Hugljúfur Hemingway Elísabet Brekkan skrifar 5. júní 2012 10:00 Sýningin Gamli maðurinn og hafið er afar vel heppnuð. Leikhús. Gamli maðurinn og hafið. Handrit og brúðugerð, sviðsmynd og flutningur: Bernd Ogrodnik; Sögumaður: Egill Ólafsson; Leikraddir: Egill Ólafsson og Valgeir Skagfjörð; Sviðsmynd og leikmunir: Frosti Friðriksson, Högni Sigurþórsson og Bernd Ogrodnik; Ljósahönnun: Lárus Björnsson; Hjóðupptaka Halldór Bjarnason. Sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Í Kúlunni, minnsta sviðssal Þjóðleikhússins, var á dögunum frumsýnt íðilfallegt verk. Hinn snjalli brúðulistamaður Bernd Ogrodnik hefur enn og aftur dottið niður á góða frásögn sem smellur að aðferðum hans við sína listsköpun. Í agnarlitlu þorpi á suðrænum slóðum hanga nokkur hvítkölkuð hús á sjávarkambi, fyrir utan er hafið endalaust, stórt og magnað. Inni í einu þessara litlu húsa býr hann, þessi maður sem leggst til atlögu við stóra og kannski stærsta fiskinn í sjónum. Hemingway segir söguna og flest höfum við lesið hana, heillast af henni en kannski ekki alveg botnað í mikilfengleik hennar. Ætli það sé ekki einfaldlega baráttan, drepur þú mig eða drep ég þig, eða eins og tilvitnun úr bókinni hljómar: „Maðurinn er ekki gerður til að bíða ósigur. Það er hægt að granda manni en ekki sigra hann.“ Listamaðurinn Bernd Ogrodnik kemur með töfratrommu sem flytur okkur inn í storm einhvers staðar úti á hafi og með því að bregða henni upp fáum við í ljósinu fyrst að sjá gamla manninn í bátnum sínum. Gamli maðurinn birtist okkur í mismunandi stærðum. Sá agnarlitli rær og er heillandi að sjá hvernig þreytulegar hreyfingar gamals manns skila sér í rykkjóttu togi og tini eins og gömlum mönnum er tamt. Lýsingin sem Lárus Björnsson á heiðurinn af gerði nú heldur ekki lítið til þess að lyfta áhorfendum inn í þetta ævintýri, sama má segja um öll hljóð hvort sem þau voru frá hvissandi öldum eða gargandi máfum. Egill Ólafsson sagði okkur söguna með djúpri fullorðinslegri og rólegri röddu, og sömuleiðis fór hann með hlutverk Santiagos með rólyndi sem aðalsmerki. Ungur Valgeir Skagfjörð léði drengum Manolin rödd sína, sakleysislega og tæra, og skapaði góða andstöðu við hina reynslumiklu rödd hins gamla. Það er óhætt að segja að hvert einasta atriði er unnið af alúð, hæfileika og virðingu fyrir verkinu sem og áhorfendum. Bernd Ogrodnik er einstakur á þessu sviði á Íslandi. Það er nú varla hægt að státa sig af því að þau menningarmál er varða metnaðarfullt starf í þágu barna séu mörg eða mikil. Því er það synd og hreinlega skömm að svo góður listamaður geti ekki fengið að dafna hérlendis, en fram hefur komið að Bernd Ogrodnik starfar nú við listiðkun sína í Kanada. Nær væri nú að rétta honum listamannalaun og gera hann að Borgarlistamanni. Hér færir hann okkur fullorðna fólkinu heillandi sýningu á klassísku bókmenntaverki, en það er víst alveg öruggt að hún mun einnig heilla börn. Niðurstaða: Einkar hugljúft, fallegt og heilsteypt sjónlistaverk. Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús. Gamli maðurinn og hafið. Handrit og brúðugerð, sviðsmynd og flutningur: Bernd Ogrodnik; Sögumaður: Egill Ólafsson; Leikraddir: Egill Ólafsson og Valgeir Skagfjörð; Sviðsmynd og leikmunir: Frosti Friðriksson, Högni Sigurþórsson og Bernd Ogrodnik; Ljósahönnun: Lárus Björnsson; Hjóðupptaka Halldór Bjarnason. Sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Í Kúlunni, minnsta sviðssal Þjóðleikhússins, var á dögunum frumsýnt íðilfallegt verk. Hinn snjalli brúðulistamaður Bernd Ogrodnik hefur enn og aftur dottið niður á góða frásögn sem smellur að aðferðum hans við sína listsköpun. Í agnarlitlu þorpi á suðrænum slóðum hanga nokkur hvítkölkuð hús á sjávarkambi, fyrir utan er hafið endalaust, stórt og magnað. Inni í einu þessara litlu húsa býr hann, þessi maður sem leggst til atlögu við stóra og kannski stærsta fiskinn í sjónum. Hemingway segir söguna og flest höfum við lesið hana, heillast af henni en kannski ekki alveg botnað í mikilfengleik hennar. Ætli það sé ekki einfaldlega baráttan, drepur þú mig eða drep ég þig, eða eins og tilvitnun úr bókinni hljómar: „Maðurinn er ekki gerður til að bíða ósigur. Það er hægt að granda manni en ekki sigra hann.“ Listamaðurinn Bernd Ogrodnik kemur með töfratrommu sem flytur okkur inn í storm einhvers staðar úti á hafi og með því að bregða henni upp fáum við í ljósinu fyrst að sjá gamla manninn í bátnum sínum. Gamli maðurinn birtist okkur í mismunandi stærðum. Sá agnarlitli rær og er heillandi að sjá hvernig þreytulegar hreyfingar gamals manns skila sér í rykkjóttu togi og tini eins og gömlum mönnum er tamt. Lýsingin sem Lárus Björnsson á heiðurinn af gerði nú heldur ekki lítið til þess að lyfta áhorfendum inn í þetta ævintýri, sama má segja um öll hljóð hvort sem þau voru frá hvissandi öldum eða gargandi máfum. Egill Ólafsson sagði okkur söguna með djúpri fullorðinslegri og rólegri röddu, og sömuleiðis fór hann með hlutverk Santiagos með rólyndi sem aðalsmerki. Ungur Valgeir Skagfjörð léði drengum Manolin rödd sína, sakleysislega og tæra, og skapaði góða andstöðu við hina reynslumiklu rödd hins gamla. Það er óhætt að segja að hvert einasta atriði er unnið af alúð, hæfileika og virðingu fyrir verkinu sem og áhorfendum. Bernd Ogrodnik er einstakur á þessu sviði á Íslandi. Það er nú varla hægt að státa sig af því að þau menningarmál er varða metnaðarfullt starf í þágu barna séu mörg eða mikil. Því er það synd og hreinlega skömm að svo góður listamaður geti ekki fengið að dafna hérlendis, en fram hefur komið að Bernd Ogrodnik starfar nú við listiðkun sína í Kanada. Nær væri nú að rétta honum listamannalaun og gera hann að Borgarlistamanni. Hér færir hann okkur fullorðna fólkinu heillandi sýningu á klassísku bókmenntaverki, en það er víst alveg öruggt að hún mun einnig heilla börn. Niðurstaða: Einkar hugljúft, fallegt og heilsteypt sjónlistaverk.
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira