Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Magnús Bjarnason skrifar 9. maí 2012 11:00 Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Evrópusambandið vill þannig skerpa á samkeppnishæfni og sjálfstæði álfunnar í orkumálum til langs tíma og á sama tíma draga úr mengun. Innan ramma Evrópusambandsins hefur sérhvert aðildarland þannig sett sér sjálfstætt og lagalega bindandi markmið fyrir árið 2020 um vinnslu raforku með endurnýjanlegum hætti. Það sem gerir þessa þróun í Evrópu sérstaklega spennandi fyrir íslenska raforkuvinnslu er að aðildarríki mega flytja inn raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum og telja sér hana til tekna varðandi áðurnefnd 2020 markmið. Kostnaður margra Evrópusambandsríkja við að byggja upp endurnýjanlega raforkuvinnslu innanlands er mikill og því hefur verið komið á tímabundnu styrkjakerfi með það að markmiði að lágmarka fjárhagslega áhættu fjárfesta í endurnýjanlegri orku og tryggja afkomu þeirra. Það er ekki síst þetta styrkjakerfi sem gerir það að verkum að lagning rafstrengs frá Íslandi er mjög líklega orðin fjárhagslega fýsileg. Þannig er mögulega hægt að fá enn hærra verð fyrir íslenska endurnýjanlega orku en greitt er fyrir raforku á evrópskum mörkuðum í dag. Þess ber að geta að um 67% orkunotkunar á Íslandi í dag á uppruna í endurnýjanlegum auðlindum en 2020 markmið fyrir Ísland getur um að það hlutfall skuli vera að minnsta kosti 64% árið 2020. Lagning rafstrengs frá Íslandi hefði minni áhrif á raforkuframboð á Íslandi en ætla mætti í fyrstu en fyrir því eru nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að þar sem Ísland er eyland er raforkuvinnslugeta vatnsorkuvera hönnuð þannig að hægt sé að uppfylla gerða samninga jafnvel í þurrum árum. Af þessum sökum er almennt umframorka í íslenska raforkukerfinu sem hægt væri að nýta eftir að einangrun kerfisins væri rofin. Þá myndi aðgengi að evrópsku raforkuverði gera dýrari kosti í vatns- og jarðvarmaorku arðbæra svo og opna á metnaðarfulla uppbyggingu vindorkuvera. Þessu til viðbótar myndi áþreifanleg tenging auka öryggi kaupenda þar sem hægt yrði að flytja inn orku ef meiriháttar áföll yrðu í rekstri íslenska raforkukerfisins, til dæmis vegna náttúruhamfara eða stórfelldra bilana. Rafstrengur þyrfti ekki að þýða að verð á raforku til íslenskra heimila myndi hækka. Lítill hluti íslenskrar raforkuvinnslu er til þess að mæta eftirspurn íslenskra heimila og hægt er með tiltölulega einföldum aðgerðum að stýra verði til almennings. Þá hefur Landsvirkjun sett sér þá stefnu að bjóða iðnfyrirtækjum ávallt samkeppnishæfasta raforkuverð í Evrópu og langtímasamninga Myndin að neðan sýnir hugsanlega þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025. Hér er gert ráð fyrir því að raforkusala fyrirtækisins aukist um 70% á þessum tíma og að raforkan komi frá nýjum vatnsorkuvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, vindorkuverum og bættri nýtingu orkuauðlinda. Gert er ráð fyrir að 700 MW rafstrengur til Evrópu komi í gagnið fyrir 2020 og að Landsvirkjun vinni um tvo þriðjuhluta þeirrar orku sem flutt er um strenginn. Gert er ráð fyrir öflugum stuðningi við núverandi viðskiptavini auk uppbyggingar nýrra raforkukrefjandi atvinnugreina, s.s. gagnavera. Ef þessi sviðsmynd yrði að veruleika myndi áhættudreifing Landsvirkjunar gjörbreytast frá því sem nú er og myndi viðskiptavinahópur fyrirtækisins þannig samanstanda af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, evrópskum raforkumarkaði svo og almennum íslenskum raforkumarkaði.Tengingar eru sífellt mikilvægari forsendur framfara. Margt bendir til þess að áþreifanleg tenging Íslands við evrópska raforkumarkaði sé arðsöm og hefði slík tenging vafalaust mikil áhrif hérlendis. Frekari uppbygging íslensks raforkukerfis, jafnt fyrir sæstreng og iðnað, myndi skapa þúsundir starfa og þekkingu í endurnýjanlegum orkuiðnaði en slík þekking verður sífellt eftirsóttari í heiminum. Læra yrði af mistökum sem hafa verið gerð, til dæmis í Suður-Evrópu, þar sem ekki hefur verið tekið nægilega mikið tillit til þarfa iðnfyrirtækja og burtséð frá því hvort rafstrengur yrði lagður frá Íslandi eða ekki mun Landsvirkjun ávallt bjóða samkeppnishæfustu raforkusölusamninga Evrópu. Þannig mun iðnaði á Íslandi standa til boða langtímasamningar um 100% græna orku á hagstæðasta verði sem finnst í Evrópu. Allir geta unnið. Með rafstreng frá Íslandi færist Evrópa skrefi nær metnaðarfullum markmiðum um aukna raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkuauðlindum sem og treystir þannig efnahag, öryggi og umhverfi álfunnar til lengri tíma litið. Fjölbreyttur viðskiptavinahópur sem samanstendur af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, almennum íslenskum neytendamarkaði og evrópskum raforkumarkaði er sérlega áhugaverð framtíðarsýn fyrir íslenska raforkuvinnslu og myndi skila sér í betri nýtingu kerfisins, sem aftur skapar forsendur fyrir betri þjónustu við viðskiptavini og aukinni arðsemi allra í virðiskeðjunni. Þessu til viðbótar hefði áþreifanleg tenging Íslands við Evrópu án efa í för með sér ýmis jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Evrópusambandið vill þannig skerpa á samkeppnishæfni og sjálfstæði álfunnar í orkumálum til langs tíma og á sama tíma draga úr mengun. Innan ramma Evrópusambandsins hefur sérhvert aðildarland þannig sett sér sjálfstætt og lagalega bindandi markmið fyrir árið 2020 um vinnslu raforku með endurnýjanlegum hætti. Það sem gerir þessa þróun í Evrópu sérstaklega spennandi fyrir íslenska raforkuvinnslu er að aðildarríki mega flytja inn raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum og telja sér hana til tekna varðandi áðurnefnd 2020 markmið. Kostnaður margra Evrópusambandsríkja við að byggja upp endurnýjanlega raforkuvinnslu innanlands er mikill og því hefur verið komið á tímabundnu styrkjakerfi með það að markmiði að lágmarka fjárhagslega áhættu fjárfesta í endurnýjanlegri orku og tryggja afkomu þeirra. Það er ekki síst þetta styrkjakerfi sem gerir það að verkum að lagning rafstrengs frá Íslandi er mjög líklega orðin fjárhagslega fýsileg. Þannig er mögulega hægt að fá enn hærra verð fyrir íslenska endurnýjanlega orku en greitt er fyrir raforku á evrópskum mörkuðum í dag. Þess ber að geta að um 67% orkunotkunar á Íslandi í dag á uppruna í endurnýjanlegum auðlindum en 2020 markmið fyrir Ísland getur um að það hlutfall skuli vera að minnsta kosti 64% árið 2020. Lagning rafstrengs frá Íslandi hefði minni áhrif á raforkuframboð á Íslandi en ætla mætti í fyrstu en fyrir því eru nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að þar sem Ísland er eyland er raforkuvinnslugeta vatnsorkuvera hönnuð þannig að hægt sé að uppfylla gerða samninga jafnvel í þurrum árum. Af þessum sökum er almennt umframorka í íslenska raforkukerfinu sem hægt væri að nýta eftir að einangrun kerfisins væri rofin. Þá myndi aðgengi að evrópsku raforkuverði gera dýrari kosti í vatns- og jarðvarmaorku arðbæra svo og opna á metnaðarfulla uppbyggingu vindorkuvera. Þessu til viðbótar myndi áþreifanleg tenging auka öryggi kaupenda þar sem hægt yrði að flytja inn orku ef meiriháttar áföll yrðu í rekstri íslenska raforkukerfisins, til dæmis vegna náttúruhamfara eða stórfelldra bilana. Rafstrengur þyrfti ekki að þýða að verð á raforku til íslenskra heimila myndi hækka. Lítill hluti íslenskrar raforkuvinnslu er til þess að mæta eftirspurn íslenskra heimila og hægt er með tiltölulega einföldum aðgerðum að stýra verði til almennings. Þá hefur Landsvirkjun sett sér þá stefnu að bjóða iðnfyrirtækjum ávallt samkeppnishæfasta raforkuverð í Evrópu og langtímasamninga Myndin að neðan sýnir hugsanlega þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025. Hér er gert ráð fyrir því að raforkusala fyrirtækisins aukist um 70% á þessum tíma og að raforkan komi frá nýjum vatnsorkuvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, vindorkuverum og bættri nýtingu orkuauðlinda. Gert er ráð fyrir að 700 MW rafstrengur til Evrópu komi í gagnið fyrir 2020 og að Landsvirkjun vinni um tvo þriðjuhluta þeirrar orku sem flutt er um strenginn. Gert er ráð fyrir öflugum stuðningi við núverandi viðskiptavini auk uppbyggingar nýrra raforkukrefjandi atvinnugreina, s.s. gagnavera. Ef þessi sviðsmynd yrði að veruleika myndi áhættudreifing Landsvirkjunar gjörbreytast frá því sem nú er og myndi viðskiptavinahópur fyrirtækisins þannig samanstanda af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, evrópskum raforkumarkaði svo og almennum íslenskum raforkumarkaði.Tengingar eru sífellt mikilvægari forsendur framfara. Margt bendir til þess að áþreifanleg tenging Íslands við evrópska raforkumarkaði sé arðsöm og hefði slík tenging vafalaust mikil áhrif hérlendis. Frekari uppbygging íslensks raforkukerfis, jafnt fyrir sæstreng og iðnað, myndi skapa þúsundir starfa og þekkingu í endurnýjanlegum orkuiðnaði en slík þekking verður sífellt eftirsóttari í heiminum. Læra yrði af mistökum sem hafa verið gerð, til dæmis í Suður-Evrópu, þar sem ekki hefur verið tekið nægilega mikið tillit til þarfa iðnfyrirtækja og burtséð frá því hvort rafstrengur yrði lagður frá Íslandi eða ekki mun Landsvirkjun ávallt bjóða samkeppnishæfustu raforkusölusamninga Evrópu. Þannig mun iðnaði á Íslandi standa til boða langtímasamningar um 100% græna orku á hagstæðasta verði sem finnst í Evrópu. Allir geta unnið. Með rafstreng frá Íslandi færist Evrópa skrefi nær metnaðarfullum markmiðum um aukna raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkuauðlindum sem og treystir þannig efnahag, öryggi og umhverfi álfunnar til lengri tíma litið. Fjölbreyttur viðskiptavinahópur sem samanstendur af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, almennum íslenskum neytendamarkaði og evrópskum raforkumarkaði er sérlega áhugaverð framtíðarsýn fyrir íslenska raforkuvinnslu og myndi skila sér í betri nýtingu kerfisins, sem aftur skapar forsendur fyrir betri þjónustu við viðskiptavini og aukinni arðsemi allra í virðiskeðjunni. Þessu til viðbótar hefði áþreifanleg tenging Íslands við Evrópu án efa í för með sér ýmis jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna.
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun