Um vald forsetans Finnur Torfi Stefánsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Margt bendir til að vandi okkar Íslendinga um þessar mundir sé ekki síður menningarlegur en fjárhagslegur. Til þess benda m.a. umræður manna um völd forseta Íslands. Allt frá lýðveldisstofnun hafa forsetar hagað sér eins og þeir væru með öllu valdalausir, ef frá eru tekin áhrif þeirra við myndun ríkisstjórna. Nú á síðustu árum virðist forsetinn allt í einu kominn með vald til þess að neita að undirrita lagafrumvörp að vild sinni auk þess sem ýmsir virðast telja hann hafa enn víðtækari völd. Þetta hefur gerst án þess að stjórnarskrá sé breytt með löglegum hætti og án þess að dómstólar dæmi þar um. Lýðskrum og skapandi lagatúlkun er látið duga. Þegar þjóð setur sér stjórnarskrá er það höfuðviðfangsefni að tryggja að eftir stjórnarskránni sé farið. Leið í þessari viðleitni, sem margar Evrópuþjóðir hafa farið, er að nota persónu þjóðhöfðingja til þess að skapa stjórnarfarinu virðingu og traust, í þeirri vitneskju að persónur skipta flest fólk meira máli en réttindaskrár. Í okkar stjórnskipun er þetta hlutverk forsetans. Hann er kjörinn af allri þjóðinni með jöfnum kosningarétti og er sameiningartákn hennar. Nánast öll völd ríkisins eru með beinum eða óbeinum hætti lögð í hendur honum, en einungis að formi til. Þrjár greinar stjórnarskrárinnar gera honum skylt að leggja öll völd sín í hendur ráðherrum ríkisstjórnar. Þessar þrjár greinar hafa bæði lærðir og leikir kosið að leggja til hliðar í skrifum og umræðum síðustu ára og láta eins og þær séu ekki til. Er óhjákvæmilegt að ræða þær. 11. grein 1. mgr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá sem störfum hans gegna." Það er grundvallarregla í okkar rétti að völdum fylgi ábyrgð. Sá sem ekki ber ábyrgð hefur ekki völd. Þessi grein mælir fyrir um almennt valdaleysi forsetans. Hún er skýr og ótvíræð og verður ekki fram hjá henni gengið. 13. grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík." Þessi grein er ekki síður skýr og ótvíræð. Hér er engin undantekning gerð, hvorki um 26. gr., sem fjallar um þjóðaratkvæði, né aðrar greinar stjórnarskrárinnar. Fram hjá þessu beina ákvæði verður ekki gengið nema með því að brjóta það. Upphaf 14. greinar stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum." Til þess að taka af öll tvímæli lætur stjórnarskráin ekki duga að segja ráðherra fara með vald forsetans, heldur einnig tekið fram að ráðherra beri ábyrgðina: Er það í samræmi við grundvallarregluna um að saman fari völd og ábyrgð. Má segja að stjórnarskráin noti bæði belti og axlabönd er til þess kemur að svipta forsetann öllum raunverulegum völdum og skilja hann eftir með hin formlegu völd og hið mikilvæga hlutverk að stuðla að virðingu manna fyrir stjórnskipun ríkisins. Stjórnarskráin er ekki tilbúningur nokkurra manna sem af tilviljun komu saman um miðja síðustu öld, heldur er hún afrakstur aldalangrar þróunar Evrópu sem rekja má aftur til Forngrikkja að minnsta kosti. Hún kann að virðast flókin við fyrstu sýn en getur orðið öllu læsu fólki augljós með lítilli fyrirhöfn. Stjórnkerfið sem hún mælir fyrir um er það fullkomnasta sem völ er á og menningarlegt afrek út af fyrir sig. Hitt er annað mál að hin besta stjórnarskrá kemur fyrir lítið ef menn vilja ekki fara eftir henni og nenna ekki að kynna sér efni hennar. Hér er ábyrgð löglærðra manna og annarra sem teljast hafa sérþekkingu á stjórnarfarsmálefnum stærst, því þeirra er öðrum framar skyldan að verja þessi verðmæti. Ýmsir virðast gera því skóna að forsetaræði sé betra en það þingræði sem við höfum búið við og stjörnuljómi virðist kunna að ljóma um valdamikinn forseta. Sú dýrð er dýru verði keypt og mætti skrifa um það langt mál. Aðeins tvennt skal nefnt. Óhjákvæmilegur fylgifiskur forsetaræðis eru stöðug átök milli forseta og þings, sem iðulega leiða til þráteflis sem stöðvar allar framkvæmdir. Þetta hafa menn fyrir augunum m.a. í því mikla lýðræðisríki Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar sem menn hafa árum saman ekki einu sinni getað komið sér saman um lögbundnar greiðslur alríkisins og hvorki skorið niður né lagt á skatta. Annað sem nefna má er að forsetaræði skortir sveigjanleika þingræðisins. Hér á landi er unnt að skipta um ríkisstjórn hvenær sem er á kjörtímabili ef mönnum sýnist svo. Forsetann sitja menn uppi með allt kjörtímabilið hvað sem á gengur og gerir þetta það að verkum að forseti verður sem því nemur óháðari þjóðarviljanum. Rétt er að taka fram að höfundur þessa pistils er ekki einn um þær skoðanir sem hér er lýst um stjórnarskrána. Nær er að segja að þetta hafi verið hin almenna skoðun lögfræðinga allt fram til þess að sú menningarlega kreppa sem við Íslendingar eigum nú við að stríða fór að láta á sér kræla. Má t.d. benda á mjög skilmerkilega grein, sem Þór Vilhjálmsson, fv. prófessor og hæstaréttardómari, skrifaði um það leyti sem darraðardansinn var að hefjast, þar sem þessi sjónarmið eru túlkuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Margt bendir til að vandi okkar Íslendinga um þessar mundir sé ekki síður menningarlegur en fjárhagslegur. Til þess benda m.a. umræður manna um völd forseta Íslands. Allt frá lýðveldisstofnun hafa forsetar hagað sér eins og þeir væru með öllu valdalausir, ef frá eru tekin áhrif þeirra við myndun ríkisstjórna. Nú á síðustu árum virðist forsetinn allt í einu kominn með vald til þess að neita að undirrita lagafrumvörp að vild sinni auk þess sem ýmsir virðast telja hann hafa enn víðtækari völd. Þetta hefur gerst án þess að stjórnarskrá sé breytt með löglegum hætti og án þess að dómstólar dæmi þar um. Lýðskrum og skapandi lagatúlkun er látið duga. Þegar þjóð setur sér stjórnarskrá er það höfuðviðfangsefni að tryggja að eftir stjórnarskránni sé farið. Leið í þessari viðleitni, sem margar Evrópuþjóðir hafa farið, er að nota persónu þjóðhöfðingja til þess að skapa stjórnarfarinu virðingu og traust, í þeirri vitneskju að persónur skipta flest fólk meira máli en réttindaskrár. Í okkar stjórnskipun er þetta hlutverk forsetans. Hann er kjörinn af allri þjóðinni með jöfnum kosningarétti og er sameiningartákn hennar. Nánast öll völd ríkisins eru með beinum eða óbeinum hætti lögð í hendur honum, en einungis að formi til. Þrjár greinar stjórnarskrárinnar gera honum skylt að leggja öll völd sín í hendur ráðherrum ríkisstjórnar. Þessar þrjár greinar hafa bæði lærðir og leikir kosið að leggja til hliðar í skrifum og umræðum síðustu ára og láta eins og þær séu ekki til. Er óhjákvæmilegt að ræða þær. 11. grein 1. mgr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá sem störfum hans gegna." Það er grundvallarregla í okkar rétti að völdum fylgi ábyrgð. Sá sem ekki ber ábyrgð hefur ekki völd. Þessi grein mælir fyrir um almennt valdaleysi forsetans. Hún er skýr og ótvíræð og verður ekki fram hjá henni gengið. 13. grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík." Þessi grein er ekki síður skýr og ótvíræð. Hér er engin undantekning gerð, hvorki um 26. gr., sem fjallar um þjóðaratkvæði, né aðrar greinar stjórnarskrárinnar. Fram hjá þessu beina ákvæði verður ekki gengið nema með því að brjóta það. Upphaf 14. greinar stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum." Til þess að taka af öll tvímæli lætur stjórnarskráin ekki duga að segja ráðherra fara með vald forsetans, heldur einnig tekið fram að ráðherra beri ábyrgðina: Er það í samræmi við grundvallarregluna um að saman fari völd og ábyrgð. Má segja að stjórnarskráin noti bæði belti og axlabönd er til þess kemur að svipta forsetann öllum raunverulegum völdum og skilja hann eftir með hin formlegu völd og hið mikilvæga hlutverk að stuðla að virðingu manna fyrir stjórnskipun ríkisins. Stjórnarskráin er ekki tilbúningur nokkurra manna sem af tilviljun komu saman um miðja síðustu öld, heldur er hún afrakstur aldalangrar þróunar Evrópu sem rekja má aftur til Forngrikkja að minnsta kosti. Hún kann að virðast flókin við fyrstu sýn en getur orðið öllu læsu fólki augljós með lítilli fyrirhöfn. Stjórnkerfið sem hún mælir fyrir um er það fullkomnasta sem völ er á og menningarlegt afrek út af fyrir sig. Hitt er annað mál að hin besta stjórnarskrá kemur fyrir lítið ef menn vilja ekki fara eftir henni og nenna ekki að kynna sér efni hennar. Hér er ábyrgð löglærðra manna og annarra sem teljast hafa sérþekkingu á stjórnarfarsmálefnum stærst, því þeirra er öðrum framar skyldan að verja þessi verðmæti. Ýmsir virðast gera því skóna að forsetaræði sé betra en það þingræði sem við höfum búið við og stjörnuljómi virðist kunna að ljóma um valdamikinn forseta. Sú dýrð er dýru verði keypt og mætti skrifa um það langt mál. Aðeins tvennt skal nefnt. Óhjákvæmilegur fylgifiskur forsetaræðis eru stöðug átök milli forseta og þings, sem iðulega leiða til þráteflis sem stöðvar allar framkvæmdir. Þetta hafa menn fyrir augunum m.a. í því mikla lýðræðisríki Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar sem menn hafa árum saman ekki einu sinni getað komið sér saman um lögbundnar greiðslur alríkisins og hvorki skorið niður né lagt á skatta. Annað sem nefna má er að forsetaræði skortir sveigjanleika þingræðisins. Hér á landi er unnt að skipta um ríkisstjórn hvenær sem er á kjörtímabili ef mönnum sýnist svo. Forsetann sitja menn uppi með allt kjörtímabilið hvað sem á gengur og gerir þetta það að verkum að forseti verður sem því nemur óháðari þjóðarviljanum. Rétt er að taka fram að höfundur þessa pistils er ekki einn um þær skoðanir sem hér er lýst um stjórnarskrána. Nær er að segja að þetta hafi verið hin almenna skoðun lögfræðinga allt fram til þess að sú menningarlega kreppa sem við Íslendingar eigum nú við að stríða fór að láta á sér kræla. Má t.d. benda á mjög skilmerkilega grein, sem Þór Vilhjálmsson, fv. prófessor og hæstaréttardómari, skrifaði um það leyti sem darraðardansinn var að hefjast, þar sem þessi sjónarmið eru túlkuð.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun