Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar 24. maí 2012 09:15 Mennirnir tveir störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009 til síðustu áramóta. Unnu þeir þó um tíma sem verktakar hjá embættinu fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Pjetur Tveir fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Mönnunum er gefið að sök að hafa selt upplýsingar, sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir embættið, til þriðja aðila. Mennirnir, sem eru fyrrverandi lögreglumenn, unnu að rannsóknum á málum tengdum Sjóvá og Milestone hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeir létu formlega af störfum hjá embættinu um síðustu áramót og hófu þá störf sem sjálfstæðir rannsakendur. Unnu þeir í kjölfarið um tíma sem verktakar hjá embættinu og mættu til að mynda í dómsal við þingfestingu ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni 10. janúar síðastliðinn. Þar voru þeir saksóknara til aðstoðar en málið snýr að lánveitingu Glitnis til Milestone. Meðan þeir unnu sem verktakar er þeim gefið að sök að hafa látið upplýsingar sem þeir öfluðu við störf sín fyrir embættið í té þrotabúi Milestone sem greiddi félagi í þeirra eigu, PPP sf., tæplega 30 milljónir króna fyrir vinnu fyrir þrotabúið. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Fólst vinnan í það minnsta í gerð 17 blaðsíðna skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Fréttablaðið hafði í gærkvöldi samband við Guðmund sem vildi ekki ræða um málið og þá náðist ekki í Jón Óttar. Í yfirlýsingu sem embætti sérstaks saksóknara sendi frá sér í gær segir að grunsemdir hafi vaknað um brot mannanna tveggja eftir að þeir höfðu látið af störfum hjá embættinu. Skoðun embættisins hafi síðan í lok apríl leitt til kæru til ríkissaksóknara sem fari nú með rannsókn málsins. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að brotið sé litið alvarlegum augum en hafi þó ekki víðtæk áhrif á starfsemi embættisins. Hins vegar var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verjendur einstaklinga sem tengjast rannsóknum embættisins á Milestone íhugi að krefjast þess að rannsóknunum verði hætt þar sem augljóst sé að þær hafi ekki verið unnar í samræmi við lög og reglur. Meðal þeirra sem rannsóknin beinist að er Karl Wernersson sem fyrir fall Milestone var aðaleigandi félagsins. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Tveir fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Mönnunum er gefið að sök að hafa selt upplýsingar, sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir embættið, til þriðja aðila. Mennirnir, sem eru fyrrverandi lögreglumenn, unnu að rannsóknum á málum tengdum Sjóvá og Milestone hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeir létu formlega af störfum hjá embættinu um síðustu áramót og hófu þá störf sem sjálfstæðir rannsakendur. Unnu þeir í kjölfarið um tíma sem verktakar hjá embættinu og mættu til að mynda í dómsal við þingfestingu ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni 10. janúar síðastliðinn. Þar voru þeir saksóknara til aðstoðar en málið snýr að lánveitingu Glitnis til Milestone. Meðan þeir unnu sem verktakar er þeim gefið að sök að hafa látið upplýsingar sem þeir öfluðu við störf sín fyrir embættið í té þrotabúi Milestone sem greiddi félagi í þeirra eigu, PPP sf., tæplega 30 milljónir króna fyrir vinnu fyrir þrotabúið. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Fólst vinnan í það minnsta í gerð 17 blaðsíðna skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Fréttablaðið hafði í gærkvöldi samband við Guðmund sem vildi ekki ræða um málið og þá náðist ekki í Jón Óttar. Í yfirlýsingu sem embætti sérstaks saksóknara sendi frá sér í gær segir að grunsemdir hafi vaknað um brot mannanna tveggja eftir að þeir höfðu látið af störfum hjá embættinu. Skoðun embættisins hafi síðan í lok apríl leitt til kæru til ríkissaksóknara sem fari nú með rannsókn málsins. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að brotið sé litið alvarlegum augum en hafi þó ekki víðtæk áhrif á starfsemi embættisins. Hins vegar var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verjendur einstaklinga sem tengjast rannsóknum embættisins á Milestone íhugi að krefjast þess að rannsóknunum verði hætt þar sem augljóst sé að þær hafi ekki verið unnar í samræmi við lög og reglur. Meðal þeirra sem rannsóknin beinist að er Karl Wernersson sem fyrir fall Milestone var aðaleigandi félagsins. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira