Lífið

Hetjur snúa aftur

Verið er að undirbúa framhaldið á hinni vinsælu kvikmynd The Avengers.
Verið er að undirbúa framhaldið á hinni vinsælu kvikmynd The Avengers.
Undirbúningur fyrir framhald hasarmyndarinnar The Avengers er þegar hafinn. Bob Iger hjá Disney gat þó lítið gefið upp um verkefnið annað en að von sé á framhaldi á næstu árum.

Kvikmyndirnar um Marvel-teiknisöguhetjurnar hafa verið afskaplega vinsælar og von er á Iron Man 3, Captain America 2 og Thor 2 í kvikmyndahús á næstu tveimur árum. Undirbúningur fyrir framhald hinnar vinsælu The Avengers er einnig hafinn þó enn sé ekki búið að ganga frá því hver eigi að skrifa handritið eða leikstýra myndinni. Ekki er talið ólíklegt að Disney reyni að fá handritshöfundinn og leikstjórann Joss Whedon í vinnu enda tókst honum vel til með fyrri myndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.