Lífið

Pitt í fótspor Monroe

Brad Pitt
Brad Pitt Nordicphotos/getty
Leikarinn Brad Pitt er nýtt andlit ilmvatnsins fræga No. 5 eftir Chanel. Pitt er fyrsti karlmaðurinn í 90 ára sögu ilmvatnsins til að auglýsa vöruna og fetar í fótspor frægra kvenna á borð við Catherine Deneuve, Lauren Hutton og Nicole Kidman. Það var hins vegar Marilyn Monroe sem gerði ilmvatnið það frægasta í heimi er hún sat fyrir í auglýsingarherferð nánast nakin á sjötta áratugnum. Ilmvatnið hefur hingað til verið markaðssett fyrir konur en ekki er vitað hvort verið sé að breyta um stefnu með því að velja Pitt.

Leikarinn ku fá væna summu fyrir sinn snúð en auglýsingin verður tekinn upp í London í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.