Til kjósenda Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 17. maí 2012 06:00 Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. Í grein Davíðs Roach Gunnarssonar í Fréttablaðinu eru fulltrúar flokksins sakaðir um að hafa ekki „lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins" með því að koma ekki í veg fyrir væntanlega lokun Nasa. Mér þykja þessar ásakanir mjög sorglegar og kristalla mjög hættulegt heilkenni í íslenskri stjórnmálamenningu. Þá á ég við þá hugsun að þegar þinn flokkur eða þínir líkar komast að kjötkötlunum, þá sértu hólpinn og ekkert slæmt geti þá hent þig. En lífið er ekki þannig og á ekki að vera þannig. Borgir breytast og þróast. Miðaldra menn segja mér að einu sinni hafi verið skemmtistaður í Topshop húsinu við Lækjargötu sem hafi heitið Tunglið. Þessi staður og fleiri eru horfnir en samt stendur tónlistarlíf í borginni í sögulegum blóma. Merkilegt. Nasa er fínt hús sem ég hef oft farið í til að horfa á vini mína, bæði í Besta flokknum og utan hans, fremja magnaða list. En Nasa er hús í einkaeigu. Eigandi hússins hefur þar af leiðandi ríkan rétt til þess að ráðstafa þessari eign sinni. Eigandi hefur í samvinnu við skipulagsyfirvöld í Reykjavík reynt að finna lausn á því hvernig starfsemi skuli fara fram í húsinu. Núna er í gangi alþjóðleg hönnunarsamkeppni um svæðið sem miðar að því að leysa málið eins farsællega og hægt er. Þátttaka eiganda í dómefnd er alls ekki óeðlileg þar sem stór hluti þess svæðis sem er undir í samkeppninni eru byggingar í hans eigu. Eigandinn er einn af sjö aðilum í dómnefnd, sem er unnin samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands og hefur þar ekki meira vægi en sitt eina atkvæði. Til þess að koma til móts við mótmæli þarf að leiða saman hlutaðeigandi aðila og reyna að leysa málið. En aftur að vonbrigðum þessa ágæta kjósanda Besta flokksins. Væri Besti flokkurinn að standa undir nafni ef hann beitti sér fyrir því að Reykjavíkurborg keypti hús fyrir mikinn pening, pening sem almenningur á, og leigði það út til vina sinna og sjálfs síns svo ekkert myndi breytast og allt væri eins og það hefur alltaf verið? Væru þá allir glaðir? Væri þá gaman og skemmtilegt? Það er nákvæmlega það sem fulltrúar Besta flokksins buðu sig fram til að stoppa. Illa ígrundaðar ákvarðanir hafa kostað þetta fallega land mikið. En það sem hefur kostað okkur enn meira eru ákvarðanir drifnar áfram af furðulegri frændsemi og tilraun til hafa alla góða og þá helst vini sína í flokknum eða liðinu, hljómsveitarfélaga eða vinina í pottinum eða á kaffihúsinu. Það er meðvirkt rugl sem verður að afrugla. Fulltrúar Besta flokksins hafa lyft bæði fingrum, höndum og fótum til að gera það og þess vegna er ég stolt af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. Í grein Davíðs Roach Gunnarssonar í Fréttablaðinu eru fulltrúar flokksins sakaðir um að hafa ekki „lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins" með því að koma ekki í veg fyrir væntanlega lokun Nasa. Mér þykja þessar ásakanir mjög sorglegar og kristalla mjög hættulegt heilkenni í íslenskri stjórnmálamenningu. Þá á ég við þá hugsun að þegar þinn flokkur eða þínir líkar komast að kjötkötlunum, þá sértu hólpinn og ekkert slæmt geti þá hent þig. En lífið er ekki þannig og á ekki að vera þannig. Borgir breytast og þróast. Miðaldra menn segja mér að einu sinni hafi verið skemmtistaður í Topshop húsinu við Lækjargötu sem hafi heitið Tunglið. Þessi staður og fleiri eru horfnir en samt stendur tónlistarlíf í borginni í sögulegum blóma. Merkilegt. Nasa er fínt hús sem ég hef oft farið í til að horfa á vini mína, bæði í Besta flokknum og utan hans, fremja magnaða list. En Nasa er hús í einkaeigu. Eigandi hússins hefur þar af leiðandi ríkan rétt til þess að ráðstafa þessari eign sinni. Eigandi hefur í samvinnu við skipulagsyfirvöld í Reykjavík reynt að finna lausn á því hvernig starfsemi skuli fara fram í húsinu. Núna er í gangi alþjóðleg hönnunarsamkeppni um svæðið sem miðar að því að leysa málið eins farsællega og hægt er. Þátttaka eiganda í dómefnd er alls ekki óeðlileg þar sem stór hluti þess svæðis sem er undir í samkeppninni eru byggingar í hans eigu. Eigandinn er einn af sjö aðilum í dómnefnd, sem er unnin samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands og hefur þar ekki meira vægi en sitt eina atkvæði. Til þess að koma til móts við mótmæli þarf að leiða saman hlutaðeigandi aðila og reyna að leysa málið. En aftur að vonbrigðum þessa ágæta kjósanda Besta flokksins. Væri Besti flokkurinn að standa undir nafni ef hann beitti sér fyrir því að Reykjavíkurborg keypti hús fyrir mikinn pening, pening sem almenningur á, og leigði það út til vina sinna og sjálfs síns svo ekkert myndi breytast og allt væri eins og það hefur alltaf verið? Væru þá allir glaðir? Væri þá gaman og skemmtilegt? Það er nákvæmlega það sem fulltrúar Besta flokksins buðu sig fram til að stoppa. Illa ígrundaðar ákvarðanir hafa kostað þetta fallega land mikið. En það sem hefur kostað okkur enn meira eru ákvarðanir drifnar áfram af furðulegri frændsemi og tilraun til hafa alla góða og þá helst vini sína í flokknum eða liðinu, hljómsveitarfélaga eða vinina í pottinum eða á kaffihúsinu. Það er meðvirkt rugl sem verður að afrugla. Fulltrúar Besta flokksins hafa lyft bæði fingrum, höndum og fótum til að gera það og þess vegna er ég stolt af þeim.
Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun