uppbyggingar nýrra raforkukrefjandi atvinnugreina, s.s. gagnavera. Ef þessi sviðsmynd yrði að veruleika myndi áhættudreifing Landsvirkjunar gjörbreytast frá því sem nú er og myndi viðskiptavinahópur fyrirtækisins þannig samanstanda af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, evrópskum raforkumarkaði svo og almennum íslenskum raforkumarkaði.Tengingar eru sífellt mikilvægari forsendur framfara. Margt bendir til þess að áþreifanleg tenging Íslands við evrópska raforkumarkaði sé arðsöm og hefði slík tenging vafalaust mikil áhrif hérlendis. Frekari uppbygging íslensks raforkukerfis, jafnt fyrir sæstreng og iðnað, myndi skapa þúsundir starfa og þekkingu í endurnýjanlegum orkuiðnaði en slík þekking verður sífellt eftirsóttari í heiminum. Læra yrði af mistökum sem hafa verið gerð, til dæmis í Suður-Evrópu, þar sem ekki hefur verið tekið nægilega mikið tillit til þarfa iðnfyrirtækja og burtséð frá því hvort rafstrengur yrði lagður frá Íslandi eða ekki mun Landsvirkjun ávallt bjóða samkeppnishæfustu raforkusölusamninga Evrópu. Þannig mun iðnaði á Íslandi standa til boða langtímasamningar um 100% græna orku á hagstæðasta verði sem finnst í Evrópu. Allir geta unnið. Með rafstreng frá Íslandi færist Evrópa skrefi nær metnaðarfullum markmiðum um aukna raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkuauðlindum sem og treystir þannig efnahag, öryggi og umhverfi álfunnar til lengri tíma litið. Fjölbreyttur viðskiptavinahópur sem samanstendur af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, almennum íslenskum neytendamarkaði og evrópskum raforkumarkaði er sérlega áhugaverð framtíðarsýn fyrir íslenska raforkuvinnslu og myndi skila sér í betri nýtingu kerfisins, sem aftur skapar forsendur fyrir betri þjónustu við viðskiptavini og aukinni arðsemi allra í virðiskeðjunni. Þessu til viðbótar hefði áþreifanleg tenging Íslands við Evrópu án efa í för með sér ýmis jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna.
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun