Lífið

Fagnar vorinu í Eldborginni

Hinn 77 ára Raggi Bjarna er í hörkuformi um þessar mundir.
Hinn 77 ára Raggi Bjarna er í hörkuformi um þessar mundir. fréttablaðið/valli
„Við ætlum að fagna vorinu,“ segir Raggi Bjarna sem heldur Vorkvöld í Reykjavík í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 12. maí. „Harpan er staðurinn fyrir svona tónleika. Þarna er líka hægt að horfa á Akrafjallið og Esjuna.“

Með honum stíga á svið Eivör Pálsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Diddú, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Bjarni Arason, Álftagerðisbræður og Óskar Pétursson ásamt hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar.

„Þetta er hörkulið,“ segir Raggi, sem útilokar ekki að þetta verði árlegur viðburður. „Það er svo mikið af jólatónleikum að það er kannski sniðugt að hafa vorhátíð hvert vor þar sem Íslendingar koma, horfa á Esjuna og njóta sín.“

Aðspurður segist hinn 77 ára Raggi vera í flottu formi og lofar hann skemmtilegum tónleikum. Um tvenna tónleika er að ræða. Þeir fyrri hefjast klukkan 16 og hinir síðar kl. 20. Miðasala fer fram á Midi.is. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.