Komum mynd á mannréttindi Anna Kristinsdóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki. Með því að gera 16. maí að sérstökum mannréttindadegi minna Reykvíkingar á að Reykjavíkurborg hefur einsett sér að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem opinberlega gæta mannréttinda. Til að ná því markmiði hefur m.a. verið opnuð sérstök vefsíða tileinkuð mannréttindum (mannrettindi.reykjavik.is) en henni er ætlað að setja mannréttindastefnu Reykjavíkur fram á einfaldan og skýran hátt og að auðvelda borgarbúum að sækja rétt sinn ef þeir telja á sér brotið. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar var stofnað til að fylgja eftir mannréttindastefnunni. Mannréttindaskrifstofa var jafnhliða sett á fót en hún gætir þess að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar eða heilsufars hjá Reykjavíkurborg. Með mannréttindastefnunni var lögð áhersla á að mynda heildstæða sýn í þágu borgarbúa, því mörg tilheyrum við fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Í dag hefst ljósmyndasamkeppni, á vegum mannréttindaskrifstofunnar, undir slagorðinu „Komum mynd á mannréttindi". Markmið hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mikilvægi þess að borgarbúum sé ekki mismunað. Fyrst verður forkeppni á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og eru allir hvattir til að velja öflugustu myndirnar. Þær myndir sem mest er „líkað við", komast á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á gleðidaginn 11. ágúst. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja þær þrjár myndir sem skýrast endurspegla kröfuna um mannréttindi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri vefsíðu Reykjavíkurborgar um mannréttindi og á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Mannréttindi verða einungis raunveruleg í samskiptum okkar og athöfnum. Það setur þá skyldu á herðar allra að við virðum mannréttindi. Mannréttindi færa einstaklingum jafnréttindi og virðingu. Þau eru einnig vernd gegn fordómum og ofbeldi. Þess vegna þurfum við öll að axla ábyrgð og berjast gegn fordómum og mismunun og fyrir mannréttindum. Nelson Mandela orðaði þetta svo fallega þegar hann sagði „að vera frjáls snýst ekki einvörðungu um að kasta af sér hlekkjunum heldur snýst það um að virða og efla frelsi annarra". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki. Með því að gera 16. maí að sérstökum mannréttindadegi minna Reykvíkingar á að Reykjavíkurborg hefur einsett sér að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem opinberlega gæta mannréttinda. Til að ná því markmiði hefur m.a. verið opnuð sérstök vefsíða tileinkuð mannréttindum (mannrettindi.reykjavik.is) en henni er ætlað að setja mannréttindastefnu Reykjavíkur fram á einfaldan og skýran hátt og að auðvelda borgarbúum að sækja rétt sinn ef þeir telja á sér brotið. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar var stofnað til að fylgja eftir mannréttindastefnunni. Mannréttindaskrifstofa var jafnhliða sett á fót en hún gætir þess að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar eða heilsufars hjá Reykjavíkurborg. Með mannréttindastefnunni var lögð áhersla á að mynda heildstæða sýn í þágu borgarbúa, því mörg tilheyrum við fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Í dag hefst ljósmyndasamkeppni, á vegum mannréttindaskrifstofunnar, undir slagorðinu „Komum mynd á mannréttindi". Markmið hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mikilvægi þess að borgarbúum sé ekki mismunað. Fyrst verður forkeppni á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og eru allir hvattir til að velja öflugustu myndirnar. Þær myndir sem mest er „líkað við", komast á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á gleðidaginn 11. ágúst. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja þær þrjár myndir sem skýrast endurspegla kröfuna um mannréttindi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri vefsíðu Reykjavíkurborgar um mannréttindi og á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Mannréttindi verða einungis raunveruleg í samskiptum okkar og athöfnum. Það setur þá skyldu á herðar allra að við virðum mannréttindi. Mannréttindi færa einstaklingum jafnréttindi og virðingu. Þau eru einnig vernd gegn fordómum og ofbeldi. Þess vegna þurfum við öll að axla ábyrgð og berjast gegn fordómum og mismunun og fyrir mannréttindum. Nelson Mandela orðaði þetta svo fallega þegar hann sagði „að vera frjáls snýst ekki einvörðungu um að kasta af sér hlekkjunum heldur snýst það um að virða og efla frelsi annarra".
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun