Kominn úr jakkafötunum og aftur í strigaskóna 16. maí 2012 12:00 „Ég fékk þessa veiki aftur og af hverju ekki bara að kýla á það?" segir tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal. Hann er kominn á bólakaf í tónlistina á nýjan leik eftir sjálfskipaða útlegð úr bransanum. Hann semur tónlistina á væntanlegri sólóplötu rapparans Tiny en fyrsta lagið af henni, 1000 Eyes, kom út í gær (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan). Sölvi er einnig maðurinn á bak við regnhlífarverkefnið Halleluwah þar sem hann vinnur með hinum ýmsu röppurum og þar er plata sömuleiðis í vinnslu. Sölvi hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár. Fyrst stundaði hann þar nám í hagfræði en núna sinnir hann hagfræðirannsóknum fyrir Stokkhólmsháskóla og seðlabankann í Svíþjóð. Þessar rannsóknir kveiktu einmitt í honum neistann á nýjan leik. „Einn góðan veðurdag, eða fyrir einu og hálfu ári, fékk ég nóg. Ég tók mér eins og hálfsmánaðar pásu og vann ógeðslega mikið af nýjum hugmyndum og þær eru að verða að veruleika núna," segir hann og heldur áfram: „Quarashi-endurkoman á síðasta ári ruglaði alveg í hausnum á mér. Ég var búinn að kveðja þetta allt saman en er núna kominn á bólakaf í þetta aftur." Hljómsveitin Quarashi hætti árið 2005 og eftir það tók Sölvi þátt í að semja fyrir Silvíu Nótt. „Síðan hef ég eiginlega ekki gert neitt fyrr en mér var hent upp á svið í Quarashi-endurkomu. Maður var eiginlega í taugaáfalli en þetta var rosalega skemmtilegt." Halleluwah-verkefnið leggst vel í Sölva. Þar vinnur hann með alls konar fólki, þar á meðal sænska rapparanum Eboi og hinum íslensku Tiny og Opee. „Þetta verður „sixtís"-þema í bland við hipp hopp," greinir hann frá og bætir við að tónlistin verði tilraunakenndari en aðdáendur Quarashi eigi að venjast. Fyrsta smáskífulagið frá Halleluwah, K2R, kemur út í byrjun júní með Tiny við hljóðnemann. Aðspurður segir Sölvi að tónlistin og hagfræðirannsóknirnar fari vel saman. „Ég sit voða mikið og reikna. Síðan er eins og einhver djöfull vaxi inni í mér og þá er bara tvennt í stöðunni, að gera eins Murakami [japanski rithöfundurinn] gerir, að fara út að hlaupa eða semja tónlist." Sölvi gerir reyndar hvort tveggja því hann stefnir á að taka þátt í Stokkhólmsmaraþoninu í lok mánaðarins, þ.e. ef hann hefur tíma. „Þetta er dýrt hobbý," segir hann um tónlistina. „Sumir fara í lax en þetta er bara það sem ég elska að gera." Þrátt fyrir að hafa reynt að segja skilið við tónlistarbakteríuna dugði það ekki til. „Ég fór meira að segja í jakkaföt en síðan missti ég mig aftur. Ég er kominn aftur í strigaskóna." freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég fékk þessa veiki aftur og af hverju ekki bara að kýla á það?" segir tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal. Hann er kominn á bólakaf í tónlistina á nýjan leik eftir sjálfskipaða útlegð úr bransanum. Hann semur tónlistina á væntanlegri sólóplötu rapparans Tiny en fyrsta lagið af henni, 1000 Eyes, kom út í gær (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan). Sölvi er einnig maðurinn á bak við regnhlífarverkefnið Halleluwah þar sem hann vinnur með hinum ýmsu röppurum og þar er plata sömuleiðis í vinnslu. Sölvi hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár. Fyrst stundaði hann þar nám í hagfræði en núna sinnir hann hagfræðirannsóknum fyrir Stokkhólmsháskóla og seðlabankann í Svíþjóð. Þessar rannsóknir kveiktu einmitt í honum neistann á nýjan leik. „Einn góðan veðurdag, eða fyrir einu og hálfu ári, fékk ég nóg. Ég tók mér eins og hálfsmánaðar pásu og vann ógeðslega mikið af nýjum hugmyndum og þær eru að verða að veruleika núna," segir hann og heldur áfram: „Quarashi-endurkoman á síðasta ári ruglaði alveg í hausnum á mér. Ég var búinn að kveðja þetta allt saman en er núna kominn á bólakaf í þetta aftur." Hljómsveitin Quarashi hætti árið 2005 og eftir það tók Sölvi þátt í að semja fyrir Silvíu Nótt. „Síðan hef ég eiginlega ekki gert neitt fyrr en mér var hent upp á svið í Quarashi-endurkomu. Maður var eiginlega í taugaáfalli en þetta var rosalega skemmtilegt." Halleluwah-verkefnið leggst vel í Sölva. Þar vinnur hann með alls konar fólki, þar á meðal sænska rapparanum Eboi og hinum íslensku Tiny og Opee. „Þetta verður „sixtís"-þema í bland við hipp hopp," greinir hann frá og bætir við að tónlistin verði tilraunakenndari en aðdáendur Quarashi eigi að venjast. Fyrsta smáskífulagið frá Halleluwah, K2R, kemur út í byrjun júní með Tiny við hljóðnemann. Aðspurður segir Sölvi að tónlistin og hagfræðirannsóknirnar fari vel saman. „Ég sit voða mikið og reikna. Síðan er eins og einhver djöfull vaxi inni í mér og þá er bara tvennt í stöðunni, að gera eins Murakami [japanski rithöfundurinn] gerir, að fara út að hlaupa eða semja tónlist." Sölvi gerir reyndar hvort tveggja því hann stefnir á að taka þátt í Stokkhólmsmaraþoninu í lok mánaðarins, þ.e. ef hann hefur tíma. „Þetta er dýrt hobbý," segir hann um tónlistina. „Sumir fara í lax en þetta er bara það sem ég elska að gera." Þrátt fyrir að hafa reynt að segja skilið við tónlistarbakteríuna dugði það ekki til. „Ég fór meira að segja í jakkaföt en síðan missti ég mig aftur. Ég er kominn aftur í strigaskóna." freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira