Landspítali í Fossvog Ólafur Örn Arnarson skrifar 16. maí 2012 06:00 Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í eina stofnun á árinu 2000 var farið að skoða möguleika á hvernig ætti að fara í þetta mál. Fengnir voru ráðgjafar frá Kaupmannahöfn en þeir þekktu mjög vel til hér vegna fyrri heimsókna. Eftir að hafa skoðað málin og rætt við fjölda yfirmanna hinna ýmsu deilda var niðurstaða þeirra mjög skýr. Ráðgjafarnir dæmdu húsnæði Landspítala við Hringbraut algerlega úrelt og óhæft til frambúðar. Hins vegar væri spítalabygging í Fossvogi mun betri og væri hægt að byggja við 30 þúsund fermetra þess húss og stækka um helming og byggja þar aðra 30 þúsund fermetra til viðbótar. Það væri hægt að byggja mun hærra til lofts vegna þess að flugvöllurinn væri þar ekkert fyrir eins og væri hins vegar við Hringbraut en þar væri ekki hægt að byggja meira en 4 hæða byggingar. Í Fossvogi væri hins vegar ekkert mál að byggja 9-10 hæða byggingar þar sem nýtingin væri svo miklu betri og byggingarnar ódýrari. Staðsetningin í Fossvogi er svo miklu betri umferðarlega að við erum mjög nálægt miðju borgarsvæðinu. Við Hringbraut er ástandið miklu verra. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna lagnar ýmissa mannvirkja að kostnaðurinn er upp á marga milljarða króna. Það virðist vera mjög stórt mál að ekki megi byggja neitt nema einbýli í spítalabyggingum. Þannig er nú að í húsinu í Fossvogi eru nú þegar mörg einbýli en þar fyrir utan eru flestar stofur tvíbýli. Nú er það svo að meðal legutími, vegna breytinga á skurðtækni, hefur styst mjög og er nú kominn niður í 2-3 daga. Í húsinu sem verður byggt til viðbótar í Fossvogi er sjálfsagt að hafa eintóm einbýli. Þær tillögur sem nú liggja fyrir um byggingar við Hringbraut eru að byggðar séu 60-70 þúsund fermetra byggingar þar. Kostnaður er sjálfsagt helmingi meiri en byggingin sem leysir mál bygginganna í Fossvogi. Í þessu sambandi erum við tala um nokkra tugi milljarða, þ.e. hvort okkur dugi ein Hörpubygging eða hvort við þurfum tvær. Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við verðum að koma okkur ofan úr skýjunum og niður á jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í eina stofnun á árinu 2000 var farið að skoða möguleika á hvernig ætti að fara í þetta mál. Fengnir voru ráðgjafar frá Kaupmannahöfn en þeir þekktu mjög vel til hér vegna fyrri heimsókna. Eftir að hafa skoðað málin og rætt við fjölda yfirmanna hinna ýmsu deilda var niðurstaða þeirra mjög skýr. Ráðgjafarnir dæmdu húsnæði Landspítala við Hringbraut algerlega úrelt og óhæft til frambúðar. Hins vegar væri spítalabygging í Fossvogi mun betri og væri hægt að byggja við 30 þúsund fermetra þess húss og stækka um helming og byggja þar aðra 30 þúsund fermetra til viðbótar. Það væri hægt að byggja mun hærra til lofts vegna þess að flugvöllurinn væri þar ekkert fyrir eins og væri hins vegar við Hringbraut en þar væri ekki hægt að byggja meira en 4 hæða byggingar. Í Fossvogi væri hins vegar ekkert mál að byggja 9-10 hæða byggingar þar sem nýtingin væri svo miklu betri og byggingarnar ódýrari. Staðsetningin í Fossvogi er svo miklu betri umferðarlega að við erum mjög nálægt miðju borgarsvæðinu. Við Hringbraut er ástandið miklu verra. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna lagnar ýmissa mannvirkja að kostnaðurinn er upp á marga milljarða króna. Það virðist vera mjög stórt mál að ekki megi byggja neitt nema einbýli í spítalabyggingum. Þannig er nú að í húsinu í Fossvogi eru nú þegar mörg einbýli en þar fyrir utan eru flestar stofur tvíbýli. Nú er það svo að meðal legutími, vegna breytinga á skurðtækni, hefur styst mjög og er nú kominn niður í 2-3 daga. Í húsinu sem verður byggt til viðbótar í Fossvogi er sjálfsagt að hafa eintóm einbýli. Þær tillögur sem nú liggja fyrir um byggingar við Hringbraut eru að byggðar séu 60-70 þúsund fermetra byggingar þar. Kostnaður er sjálfsagt helmingi meiri en byggingin sem leysir mál bygginganna í Fossvogi. Í þessu sambandi erum við tala um nokkra tugi milljarða, þ.e. hvort okkur dugi ein Hörpubygging eða hvort við þurfum tvær. Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við verðum að koma okkur ofan úr skýjunum og niður á jörðina.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar