Erlent

Sprengdu búðir sjóræningjanna

Á sjóræningjaslóðum Fjölmörg ríki hafa sent hersveitir til hafsvæðisins undan Austur-Afríku þar sem sjóræningjar hafa valdið usla síðustu ár. 
NordicPhotos/AFP
Á sjóræningjaslóðum Fjölmörg ríki hafa sent hersveitir til hafsvæðisins undan Austur-Afríku þar sem sjóræningjar hafa valdið usla síðustu ár. NordicPhotos/AFP NordicPhotos/AFP
Þyrlusveitir undir merkjum Evrópusambandsins gerðu árás á bækistöðvar sjóræningja í Sómalíu í gær og eyðilögðu meðal annars birgðageymslu.

Þetta er í fyrsta sinn sem herliðið gerir árás á landi, en engir hermenn stigu í land. Talsmaður stjórnvalda í Sómalíu sagði að árásin hefði verið gerð með þeirra samþykki.

ESB er aðalstyrktaraðili stjórnvalda í Sómalíu og sjá einnig um þjálfun hersveita í löndum Austur-Afríku þar sem sjórán hafa verið tíð síðustu ár.

Sjóræningjaárásum hefur þó fækkað í ár og er það þakkað hertari aðgerðum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×