Lífið

Glaður í föðurhlutverki

Johnny Depp segist ekki hafa kunnað að meta lífið þar til hann varð pabbi.
Johnny Depp segist ekki hafa kunnað að meta lífið þar til hann varð pabbi. nordiphotos/getty
Leikarinn Johnny Depp sagðist í viðtali við The Sun vera ánægður í dag og mundi ómögulega vilja endurlifa æskuár sín.

Foreldrar Depp skildu þegar leikarinn var fimmtán ára gamall og upplifði hann mikla sorg í kjölfarið. „Maður verður svolítið brotinn eftir slíkt og svo þegar manni vegnar loks vel kann maður ekki að gleðjast yfir því. Maður finnur fyrir tómleika og ég var reiður allt þar til ég stofnaði mína eigin fjölskyldu. Fram að því kunni ég ekki að meta lífið en sem betur fer rankaði ég við mér,“ sagði Depp og þakkar börnum sínum tveimur þennan aukna lífskraft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.