Á nútíminn erindi á Bessastaði? Salka Margrét Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina. Það var fyrir nokkru sem ég gerði mér grein fyrir því að mig langar ekki til að forsetaembætti Íslands hafi þessa ímynd. Forseti Íslands á að vera einn af fólkinu – sá sami og við sem stundum gleymum að strauja skyrtuna fyrir jólaboðið. Embættið á þó á sama tíma að geta notið virðingar og trausts. Sömu gamalgrónu forsetaframbjóðendurnir hafa verið í umræðunni í áratugi og jafnframt sama ímyndin á embættinu. Mig langar í nýja sýn, ný andlit og nýja menningu. Ég vil sjá forsetaembættið nútímavæðast líkt og íslenskt samfélag hefur gert. Ég vil sjá manneskju á Bessastöðum sem ég get litið á sem fyrirmynd. Forseti á að endurspegla fólkið í landinu. Hann á að vera alþýðlegur og jarðbundinn einstaklingur. Ég vil sjá fjölbreytni; ég vil sjá ferskleika; ég vil sjá manneskju sem ég sé sem fyrirmynd mína, en ekki fjarlæga mér. Ég vil að við hugsum um þýðingu embættisins og hver ímynd þess er fyrir hvern og einn. Hvort þetta sé embætti sem við getum öll samsamað okkur við, eða bara smár kjarni. Jafnframt því að vilja sjá fyrirmynd fólksins er ég einnig sek um að vilja hafa forsetann ópólitískan. Við eigum ekki að hugsa um hvaða frambjóðandi endurspeglar okkar eigin pólitísku skoðanir. Embættið á að sameina okkur Íslendinga, í stað þess að sundra okkur í stuðningsmenn eða andstæðinga. Forseti á að vera talsmaður okkar í gleði sem sorg. Endurspeglun okkar allra. Langanir stúlku sem sullar ósjaldan á sig sósu endurspegla að sjálfsögðu ekki óskir þjóðarinnar allrar. En ég held að ég geti fullyrt að okkur Íslendingum öllum þykir lýðræðið sem við fengum í vöggugjöf mikils virði, og ekki skal setja á það verðmiða. Ef nýta á lýðræðið sem við erum svo heppin að hafa þá þarf regluleg valdaskipti - breytingar. Að mínu mati þarf nýja sýn og nýjan forseta, í takt við nútímann. Ég mun velja þann frambjóðanda sem höfðar til mín; frambjóðanda sem er samnefnari fyrir nútíma Íslendinginn og er upphafið að nýrri og ferskri framtíð þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina. Það var fyrir nokkru sem ég gerði mér grein fyrir því að mig langar ekki til að forsetaembætti Íslands hafi þessa ímynd. Forseti Íslands á að vera einn af fólkinu – sá sami og við sem stundum gleymum að strauja skyrtuna fyrir jólaboðið. Embættið á þó á sama tíma að geta notið virðingar og trausts. Sömu gamalgrónu forsetaframbjóðendurnir hafa verið í umræðunni í áratugi og jafnframt sama ímyndin á embættinu. Mig langar í nýja sýn, ný andlit og nýja menningu. Ég vil sjá forsetaembættið nútímavæðast líkt og íslenskt samfélag hefur gert. Ég vil sjá manneskju á Bessastöðum sem ég get litið á sem fyrirmynd. Forseti á að endurspegla fólkið í landinu. Hann á að vera alþýðlegur og jarðbundinn einstaklingur. Ég vil sjá fjölbreytni; ég vil sjá ferskleika; ég vil sjá manneskju sem ég sé sem fyrirmynd mína, en ekki fjarlæga mér. Ég vil að við hugsum um þýðingu embættisins og hver ímynd þess er fyrir hvern og einn. Hvort þetta sé embætti sem við getum öll samsamað okkur við, eða bara smár kjarni. Jafnframt því að vilja sjá fyrirmynd fólksins er ég einnig sek um að vilja hafa forsetann ópólitískan. Við eigum ekki að hugsa um hvaða frambjóðandi endurspeglar okkar eigin pólitísku skoðanir. Embættið á að sameina okkur Íslendinga, í stað þess að sundra okkur í stuðningsmenn eða andstæðinga. Forseti á að vera talsmaður okkar í gleði sem sorg. Endurspeglun okkar allra. Langanir stúlku sem sullar ósjaldan á sig sósu endurspegla að sjálfsögðu ekki óskir þjóðarinnar allrar. En ég held að ég geti fullyrt að okkur Íslendingum öllum þykir lýðræðið sem við fengum í vöggugjöf mikils virði, og ekki skal setja á það verðmiða. Ef nýta á lýðræðið sem við erum svo heppin að hafa þá þarf regluleg valdaskipti - breytingar. Að mínu mati þarf nýja sýn og nýjan forseta, í takt við nútímann. Ég mun velja þann frambjóðanda sem höfðar til mín; frambjóðanda sem er samnefnari fyrir nútíma Íslendinginn og er upphafið að nýrri og ferskri framtíð þjóðarinnar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun