Hannes Bjarnason: Ætlar ekki nakinn niður Laugaveg fyrir athygli 3. júní 2012 14:30 Bjartsýnn maður að náttúru Það kom Hannesi ekkert á óvart að hann mældist með lítið fylgi í síðustu skoðanakönnunum. Hann segir bjartsýnina vera honum eðlislæg og enn geti allt gerst þar sem stór hluti þjóðarinnar eigi enn eftir að ákveða sig. Mynd/Charlotte Kvalvik Einungis þrír af þeim 1.500 sem voru spurðir í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 nefndu nafn þitt sem næsta forseta Íslands. Ertu með raunverulegar væntingar til þess í dag að komast á Bessastaði? „Já, ég vona það áfram. En það kemur mér ekkert á óvart að ég sé ekki með neitt fylgi. Þið verðið að átta ykkur á því að ég var að koma fram í fyrsta sinn í sjónvarpi nú í vikunni. Það eina sem er búið að vera í fréttum af mér er varðandi undirskriftir. Og því er kærkomið fyrir mig að tala við blaðamenn sem vilja spjalla við mig. Fyrir það fyrsta veit fólk ekki að ég er til og enn síður fyrir hvaða málefni ég stend. En þetta er aðeins að koma fram núna og þá á þetta eftir að snúast. Svo er annað mál hvort það snúist nægilega mikið til þess að ég verði forseti. En þetta á eftir að snúast. Töluvert mikið." En er ekki knappur tími að snúa hug þjóðarinnar þar sem forsetakosningarnar eru eftir mánuð? „Í rauninni ekki. Því við verðum líka að átta okkur á því að ég er að bjóða fram krafta mína í þágu þjóðarinnar." En eru ekki allir frambjóðendurnir að því? „Jú, vissulega. Margir virðast vera þannig að þeir vilja komast á Bessastaði. En svo ég noti orð Ólafs Ragnars: „Ég móðgast ekkert þó fólk kjósi mig ekki sem forseta." Ég vil bjóða fram krafta mína og svo velur þjóðin sér forseta og það er hið besta mál. Þegar við lögðum upp í þetta á sínum tíma reiknuðum við með því að ég mundi sennilega ekki mælast með neitt fylgi til að byrja með í neinum skoðanakönnunum fyrr en um miðjan júní. Mikill hluti þjóðarinnar er enn óákveðinn." Ætlar ekki nakinn niður LaugavegHvað ætlarðu að gera til að láta fólk hætta við að kjósa hina frambjóðendurna og kjósa þig? „Ég er gjörsamlega óþekktur og það vekur furðu mína að fólk sé löngu búið að ákveða sig hvað það ætlar að kjósa án þess að nokkur frambjóðandi sé vart búinn að opna munninn. Ég get skilið það í tilviki Ólafs þar sem fólk er búið að fylgjast með honum í sextán ár. Og Ástþór er búinn að vera lengi að og er að miklum hluta með sín baráttumál ennþá. Þó er ég ekki að gagnrýna það, það vekur bara furðu mína." Það er væntanlega vegna þess að fólkið er þekkt? „Já, en eins og í tilviki Þóru þá hefur hún unnið í sjónvarpinu sem spurningakona. Andlit hennar er vissulega þekkt. Og maðurinn hennar er vissulega þekktur líka." Það verður ekki horft framhjá því að þú ert með minnst fylgi af öllum frambjóðendum samkvæmt skoðanakönnunum. Þú þarft væntanlega að stíga stærri skref en hinir sem eru að mælast með hvað mest fylgi? „Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að fara að segja mér að hlaupa nakinn niður Laugaveginn eða eitthvað svoleiðis?" Nei, nei, þó þú mundir vissulega fá umfjöllun út á það. En ertu með eitthvað uppi í erminni til að láta þjóðina kjósa þig? „Nei. Og ef ég væri með eitthvað uppi í erminni þá mundi ég nú ekki segja þér það núna. En við sjáum til hvort við fáum fylgi um miðjan júní, því þá verð ég bara assgoti góður. En ég vil árétta að öll hin sem eru í framboði eru meira og minna þekkt." Nema Jón Lárusson. Hefurðu óskað eftir stuðningsyfirlýsingu frá honum eftir að hann dró framboð sitt til baka? „Nei. En ég hringdi í hann þegar hann tilkynnti það og ég sagði honum að mér þætti það leitt. Af því að það er að mínu mati gott ef hans rödd hefði komist áfram. Ég tjáði honum að mín skoðun væri sú að hann hefði orðið fyrir barðinu á þessu fjölmiðlaveldi öllu hérna á Íslandi. Og þó ég hafi ekki verið sammála hans skoðunum fannst mér það mjög leitt. Við áttum ljómandi gott símtal. En ég óskaði ekki eftir stuðningi því ég hef trú á því að það sé hægt að vinna fyrir framboðinu, en ekki vera borinn fram." Með kosningaskrifstofu á hjólumHvað finnst þér um ákvörðun Stöðvar 2 um að bjóða einungis Ólafi og Þóru í kappræður? „Mér finnst það eiginlega alveg frábært í ljósi lýðræðis- og tjáningarfrelsisumræðunnar í landinu í dag. Þetta er mjög lítið ígrunduð ákvörðun hjá Stöð 2 og mér finnst rökin með henni ekki halda vatni." Þú segir að þú viljir leggja hönd á plóg og bæta samfélagið. Það eru margir sem vilja það, en fáum dettur í hug að bjóða sig fram til forseta, heldur fara aðrar leiðir. Hvað gerði það að verkum að þú byrjaðir ekki „smærra". „Það er búið að blunda í mér í nokkurn tíma að koma að uppbyggingu Íslands síðan hrunið varð. Ég kíkti á þann möguleika að hella mér út í pólitík." Með hvaða flokki? „Engum. Það var málið. Ég fann ekki þann flokk sem samsvaraði mínu áliti. Þess vegna varð ekkert úr því." Aðhyllistu engan stjórnmálaflokk frekar en annan? „Nei. Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði og afi minn var þar mikill kaupfélagsmaður. Pabbi minn var mikill framsóknarmaður og ég elst upp í því umhverfi. Og kaus Framsóknarflokkinn hér áður fyrr. En svo finnst mér gerast eitthvað í flokknum þegar það verða formannsskipti, þegar Steingrímur Hermannsson hættir og Halldór Ásgrímsson tekur við, svo ég hætti að styðja hann. Ég hef verið ópólitískur síðan." En margir hafa hætt að styðja Framsóknarflokkinn, sem og aðra flokka, og fara þá í aðrar stjórnmálahreyfingar, jafnvel stofna sínar eigin. Kom það ekkert upp í þér? „Nei. Pólitíkin var ekki minn vettvangur. Fólk hefur spurt mig gagnrýnið hvort ég haldi að ég sé bara einhver riddari á hvítum hesti frá Noregi og ætli að bjarga Íslandi. Að ég hafi ekki búið hér lengi og viti því ekki hvernig hlutirnir hafi þróast. En því fer fjarri. Ég er með lán frá íslenskum banka og veit hvernig þau hafa vaxið. Ég er búinn að fylgjast vel með málum á Íslandi allan tímann, en ég er ekki kominn til að bjarga neinu frá neinu. En fjarlægð mín gerir það að verkum að ég er ekki með hagsmunatengsl við neinn eða neitt. Ég er ótengdur pólitíkinni, hagsmunaöflum og fjármagnsöflum. Ég hef enga styrki fengið, þó ég hafi sótt um hjá hátt í 40 fyrirtækjum. En þessi barátta er forréttindi og ég hef lært mikið af henni. Svo finnst börnunum okkar þetta líka gaman. Þú sérð kosningaskrifstofuna hér út um gluggann – hún er á fjórum hjólum. Í henni er fjölskylda mín og við erum ekki með neitt annað fólk í kringum okkur fyrir utan frænkur okkar og frændur. Ari Trausti kallar sitt framboð „Bónusframboð" þannig ætli ég sé þá ekki með „Nettóframboð" Ekkert gott að hafa í ESBHvað hefur þetta kostað þig? „Ég tók mér þriggja mánaða launalaust frí og með því öllu er efra þakið fjórar milljónir. Og það er gott að það komi fram. Þessi sterka „ekki-tenging" við hagsmunaöflin er kannski stóri munurinn á mér og öðrum frambjóðendum. Og annað er að mér finnst mikilvægt að forsetinn hafi skoðanir á hlutunum og sé ekki hræddur við að tjá þær." Eins og núverandi forseti hefur gert? „Já, og eins og ég hef gert. Ég var fyrsti maðurinn sem tjáði mig um að ég hefði alltaf verið á móti ESB og gæti ekki séð neitt gott út úr því fyrir Íslands hönd. Mér finnast margir frambjóðendur fara með sínar persónulegu skoðanir eins og köttur í kringum heitan graut. Því kosningarnar snúast ekki bara um málefni, heldur jafn mikið um persónuna sem fer á Bessastaði. Þetta er svo samofið og því hefur fólk rétt á því að vita hvað forsetanum finnst um hlutina." Mundir þú beita þér gegn aðild Íslands að ESB sem forseti? „Ég er á móti ESB. Mér finnst rétt að fólk fái að vita það. En forsetinn á samt ekki að beita sér á nokkurn hátt því það er pólitíkin. Það er Austurvöllur sem er völlur ágreinings og þar á að vera tekist á." Hvað eru Bessastaðir þá? „Þeir eru öryggisventill. Ég mundi til dæmis beita neitunarvaldi ef ég teldi að lýðræðinu væri ógnað. Því það má ekki beita því að eigin geðþótta. Það er ekki hægt að hafa fólk á Bessastöðum sem stoppar löggjöf þannig. Neitunarvaldið á að vera algjörlega seinasta úrræðið." Brann í skinninu að koma heimEn hvað hefur haldið þér frá Íslandi í allan þennan tíma? „Ég kynntist norskri konu á sínum tíma sem ég eignaðist með tvö börn. Svo slitnaði upp úr því sambandi og þá var sjálfgefið að vera í Noregi á meðan börnin voru að stækka. En nú eru þau á tíunda og þrettánda ári, svo nú get ég farið að snúa aftur heim til Íslands." Þannig að þú ert í Noregi fyrir börnin? „Já, það er ég. Ekki misskilja mig, það er mjög fínt að vera í Noregi, en ég brann í skinninu við að koma heim árið 2008. En þá hefði ég skilið börnin eftir svo það var ekki inni í myndinni því ég er mikill fjölskyldumaður." Ertu bjartsýnn? „Ég er bjartsýnn maður að náttúru og ég tel að við eigum að líta á það sem er í fortíðinni og læra af því. Ég hef trú á þessu, sama hvað fólk segir. Það eru auðvitað mörg miklu frambærilegri forsetaefni heldur en ég á landinu, en ég er ekki viss um hvort nokkurt þeirra sé í framboði." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Einungis þrír af þeim 1.500 sem voru spurðir í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 nefndu nafn þitt sem næsta forseta Íslands. Ertu með raunverulegar væntingar til þess í dag að komast á Bessastaði? „Já, ég vona það áfram. En það kemur mér ekkert á óvart að ég sé ekki með neitt fylgi. Þið verðið að átta ykkur á því að ég var að koma fram í fyrsta sinn í sjónvarpi nú í vikunni. Það eina sem er búið að vera í fréttum af mér er varðandi undirskriftir. Og því er kærkomið fyrir mig að tala við blaðamenn sem vilja spjalla við mig. Fyrir það fyrsta veit fólk ekki að ég er til og enn síður fyrir hvaða málefni ég stend. En þetta er aðeins að koma fram núna og þá á þetta eftir að snúast. Svo er annað mál hvort það snúist nægilega mikið til þess að ég verði forseti. En þetta á eftir að snúast. Töluvert mikið." En er ekki knappur tími að snúa hug þjóðarinnar þar sem forsetakosningarnar eru eftir mánuð? „Í rauninni ekki. Því við verðum líka að átta okkur á því að ég er að bjóða fram krafta mína í þágu þjóðarinnar." En eru ekki allir frambjóðendurnir að því? „Jú, vissulega. Margir virðast vera þannig að þeir vilja komast á Bessastaði. En svo ég noti orð Ólafs Ragnars: „Ég móðgast ekkert þó fólk kjósi mig ekki sem forseta." Ég vil bjóða fram krafta mína og svo velur þjóðin sér forseta og það er hið besta mál. Þegar við lögðum upp í þetta á sínum tíma reiknuðum við með því að ég mundi sennilega ekki mælast með neitt fylgi til að byrja með í neinum skoðanakönnunum fyrr en um miðjan júní. Mikill hluti þjóðarinnar er enn óákveðinn." Ætlar ekki nakinn niður LaugavegHvað ætlarðu að gera til að láta fólk hætta við að kjósa hina frambjóðendurna og kjósa þig? „Ég er gjörsamlega óþekktur og það vekur furðu mína að fólk sé löngu búið að ákveða sig hvað það ætlar að kjósa án þess að nokkur frambjóðandi sé vart búinn að opna munninn. Ég get skilið það í tilviki Ólafs þar sem fólk er búið að fylgjast með honum í sextán ár. Og Ástþór er búinn að vera lengi að og er að miklum hluta með sín baráttumál ennþá. Þó er ég ekki að gagnrýna það, það vekur bara furðu mína." Það er væntanlega vegna þess að fólkið er þekkt? „Já, en eins og í tilviki Þóru þá hefur hún unnið í sjónvarpinu sem spurningakona. Andlit hennar er vissulega þekkt. Og maðurinn hennar er vissulega þekktur líka." Það verður ekki horft framhjá því að þú ert með minnst fylgi af öllum frambjóðendum samkvæmt skoðanakönnunum. Þú þarft væntanlega að stíga stærri skref en hinir sem eru að mælast með hvað mest fylgi? „Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að fara að segja mér að hlaupa nakinn niður Laugaveginn eða eitthvað svoleiðis?" Nei, nei, þó þú mundir vissulega fá umfjöllun út á það. En ertu með eitthvað uppi í erminni til að láta þjóðina kjósa þig? „Nei. Og ef ég væri með eitthvað uppi í erminni þá mundi ég nú ekki segja þér það núna. En við sjáum til hvort við fáum fylgi um miðjan júní, því þá verð ég bara assgoti góður. En ég vil árétta að öll hin sem eru í framboði eru meira og minna þekkt." Nema Jón Lárusson. Hefurðu óskað eftir stuðningsyfirlýsingu frá honum eftir að hann dró framboð sitt til baka? „Nei. En ég hringdi í hann þegar hann tilkynnti það og ég sagði honum að mér þætti það leitt. Af því að það er að mínu mati gott ef hans rödd hefði komist áfram. Ég tjáði honum að mín skoðun væri sú að hann hefði orðið fyrir barðinu á þessu fjölmiðlaveldi öllu hérna á Íslandi. Og þó ég hafi ekki verið sammála hans skoðunum fannst mér það mjög leitt. Við áttum ljómandi gott símtal. En ég óskaði ekki eftir stuðningi því ég hef trú á því að það sé hægt að vinna fyrir framboðinu, en ekki vera borinn fram." Með kosningaskrifstofu á hjólumHvað finnst þér um ákvörðun Stöðvar 2 um að bjóða einungis Ólafi og Þóru í kappræður? „Mér finnst það eiginlega alveg frábært í ljósi lýðræðis- og tjáningarfrelsisumræðunnar í landinu í dag. Þetta er mjög lítið ígrunduð ákvörðun hjá Stöð 2 og mér finnst rökin með henni ekki halda vatni." Þú segir að þú viljir leggja hönd á plóg og bæta samfélagið. Það eru margir sem vilja það, en fáum dettur í hug að bjóða sig fram til forseta, heldur fara aðrar leiðir. Hvað gerði það að verkum að þú byrjaðir ekki „smærra". „Það er búið að blunda í mér í nokkurn tíma að koma að uppbyggingu Íslands síðan hrunið varð. Ég kíkti á þann möguleika að hella mér út í pólitík." Með hvaða flokki? „Engum. Það var málið. Ég fann ekki þann flokk sem samsvaraði mínu áliti. Þess vegna varð ekkert úr því." Aðhyllistu engan stjórnmálaflokk frekar en annan? „Nei. Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði og afi minn var þar mikill kaupfélagsmaður. Pabbi minn var mikill framsóknarmaður og ég elst upp í því umhverfi. Og kaus Framsóknarflokkinn hér áður fyrr. En svo finnst mér gerast eitthvað í flokknum þegar það verða formannsskipti, þegar Steingrímur Hermannsson hættir og Halldór Ásgrímsson tekur við, svo ég hætti að styðja hann. Ég hef verið ópólitískur síðan." En margir hafa hætt að styðja Framsóknarflokkinn, sem og aðra flokka, og fara þá í aðrar stjórnmálahreyfingar, jafnvel stofna sínar eigin. Kom það ekkert upp í þér? „Nei. Pólitíkin var ekki minn vettvangur. Fólk hefur spurt mig gagnrýnið hvort ég haldi að ég sé bara einhver riddari á hvítum hesti frá Noregi og ætli að bjarga Íslandi. Að ég hafi ekki búið hér lengi og viti því ekki hvernig hlutirnir hafi þróast. En því fer fjarri. Ég er með lán frá íslenskum banka og veit hvernig þau hafa vaxið. Ég er búinn að fylgjast vel með málum á Íslandi allan tímann, en ég er ekki kominn til að bjarga neinu frá neinu. En fjarlægð mín gerir það að verkum að ég er ekki með hagsmunatengsl við neinn eða neitt. Ég er ótengdur pólitíkinni, hagsmunaöflum og fjármagnsöflum. Ég hef enga styrki fengið, þó ég hafi sótt um hjá hátt í 40 fyrirtækjum. En þessi barátta er forréttindi og ég hef lært mikið af henni. Svo finnst börnunum okkar þetta líka gaman. Þú sérð kosningaskrifstofuna hér út um gluggann – hún er á fjórum hjólum. Í henni er fjölskylda mín og við erum ekki með neitt annað fólk í kringum okkur fyrir utan frænkur okkar og frændur. Ari Trausti kallar sitt framboð „Bónusframboð" þannig ætli ég sé þá ekki með „Nettóframboð" Ekkert gott að hafa í ESBHvað hefur þetta kostað þig? „Ég tók mér þriggja mánaða launalaust frí og með því öllu er efra þakið fjórar milljónir. Og það er gott að það komi fram. Þessi sterka „ekki-tenging" við hagsmunaöflin er kannski stóri munurinn á mér og öðrum frambjóðendum. Og annað er að mér finnst mikilvægt að forsetinn hafi skoðanir á hlutunum og sé ekki hræddur við að tjá þær." Eins og núverandi forseti hefur gert? „Já, og eins og ég hef gert. Ég var fyrsti maðurinn sem tjáði mig um að ég hefði alltaf verið á móti ESB og gæti ekki séð neitt gott út úr því fyrir Íslands hönd. Mér finnast margir frambjóðendur fara með sínar persónulegu skoðanir eins og köttur í kringum heitan graut. Því kosningarnar snúast ekki bara um málefni, heldur jafn mikið um persónuna sem fer á Bessastaði. Þetta er svo samofið og því hefur fólk rétt á því að vita hvað forsetanum finnst um hlutina." Mundir þú beita þér gegn aðild Íslands að ESB sem forseti? „Ég er á móti ESB. Mér finnst rétt að fólk fái að vita það. En forsetinn á samt ekki að beita sér á nokkurn hátt því það er pólitíkin. Það er Austurvöllur sem er völlur ágreinings og þar á að vera tekist á." Hvað eru Bessastaðir þá? „Þeir eru öryggisventill. Ég mundi til dæmis beita neitunarvaldi ef ég teldi að lýðræðinu væri ógnað. Því það má ekki beita því að eigin geðþótta. Það er ekki hægt að hafa fólk á Bessastöðum sem stoppar löggjöf þannig. Neitunarvaldið á að vera algjörlega seinasta úrræðið." Brann í skinninu að koma heimEn hvað hefur haldið þér frá Íslandi í allan þennan tíma? „Ég kynntist norskri konu á sínum tíma sem ég eignaðist með tvö börn. Svo slitnaði upp úr því sambandi og þá var sjálfgefið að vera í Noregi á meðan börnin voru að stækka. En nú eru þau á tíunda og þrettánda ári, svo nú get ég farið að snúa aftur heim til Íslands." Þannig að þú ert í Noregi fyrir börnin? „Já, það er ég. Ekki misskilja mig, það er mjög fínt að vera í Noregi, en ég brann í skinninu við að koma heim árið 2008. En þá hefði ég skilið börnin eftir svo það var ekki inni í myndinni því ég er mikill fjölskyldumaður." Ertu bjartsýnn? „Ég er bjartsýnn maður að náttúru og ég tel að við eigum að líta á það sem er í fortíðinni og læra af því. Ég hef trú á þessu, sama hvað fólk segir. Það eru auðvitað mörg miklu frambærilegri forsetaefni heldur en ég á landinu, en ég er ekki viss um hvort nokkurt þeirra sé í framboði."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent