Almenn niðurfærsla forsenda stuðnings 15. maí 2012 05:00 Samstarf Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari, vilja verja ríkisstjórnina vantrausti verði gengið að kröfum Hreyfingarinnar í ákveðnum málaflokkum.Fréttablaðið/Vilhelm Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyfingarinnar á sunnudag. Hugmyndir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meirihluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart," segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún staðist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þingmenn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum," segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks bankamanna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verðtryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar," segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyfingarinnar á sunnudag. Hugmyndir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meirihluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart," segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún staðist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þingmenn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum," segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks bankamanna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verðtryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar," segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira