Á nútíminn erindi á Bessastaði? Salka Margrét Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina. Það var fyrir nokkru sem ég gerði mér grein fyrir því að mig langar ekki til að forsetaembætti Íslands hafi þessa ímynd. Forseti Íslands á að vera einn af fólkinu – sá sami og við sem stundum gleymum að strauja skyrtuna fyrir jólaboðið. Embættið á þó á sama tíma að geta notið virðingar og trausts. Sömu gamalgrónu forsetaframbjóðendurnir hafa verið í umræðunni í áratugi og jafnframt sama ímyndin á embættinu. Mig langar í nýja sýn, ný andlit og nýja menningu. Ég vil sjá forsetaembættið nútímavæðast líkt og íslenskt samfélag hefur gert. Ég vil sjá manneskju á Bessastöðum sem ég get litið á sem fyrirmynd. Forseti á að endurspegla fólkið í landinu. Hann á að vera alþýðlegur og jarðbundinn einstaklingur. Ég vil sjá fjölbreytni; ég vil sjá ferskleika; ég vil sjá manneskju sem ég sé sem fyrirmynd mína, en ekki fjarlæga mér. Ég vil að við hugsum um þýðingu embættisins og hver ímynd þess er fyrir hvern og einn. Hvort þetta sé embætti sem við getum öll samsamað okkur við, eða bara smár kjarni. Jafnframt því að vilja sjá fyrirmynd fólksins er ég einnig sek um að vilja hafa forsetann ópólitískan. Við eigum ekki að hugsa um hvaða frambjóðandi endurspeglar okkar eigin pólitísku skoðanir. Embættið á að sameina okkur Íslendinga, í stað þess að sundra okkur í stuðningsmenn eða andstæðinga. Forseti á að vera talsmaður okkar í gleði sem sorg. Endurspeglun okkar allra. Langanir stúlku sem sullar ósjaldan á sig sósu endurspegla að sjálfsögðu ekki óskir þjóðarinnar allrar. En ég held að ég geti fullyrt að okkur Íslendingum öllum þykir lýðræðið sem við fengum í vöggugjöf mikils virði, og ekki skal setja á það verðmiða. Ef nýta á lýðræðið sem við erum svo heppin að hafa þá þarf regluleg valdaskipti - breytingar. Að mínu mati þarf nýja sýn og nýjan forseta, í takt við nútímann. Ég mun velja þann frambjóðanda sem höfðar til mín; frambjóðanda sem er samnefnari fyrir nútíma Íslendinginn og er upphafið að nýrri og ferskri framtíð þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina. Það var fyrir nokkru sem ég gerði mér grein fyrir því að mig langar ekki til að forsetaembætti Íslands hafi þessa ímynd. Forseti Íslands á að vera einn af fólkinu – sá sami og við sem stundum gleymum að strauja skyrtuna fyrir jólaboðið. Embættið á þó á sama tíma að geta notið virðingar og trausts. Sömu gamalgrónu forsetaframbjóðendurnir hafa verið í umræðunni í áratugi og jafnframt sama ímyndin á embættinu. Mig langar í nýja sýn, ný andlit og nýja menningu. Ég vil sjá forsetaembættið nútímavæðast líkt og íslenskt samfélag hefur gert. Ég vil sjá manneskju á Bessastöðum sem ég get litið á sem fyrirmynd. Forseti á að endurspegla fólkið í landinu. Hann á að vera alþýðlegur og jarðbundinn einstaklingur. Ég vil sjá fjölbreytni; ég vil sjá ferskleika; ég vil sjá manneskju sem ég sé sem fyrirmynd mína, en ekki fjarlæga mér. Ég vil að við hugsum um þýðingu embættisins og hver ímynd þess er fyrir hvern og einn. Hvort þetta sé embætti sem við getum öll samsamað okkur við, eða bara smár kjarni. Jafnframt því að vilja sjá fyrirmynd fólksins er ég einnig sek um að vilja hafa forsetann ópólitískan. Við eigum ekki að hugsa um hvaða frambjóðandi endurspeglar okkar eigin pólitísku skoðanir. Embættið á að sameina okkur Íslendinga, í stað þess að sundra okkur í stuðningsmenn eða andstæðinga. Forseti á að vera talsmaður okkar í gleði sem sorg. Endurspeglun okkar allra. Langanir stúlku sem sullar ósjaldan á sig sósu endurspegla að sjálfsögðu ekki óskir þjóðarinnar allrar. En ég held að ég geti fullyrt að okkur Íslendingum öllum þykir lýðræðið sem við fengum í vöggugjöf mikils virði, og ekki skal setja á það verðmiða. Ef nýta á lýðræðið sem við erum svo heppin að hafa þá þarf regluleg valdaskipti - breytingar. Að mínu mati þarf nýja sýn og nýjan forseta, í takt við nútímann. Ég mun velja þann frambjóðanda sem höfðar til mín; frambjóðanda sem er samnefnari fyrir nútíma Íslendinginn og er upphafið að nýrri og ferskri framtíð þjóðarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun