Hótel Godzilla Páll Óskar skrifar 17. maí 2012 06:00 Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. Hvað verður um bygginguna sjálfa, innviði hennar og rekstur verður ákveðið síðar af borgaryfirvöldum og húseigandanum. Mikið væri nú gaman að fara að heyra í þeim hljóðið, vegna þess að sú ákvörðun verður óafturkræf. Þann 30. júní verður almenningi sýnd tillaga að hótelbyggingu sem ráðgert er að rísi á þessum reit við Ingólfstorg. Tillagan verður kynnt sem sigurvegari hönnunarsamkeppni. Keppnin er á vegum borgarinnar í samvinnu við hús- og lóðareigandann, sem einnig kostar hana til helminga og situr í dómnefndinni. Einn og sami maðurinn á nefnilega þetta allt, Landsímahúsið, Nasa og öll þau timburhús sem liggja að Vallarstræti. Þar að auki á hann City Center Hótel við Austurstræti 6. Þessi maður heitir Pétur Þór Sigurðsson. Reykjavíkurborg og Alþingi hafa lagt mikið fé í uppbyggingu kringum sögulegar minjar í næsta nágrenni Ingólfstorgs. Tilfellið er, að svæðið tilheyrir einu mikilvægasta sögusviði þjóðarinnar. Hér er upphaf landnáms að finna, upphaf Reykjavíkur sem iðnaðarbæjar og upphaf nútímaborgar. Er slíkur reitur einkamál Péturs Þórs Sigurðssonar? Ætti svona reitur ekki að vera almenningseign? Sú hugmynd að reisa hótel á reitnum er að mínu mati ávísun á eitt mesta og ömurlegasta umhverfis- og menningarslys í sögu Reykjavíkur. Hér er verið að fara eftir deiliskipulagi frá níunda áratugnum, sem ákveðið var í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar. Síðan hafa aðstæður breyst á þessum reit. Alvara málsins felst í eftirfarandi: Elstu götum Reykjavíkur yrði sýnd mikil vanvirðing með risahóteli meðal timburhúsa, gullið tækifæri um eina timburhúsatorgið á Íslandi færi forgörðum, umferð og aðkoma að hótelinu yrði í ólestri, skuggavarp á Ingólfstorg ykist og Nasa hyrfi. Það vantar ekki fleiri hótel í miðbæinn og það er ekkert að fara að koma í staðinn fyrir Nasa. Nákvæmlega ekki neitt. Af fenginni 20 ára reynslu í að troða upp úti um allt land, veit ég að Nasa hefur algera sérstöðu sem tónleikastaður. Sú sérstaða felst í því að allt passar þarna inn. Rokk, popp, diskó, jazz, tilraunatónlist. Tökum dæmi. Einn daginn heldur hljómsveitin HAM sveitta rokktónleika. Daginn eftir mæti ég sjálfur á svæðið með blöðrurnar mínar og keyri glamúr diskótek alla nóttina. Ég er ekki á leiðinni með Eurovision- eða Gay Pride-böllin mín í Hörpu. Þar heldur maður tónleika fyrir sitjandi áhorfendur. Ekki dansiböll. Jazztónleikar hafa verið haldnir á Nasa, fyrir sitjandi áhorfendur við dúkuð borð og kertaljós. Skólaböll eru ávallt á virkum dögum. Mörg nemendafélög hafa núna þungar áhyggjur af hvar þau eigi að halda skólaböllin sín. Margir hafa upplifað magnaða tónleika með listamönnum eins og GusGus, Mugison, Emilíönu Torrini, Sálinni, Diktu, Of Monsters and Men, svo ég nefni einhver nöfn sem ég hef persónulega séð spila þarna inni. Og ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni sem skilaði 700 milljónum króna í ríkiskassann árið 2011. Ég er bara að nefna augljósustu dæmin um nýtingu Nasa. Nasa er ekki skemmtistaður, eins og svo margir halda. Nasa er ekki búlla sem lyktar af bjór. Nasa ilmar af sápulykt. Nasa er tónleika- og viðburðastaður. Alveg eins og Harpa. Hótel á þessum reit myndi gnæfa yfir timburhúsunum sem standa við Ingólfstorg eins og Hótel Godzilla. Hótelvæðing höfuðborgarinnar er farin að minna á pitsu- og vídeóleiguæðið á síðasta áratug 20. aldarinnar. Núna ætla allir að græða á túristum. Við þurfum ekki fleiri hótel í miðbæ Reykjavíkur. Við þurfum miðborg handa okkur sjálfum. Hótel Godzilla á eftir að hafa sín áhrif á aðgengi við Austurvöll, þar með talið Alþingi. Almenningur safnast saman á Austurvelli á góðviðrisdögum. Ekki Hlemmi. Austurvöllur er okkar Ráðhústorg, Times Square og Trafalgar Square. Það er sárt að gróðavon eins manns sé hafin yfir hagsmuni allra borgarbúa. Kæru borgarfulltrúar. Er það ekki rétt, að samkvæmt Feneyjasamþykkt, sem unnið er samkvæmt alls staðar í Evrópu, má ekki raska friðhelgi friðaðra húsa? Samkvæmt þessu á að taka tillit til friðaðra húsa í öllu skipulagi og uppbyggingu og það eru tvö friðuð hús þarna við hliðina á þessu fyrirhugaða hóteli. Jón Gnarr borgarstjóri sagðist í Kastjóssviðtali ekki hafa heyrt neina brilliant hugmynd um úrlausn á þessum reit. En hún er víst til. Og hér kemur hún: Ég tel að besta lausnin á þessum reit sé að leyfa Nasa að standa og halda starfsemi þess áfram. Ríki og borg eiga að kaupa þetta húsnæði og tryggja áframhaldandi lista- og menningarstarfsemi þar inni. Húsafriðunarnefnd á að friða þetta hús að innan sem utan. Restin af gamla Landsímahúsinu, sem má svo sannarlega flikka upp á og gera fallegra, verði svo notuð undir skrifstofur Alþingis. Mér skilst að þar sárvanti húsnæði. Ég skora því á Alþingi að kaupa gömlu símahúsin. Almennum skrifstofutíma lýkur á sama tíma og hljóðprufur hefjast inni á Nasa. Enginn mun trufla neinn. Borgin getur svo látið Pétur Þór Sigurðsson hafa aðra lóð undir hótelið sem hann dreymir um að byggja til að komast hjá bótakröfum. Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd, elsku borgarstjórnarmeirihluti, minnihluti og húseigandi? Mér þætti mjög vænt um að fá einhver svör, því að ég sendi ykkur bréf þar sem framangreint og meira kemur fram hinn 16. apríl sl. og það má ekki þegja þetta mál í hel. Kær kveðja, gaurinn sem hélt að þetta myndi aldrei gerast á vakt Besta flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. Hvað verður um bygginguna sjálfa, innviði hennar og rekstur verður ákveðið síðar af borgaryfirvöldum og húseigandanum. Mikið væri nú gaman að fara að heyra í þeim hljóðið, vegna þess að sú ákvörðun verður óafturkræf. Þann 30. júní verður almenningi sýnd tillaga að hótelbyggingu sem ráðgert er að rísi á þessum reit við Ingólfstorg. Tillagan verður kynnt sem sigurvegari hönnunarsamkeppni. Keppnin er á vegum borgarinnar í samvinnu við hús- og lóðareigandann, sem einnig kostar hana til helminga og situr í dómnefndinni. Einn og sami maðurinn á nefnilega þetta allt, Landsímahúsið, Nasa og öll þau timburhús sem liggja að Vallarstræti. Þar að auki á hann City Center Hótel við Austurstræti 6. Þessi maður heitir Pétur Þór Sigurðsson. Reykjavíkurborg og Alþingi hafa lagt mikið fé í uppbyggingu kringum sögulegar minjar í næsta nágrenni Ingólfstorgs. Tilfellið er, að svæðið tilheyrir einu mikilvægasta sögusviði þjóðarinnar. Hér er upphaf landnáms að finna, upphaf Reykjavíkur sem iðnaðarbæjar og upphaf nútímaborgar. Er slíkur reitur einkamál Péturs Þórs Sigurðssonar? Ætti svona reitur ekki að vera almenningseign? Sú hugmynd að reisa hótel á reitnum er að mínu mati ávísun á eitt mesta og ömurlegasta umhverfis- og menningarslys í sögu Reykjavíkur. Hér er verið að fara eftir deiliskipulagi frá níunda áratugnum, sem ákveðið var í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar. Síðan hafa aðstæður breyst á þessum reit. Alvara málsins felst í eftirfarandi: Elstu götum Reykjavíkur yrði sýnd mikil vanvirðing með risahóteli meðal timburhúsa, gullið tækifæri um eina timburhúsatorgið á Íslandi færi forgörðum, umferð og aðkoma að hótelinu yrði í ólestri, skuggavarp á Ingólfstorg ykist og Nasa hyrfi. Það vantar ekki fleiri hótel í miðbæinn og það er ekkert að fara að koma í staðinn fyrir Nasa. Nákvæmlega ekki neitt. Af fenginni 20 ára reynslu í að troða upp úti um allt land, veit ég að Nasa hefur algera sérstöðu sem tónleikastaður. Sú sérstaða felst í því að allt passar þarna inn. Rokk, popp, diskó, jazz, tilraunatónlist. Tökum dæmi. Einn daginn heldur hljómsveitin HAM sveitta rokktónleika. Daginn eftir mæti ég sjálfur á svæðið með blöðrurnar mínar og keyri glamúr diskótek alla nóttina. Ég er ekki á leiðinni með Eurovision- eða Gay Pride-böllin mín í Hörpu. Þar heldur maður tónleika fyrir sitjandi áhorfendur. Ekki dansiböll. Jazztónleikar hafa verið haldnir á Nasa, fyrir sitjandi áhorfendur við dúkuð borð og kertaljós. Skólaböll eru ávallt á virkum dögum. Mörg nemendafélög hafa núna þungar áhyggjur af hvar þau eigi að halda skólaböllin sín. Margir hafa upplifað magnaða tónleika með listamönnum eins og GusGus, Mugison, Emilíönu Torrini, Sálinni, Diktu, Of Monsters and Men, svo ég nefni einhver nöfn sem ég hef persónulega séð spila þarna inni. Og ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni sem skilaði 700 milljónum króna í ríkiskassann árið 2011. Ég er bara að nefna augljósustu dæmin um nýtingu Nasa. Nasa er ekki skemmtistaður, eins og svo margir halda. Nasa er ekki búlla sem lyktar af bjór. Nasa ilmar af sápulykt. Nasa er tónleika- og viðburðastaður. Alveg eins og Harpa. Hótel á þessum reit myndi gnæfa yfir timburhúsunum sem standa við Ingólfstorg eins og Hótel Godzilla. Hótelvæðing höfuðborgarinnar er farin að minna á pitsu- og vídeóleiguæðið á síðasta áratug 20. aldarinnar. Núna ætla allir að græða á túristum. Við þurfum ekki fleiri hótel í miðbæ Reykjavíkur. Við þurfum miðborg handa okkur sjálfum. Hótel Godzilla á eftir að hafa sín áhrif á aðgengi við Austurvöll, þar með talið Alþingi. Almenningur safnast saman á Austurvelli á góðviðrisdögum. Ekki Hlemmi. Austurvöllur er okkar Ráðhústorg, Times Square og Trafalgar Square. Það er sárt að gróðavon eins manns sé hafin yfir hagsmuni allra borgarbúa. Kæru borgarfulltrúar. Er það ekki rétt, að samkvæmt Feneyjasamþykkt, sem unnið er samkvæmt alls staðar í Evrópu, má ekki raska friðhelgi friðaðra húsa? Samkvæmt þessu á að taka tillit til friðaðra húsa í öllu skipulagi og uppbyggingu og það eru tvö friðuð hús þarna við hliðina á þessu fyrirhugaða hóteli. Jón Gnarr borgarstjóri sagðist í Kastjóssviðtali ekki hafa heyrt neina brilliant hugmynd um úrlausn á þessum reit. En hún er víst til. Og hér kemur hún: Ég tel að besta lausnin á þessum reit sé að leyfa Nasa að standa og halda starfsemi þess áfram. Ríki og borg eiga að kaupa þetta húsnæði og tryggja áframhaldandi lista- og menningarstarfsemi þar inni. Húsafriðunarnefnd á að friða þetta hús að innan sem utan. Restin af gamla Landsímahúsinu, sem má svo sannarlega flikka upp á og gera fallegra, verði svo notuð undir skrifstofur Alþingis. Mér skilst að þar sárvanti húsnæði. Ég skora því á Alþingi að kaupa gömlu símahúsin. Almennum skrifstofutíma lýkur á sama tíma og hljóðprufur hefjast inni á Nasa. Enginn mun trufla neinn. Borgin getur svo látið Pétur Þór Sigurðsson hafa aðra lóð undir hótelið sem hann dreymir um að byggja til að komast hjá bótakröfum. Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd, elsku borgarstjórnarmeirihluti, minnihluti og húseigandi? Mér þætti mjög vænt um að fá einhver svör, því að ég sendi ykkur bréf þar sem framangreint og meira kemur fram hinn 16. apríl sl. og það má ekki þegja þetta mál í hel. Kær kveðja, gaurinn sem hélt að þetta myndi aldrei gerast á vakt Besta flokksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar