Rússar taka undir ásakanir 29. maí 2012 05:00 Börn í Sýrlandi halda á lofti teiknimynd af Assad forseta, sem sýndur er baða sig í bláum hjálmi friðargæsluliða meðan Kofi Annan hellir blóði út í baðið.nordicphotos/AFP Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. Rússar stóðu á sunnudag að yfirlýsingu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem manndrápin í Houla eru harðlega fordæmd og fullyrt að árásir stjórnarhersins á íbúðahverfi hafi átt hlut að máli. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar hafa tekið undir ásakanir á hendur stjórnarher Basher al Assads forseta, og Lavrov utanríkisráðherra ítrekaði þær ásakanir í gær. Hann tók þó jafnframt skýrt fram að uppreisnarmenn ættu einnig hlut að blóðbaðinu í Houla. ?Þetta svæði er á valdi uppreisnarmanna, en það er einnig umkringt af stjórnarhernum,? sagði Lavrov í Bretlandi í gær, þar sem hann átti fund með William Hague utanríkisráðherra. Hann sagði Rússa ekki styðja Sýrlandsstjórn sérstaklega í þessari deilu, heldur styðji Rússar fyrst og fremst friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Hann hvatti jafnt stjórnarherinn sem uppreisnarmenn til að virða vopnahlé, eins og þeir hafa sjálfir heitið að gera. ?Það er rétt, eins og Lavrov hefur gert, að skora á alla að leggja niður vopn,? sagði Hague, ?og við erum ekki að halda því fram að allt ofbeldið í Sýrlandi sé á ábyrgð stjórnar Assads, þótt hún beri mestu ábyrgðina á ofbeldinu?. Sameinuðu þjóðirnar telja að manndrápin í Houla hafi kostað að minnsta kosti 108 manns lífið, þar af 49 börn og tugi kvenna. Kínverjar, sem rétt eins og Rússar hafa ekki tekið undir ásakanir á hendur stjórn Assads, fordæmdu einnig í gær drápin í Houla á föstudag og lýstu yfir stuðningi við friðaráætlun Sameinuðu þjóðarinnar, en gáfu ekkert í skyn um að afstaða þeirra til stjórnar Assads hafi breyst. Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, skoraði í gær á alla Sýrlendinga, ?hvern einasta einstakling sem vopnaður er byssu,? að leggja niður vopn. Þetta sagði Annan þegar hann kom til Sýrlands í gær til viðræðna við Basher al Assad forseta og aðra háttsetta ráðamenn. Það er Assad sem fékk það verkefni að fylgja friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna eftir en hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn virðast hafa sýnt minnstu viðleitni til að standa við loforð um að leggja niður vopn. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. Rússar stóðu á sunnudag að yfirlýsingu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem manndrápin í Houla eru harðlega fordæmd og fullyrt að árásir stjórnarhersins á íbúðahverfi hafi átt hlut að máli. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar hafa tekið undir ásakanir á hendur stjórnarher Basher al Assads forseta, og Lavrov utanríkisráðherra ítrekaði þær ásakanir í gær. Hann tók þó jafnframt skýrt fram að uppreisnarmenn ættu einnig hlut að blóðbaðinu í Houla. ?Þetta svæði er á valdi uppreisnarmanna, en það er einnig umkringt af stjórnarhernum,? sagði Lavrov í Bretlandi í gær, þar sem hann átti fund með William Hague utanríkisráðherra. Hann sagði Rússa ekki styðja Sýrlandsstjórn sérstaklega í þessari deilu, heldur styðji Rússar fyrst og fremst friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Hann hvatti jafnt stjórnarherinn sem uppreisnarmenn til að virða vopnahlé, eins og þeir hafa sjálfir heitið að gera. ?Það er rétt, eins og Lavrov hefur gert, að skora á alla að leggja niður vopn,? sagði Hague, ?og við erum ekki að halda því fram að allt ofbeldið í Sýrlandi sé á ábyrgð stjórnar Assads, þótt hún beri mestu ábyrgðina á ofbeldinu?. Sameinuðu þjóðirnar telja að manndrápin í Houla hafi kostað að minnsta kosti 108 manns lífið, þar af 49 börn og tugi kvenna. Kínverjar, sem rétt eins og Rússar hafa ekki tekið undir ásakanir á hendur stjórn Assads, fordæmdu einnig í gær drápin í Houla á föstudag og lýstu yfir stuðningi við friðaráætlun Sameinuðu þjóðarinnar, en gáfu ekkert í skyn um að afstaða þeirra til stjórnar Assads hafi breyst. Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, skoraði í gær á alla Sýrlendinga, ?hvern einasta einstakling sem vopnaður er byssu,? að leggja niður vopn. Þetta sagði Annan þegar hann kom til Sýrlands í gær til viðræðna við Basher al Assad forseta og aðra háttsetta ráðamenn. Það er Assad sem fékk það verkefni að fylgja friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna eftir en hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn virðast hafa sýnt minnstu viðleitni til að standa við loforð um að leggja niður vopn. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira