Til kjósenda Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 17. maí 2012 06:00 Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. Í grein Davíðs Roach Gunnarssonar í Fréttablaðinu eru fulltrúar flokksins sakaðir um að hafa ekki „lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins" með því að koma ekki í veg fyrir væntanlega lokun Nasa. Mér þykja þessar ásakanir mjög sorglegar og kristalla mjög hættulegt heilkenni í íslenskri stjórnmálamenningu. Þá á ég við þá hugsun að þegar þinn flokkur eða þínir líkar komast að kjötkötlunum, þá sértu hólpinn og ekkert slæmt geti þá hent þig. En lífið er ekki þannig og á ekki að vera þannig. Borgir breytast og þróast. Miðaldra menn segja mér að einu sinni hafi verið skemmtistaður í Topshop húsinu við Lækjargötu sem hafi heitið Tunglið. Þessi staður og fleiri eru horfnir en samt stendur tónlistarlíf í borginni í sögulegum blóma. Merkilegt. Nasa er fínt hús sem ég hef oft farið í til að horfa á vini mína, bæði í Besta flokknum og utan hans, fremja magnaða list. En Nasa er hús í einkaeigu. Eigandi hússins hefur þar af leiðandi ríkan rétt til þess að ráðstafa þessari eign sinni. Eigandi hefur í samvinnu við skipulagsyfirvöld í Reykjavík reynt að finna lausn á því hvernig starfsemi skuli fara fram í húsinu. Núna er í gangi alþjóðleg hönnunarsamkeppni um svæðið sem miðar að því að leysa málið eins farsællega og hægt er. Þátttaka eiganda í dómefnd er alls ekki óeðlileg þar sem stór hluti þess svæðis sem er undir í samkeppninni eru byggingar í hans eigu. Eigandinn er einn af sjö aðilum í dómnefnd, sem er unnin samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands og hefur þar ekki meira vægi en sitt eina atkvæði. Til þess að koma til móts við mótmæli þarf að leiða saman hlutaðeigandi aðila og reyna að leysa málið. En aftur að vonbrigðum þessa ágæta kjósanda Besta flokksins. Væri Besti flokkurinn að standa undir nafni ef hann beitti sér fyrir því að Reykjavíkurborg keypti hús fyrir mikinn pening, pening sem almenningur á, og leigði það út til vina sinna og sjálfs síns svo ekkert myndi breytast og allt væri eins og það hefur alltaf verið? Væru þá allir glaðir? Væri þá gaman og skemmtilegt? Það er nákvæmlega það sem fulltrúar Besta flokksins buðu sig fram til að stoppa. Illa ígrundaðar ákvarðanir hafa kostað þetta fallega land mikið. En það sem hefur kostað okkur enn meira eru ákvarðanir drifnar áfram af furðulegri frændsemi og tilraun til hafa alla góða og þá helst vini sína í flokknum eða liðinu, hljómsveitarfélaga eða vinina í pottinum eða á kaffihúsinu. Það er meðvirkt rugl sem verður að afrugla. Fulltrúar Besta flokksins hafa lyft bæði fingrum, höndum og fótum til að gera það og þess vegna er ég stolt af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. Í grein Davíðs Roach Gunnarssonar í Fréttablaðinu eru fulltrúar flokksins sakaðir um að hafa ekki „lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins" með því að koma ekki í veg fyrir væntanlega lokun Nasa. Mér þykja þessar ásakanir mjög sorglegar og kristalla mjög hættulegt heilkenni í íslenskri stjórnmálamenningu. Þá á ég við þá hugsun að þegar þinn flokkur eða þínir líkar komast að kjötkötlunum, þá sértu hólpinn og ekkert slæmt geti þá hent þig. En lífið er ekki þannig og á ekki að vera þannig. Borgir breytast og þróast. Miðaldra menn segja mér að einu sinni hafi verið skemmtistaður í Topshop húsinu við Lækjargötu sem hafi heitið Tunglið. Þessi staður og fleiri eru horfnir en samt stendur tónlistarlíf í borginni í sögulegum blóma. Merkilegt. Nasa er fínt hús sem ég hef oft farið í til að horfa á vini mína, bæði í Besta flokknum og utan hans, fremja magnaða list. En Nasa er hús í einkaeigu. Eigandi hússins hefur þar af leiðandi ríkan rétt til þess að ráðstafa þessari eign sinni. Eigandi hefur í samvinnu við skipulagsyfirvöld í Reykjavík reynt að finna lausn á því hvernig starfsemi skuli fara fram í húsinu. Núna er í gangi alþjóðleg hönnunarsamkeppni um svæðið sem miðar að því að leysa málið eins farsællega og hægt er. Þátttaka eiganda í dómefnd er alls ekki óeðlileg þar sem stór hluti þess svæðis sem er undir í samkeppninni eru byggingar í hans eigu. Eigandinn er einn af sjö aðilum í dómnefnd, sem er unnin samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands og hefur þar ekki meira vægi en sitt eina atkvæði. Til þess að koma til móts við mótmæli þarf að leiða saman hlutaðeigandi aðila og reyna að leysa málið. En aftur að vonbrigðum þessa ágæta kjósanda Besta flokksins. Væri Besti flokkurinn að standa undir nafni ef hann beitti sér fyrir því að Reykjavíkurborg keypti hús fyrir mikinn pening, pening sem almenningur á, og leigði það út til vina sinna og sjálfs síns svo ekkert myndi breytast og allt væri eins og það hefur alltaf verið? Væru þá allir glaðir? Væri þá gaman og skemmtilegt? Það er nákvæmlega það sem fulltrúar Besta flokksins buðu sig fram til að stoppa. Illa ígrundaðar ákvarðanir hafa kostað þetta fallega land mikið. En það sem hefur kostað okkur enn meira eru ákvarðanir drifnar áfram af furðulegri frændsemi og tilraun til hafa alla góða og þá helst vini sína í flokknum eða liðinu, hljómsveitarfélaga eða vinina í pottinum eða á kaffihúsinu. Það er meðvirkt rugl sem verður að afrugla. Fulltrúar Besta flokksins hafa lyft bæði fingrum, höndum og fótum til að gera það og þess vegna er ég stolt af þeim.
Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun