Segir netárásir á lítið varin fyrirtæki ógnvænlega þróun 16. maí 2012 14:00 Fyrirtækin tregari Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að fyrirtæki eru tregari til að verja fé í netöryggi, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte.Fréttablaðið/Stefán Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. Barta segir gott dæmi um þetta netárás á gagnagrunn Sony sem gerð hafi verið í fyrra. Með þeirri árás komust tölvuþrjótar yfir persónulegar upplýsingar um milljónir viðskiptavina fyrirtækisins sem hafi í kjölfarið lekið á netið. „Þessi þróun er sannarlega ógnvænleg, þegar við hugsum um hversu gríðarlegar upplýsingar er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana," segir Barta. Hann heldur fræðslufund um nýjustu strauma og stefnur í netárásum á vegum Deloitte á Íslandi í dag. Hann segir margvíslegar hættur því samfara þegar tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar um fólk. Hægt sé að nota slíkar upplýsingar til að telja öðrum trú um að tölvuþrjóturinn sé í raun önnur manneskja, jafnvel stunda viðskipti í gegnum netið með þeim upplýsingum sem hægt er að komast yfir með þessum hætti. Barta segir í raun ekki hægt að tryggja algerlega öryggi tölvukerfa hjá fyrirtækjum. Hann segir hægt að ganga langt í að verja þau, sérstaklega með því að tryggja að þó tölvuþrjótur geti komist inn fyrir varnir kerfisins sé aðgengi hans takmarkað innan þess. Snjallsímar og spjaldtölvur sem stjórnendur fyrirtækja, og aðrir sem hafa aðgang að kerfum þeirra, nota í daglegum störfum geta verið alvarlegur veikleiki á tölvukerfum þeirra, segir Barta. Hann segir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi sitt verða að gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að aðgangur slíkra tækja sé takmarkaður, enda fremur auðvelt fyrir þá sem til þekkja að brjótast inn í hvaða snjallsíma sem er, hvort sem vírusvörn er í símanum eða ekki. Fyrirtæki sem verða fyrir netárásum reyna yfirleitt að halda árásunum leyndum, enda þekkt að slíkar árásir geta haft bein áhrif á hlutabréfaverð og afkomu fyrirtækja. Barta segir fréttir af árásum á síðustu árum þó hafa skilað því að stjórnendur fyrirtækjanna séu meðvitaðri um hættuna og margir hafi gert ráðstafanir til að bregðast við henni. „Rétta leiðin er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir, ekki bara að undirbúa hvernig brugðist verði við eftir að skaðinn er skeður," segir Barta. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á netöryggi fyrirtækja á tvo vegu, segir Barta. Annars vegar séu fyrirtækin að spara og draga úr kostnaði. Þá geti verið freistandi að skera niður útgjöld sem fara í netöryggi. Hins vegar bendir hann á að margir hafi misst vinnuna í niðurskurðaraðgerðunum og því margir sem eigi harma að hefna og hafi nægan frítíma til að leita leiða til að hefna sín á fyrirtækjum sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut. Bæði stór og lítil fyrirtæki þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fyrirtækisins gegn netárásum, segir Barta. Hann bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lítið ferðaþjónustufyrirtæki sé vefsíða þess óaðgengileg þar sem bókanir fara gjarnan í gegnum vefsíðurnar. Auk þess sem það dregur úr trausti væntanlegra viðskiptavina að sjá að vefsíðan hefur orðið fyrir netárás. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. Barta segir gott dæmi um þetta netárás á gagnagrunn Sony sem gerð hafi verið í fyrra. Með þeirri árás komust tölvuþrjótar yfir persónulegar upplýsingar um milljónir viðskiptavina fyrirtækisins sem hafi í kjölfarið lekið á netið. „Þessi þróun er sannarlega ógnvænleg, þegar við hugsum um hversu gríðarlegar upplýsingar er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana," segir Barta. Hann heldur fræðslufund um nýjustu strauma og stefnur í netárásum á vegum Deloitte á Íslandi í dag. Hann segir margvíslegar hættur því samfara þegar tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar um fólk. Hægt sé að nota slíkar upplýsingar til að telja öðrum trú um að tölvuþrjóturinn sé í raun önnur manneskja, jafnvel stunda viðskipti í gegnum netið með þeim upplýsingum sem hægt er að komast yfir með þessum hætti. Barta segir í raun ekki hægt að tryggja algerlega öryggi tölvukerfa hjá fyrirtækjum. Hann segir hægt að ganga langt í að verja þau, sérstaklega með því að tryggja að þó tölvuþrjótur geti komist inn fyrir varnir kerfisins sé aðgengi hans takmarkað innan þess. Snjallsímar og spjaldtölvur sem stjórnendur fyrirtækja, og aðrir sem hafa aðgang að kerfum þeirra, nota í daglegum störfum geta verið alvarlegur veikleiki á tölvukerfum þeirra, segir Barta. Hann segir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi sitt verða að gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að aðgangur slíkra tækja sé takmarkaður, enda fremur auðvelt fyrir þá sem til þekkja að brjótast inn í hvaða snjallsíma sem er, hvort sem vírusvörn er í símanum eða ekki. Fyrirtæki sem verða fyrir netárásum reyna yfirleitt að halda árásunum leyndum, enda þekkt að slíkar árásir geta haft bein áhrif á hlutabréfaverð og afkomu fyrirtækja. Barta segir fréttir af árásum á síðustu árum þó hafa skilað því að stjórnendur fyrirtækjanna séu meðvitaðri um hættuna og margir hafi gert ráðstafanir til að bregðast við henni. „Rétta leiðin er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir, ekki bara að undirbúa hvernig brugðist verði við eftir að skaðinn er skeður," segir Barta. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á netöryggi fyrirtækja á tvo vegu, segir Barta. Annars vegar séu fyrirtækin að spara og draga úr kostnaði. Þá geti verið freistandi að skera niður útgjöld sem fara í netöryggi. Hins vegar bendir hann á að margir hafi misst vinnuna í niðurskurðaraðgerðunum og því margir sem eigi harma að hefna og hafi nægan frítíma til að leita leiða til að hefna sín á fyrirtækjum sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut. Bæði stór og lítil fyrirtæki þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fyrirtækisins gegn netárásum, segir Barta. Hann bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lítið ferðaþjónustufyrirtæki sé vefsíða þess óaðgengileg þar sem bókanir fara gjarnan í gegnum vefsíðurnar. Auk þess sem það dregur úr trausti væntanlegra viðskiptavina að sjá að vefsíðan hefur orðið fyrir netárás. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira