Nútímalegt sjúkrahús – hvað þarf til? Jóhannes Gunnarsson og Gyða Baldursdóttir skrifar 2. júní 2012 06:00 Stórstígar breytingar eru á starfsemi sjúkrahúsa frá ári til árs. Miklar framfarir hafa undanfarið orðið í rannsóknum og meðferð sjúklinga, sem margar hverjar fela í sér nýjar tæknilausnir. Þær þjóðir sem vilja bjóða sjúklingum góða þjónustu standa því frammi fyrir áskorunum um að reisa nýjar byggingar sem hæfa nútímalegri sjúkrahússtarfsemi. Nýbygging Landspítala við Hringbraut snýst um að íslensk sjúkrahúsþjónusta haldi takti við þróun þekkingar og tækni. Nútíma bráðasjúkrahús byggir á ungri fræðigrein, gagnreyndri þekkingu á hönnun sjúkrahúsa, enda staðfest að sterk tengsl eru milli hönnunar þeirra og meðferðarárangurs. Í mörgum atriðum er Landspítali orðinn eftirbátur miðað við önnur lönd og eru nokkur atriði talin hér upp og tæpt á lausnum eins og gert er ráð fyrir í nýbyggingaráformum spítalans. Í fyrsta lagi má nefna kröfur um öryggi og aðbúnað sjúklinga og starfsfólks. Á nýjum spítala er gert ráð fyrir að sýkingavarnir batni mjög. Sjúklingar munu dveljast á einbýlum með sérsalernum. Þetta er sérlega mikilvægt enda eykst hætta á sýkingum þegar margir sjúklingar deila salerni. Einbýlin uppfylla enn fremur lögbundnar skyldur spítalans um að friðhelgi einkalífs sjúklinga sé virt. Stórauknar kröfur eru gerðar til loftræstingar frá því sem nú er. Til þess að loftræsting spítalans uppfylli þessar kröfur verða í nýja spítalanum fyrirferðarmiklir loftstokkar sem ómögulegt væri að koma fyrir í núverandi húsnæði þar sem lofthæð er hvergi nægjanleg til að mæta ýtrustu kröfum. Í hönnun nýja spítalans er gert ráð fyrir að starfsstöðvum starfsfólks á legudeildum verði dreift þannig að starfsmenn vinni nær sjúklingunum. Þetta gefur starfsmönnum á legudeildum mun betri yfirsýn en nú er. Almennt verður mun rýmra um sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn. Flutningsleiðir á nýjum spítala verða svo stuttar og greiðar sem verða má og gildir þá einu hvort um ræðir flutning sjúklinga, starfsmanna eða vöru. Rannsóknir hafa leitt í ljós mikilvægi birtu og lýsingar í húsnæði og þetta skiptir sérlega miklu máli á sjúkrahúsum. Hönnun nýs spítala gerir ráð fyrir að dagsbirta nái vel í öll rými sem sjúklingar eða starfsmenn dvelja í. Einnig eru stífar kröfur gerðar í nýjum spítala um aðstöðu til verklegrar og fræðilegrar kennslu og þjálfunar starfsfólks. Stöðug aðlögun húsnæðis nauðsynlegVið hönnun nýs spítala er sérstaklega hugað að hagkvæmni og sveigjanleika húsnæðis, enda krefst hraði breytinga í starfseminni stöðugrar aðlögunar húsnæðisins. Byggðar verða svonefndar súlubyggingar sem auðvelda aðlögun húsnæðis að nýjum þörfum. Lofthæð í byggingunum verður meiri en tíðkast hefur og með því móti verður komið fyrir lögnum sem ný tækni gerir kröfur um. Ýmis nútíma flutningstækni verður nýtt í nýbyggingum, t.d. við flutning á matvælum og lyfjum, sem eykur hraða og öryggi. Þá má nefna ýmsar nýjungar í meðferð og tækni sem verða að veruleika með nýjum spítala. Þar á meðal er svonefndur jáeindaskannni (PET/CT) sem stóreykur möguleika til greiningar á einkennum og meðferð ýmissa sjúkdóma, einkum krabbameina. Einnig verður aðstaða á spítalanum fyrir kjarnarannsóknarstofu sem byggir mjög á sjálfvirkni. Þannig eykst hraði og öryggi algengra blóðrannsókna. Mikilvægt er að hafa í huga að mörg tæki eru þyngri en svo að þeim verði komið fyrir í eldri byggingum án sérstakra ráðstafana. Sumum, líkt og jáeindaskannanum, er með engu móti hægt að koma fyrir í eldra húsnæði. Gríðarlega miklu skiptir við uppbyggingu spítalans að fyrsti áfangi hans standi sjálfstætt og verði kjarni þess sem koma skal í nánustu og lengri framtíð. Allt skal hugsað sem ein samtengd heild og er brýnt að eldri byggingar takmarki ekki þessar lausnir. Í þessu liggur meginhugsun þeirrar frumhönnunar sem nú er að verða lokið. Eiginleg viðbygging við eldra húsnæði eins og stungið hefur verið upp á að gert verði við Hringbraut eða í Fossvogi er útilokuð af þessum sökum einum. Margar aðrar ástæður útiloka slíka lausn svo sem lóðarrými, truflun á starfsemi meðan á byggingu stendur, aðkoma að spítalanum og fleiri þættir. Vel hefur verið vandað til frumhönnunar nýs Landspítala við Hringbraut. Tilkoma nýbygginga þar er til marks um metnað til að standa jafnfætis þjóðum sem við berum okkur saman við og að geta boðið nútíma sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Að auki er slíkt umhverfi forsenda þess að við getum keppt um gott og vel menntað starfsfólk. Nú þegar gætir verulegrar tregðu fólks sem lokið hefur sínu framhaldsnámi erlendis að snúa heim aftur í það starfsumhverfi sem boðið er upp á og margir hafa horfið frá landinu undanfarið. Án besta starfsfólksins verður risið á háskólaspítalanum ekki hátt. Engan tíma má missaStóru árgangarnir sem fæddust á árabilinu 1945 til 1970 eru nú að komast á þann aldur sem mesta þörf hefur fyrir þjónustu sjúkrahúsa. Sú alda er nú þegar að rísa og hvolfist yfir okkur af fullum þunga innan fárra ára. Þeirri eftirspurn verður ekki mætt án þess að aðbúnaður meginsjúkrahúss landsins verði stórbættur og færður að nútímanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Stórstígar breytingar eru á starfsemi sjúkrahúsa frá ári til árs. Miklar framfarir hafa undanfarið orðið í rannsóknum og meðferð sjúklinga, sem margar hverjar fela í sér nýjar tæknilausnir. Þær þjóðir sem vilja bjóða sjúklingum góða þjónustu standa því frammi fyrir áskorunum um að reisa nýjar byggingar sem hæfa nútímalegri sjúkrahússtarfsemi. Nýbygging Landspítala við Hringbraut snýst um að íslensk sjúkrahúsþjónusta haldi takti við þróun þekkingar og tækni. Nútíma bráðasjúkrahús byggir á ungri fræðigrein, gagnreyndri þekkingu á hönnun sjúkrahúsa, enda staðfest að sterk tengsl eru milli hönnunar þeirra og meðferðarárangurs. Í mörgum atriðum er Landspítali orðinn eftirbátur miðað við önnur lönd og eru nokkur atriði talin hér upp og tæpt á lausnum eins og gert er ráð fyrir í nýbyggingaráformum spítalans. Í fyrsta lagi má nefna kröfur um öryggi og aðbúnað sjúklinga og starfsfólks. Á nýjum spítala er gert ráð fyrir að sýkingavarnir batni mjög. Sjúklingar munu dveljast á einbýlum með sérsalernum. Þetta er sérlega mikilvægt enda eykst hætta á sýkingum þegar margir sjúklingar deila salerni. Einbýlin uppfylla enn fremur lögbundnar skyldur spítalans um að friðhelgi einkalífs sjúklinga sé virt. Stórauknar kröfur eru gerðar til loftræstingar frá því sem nú er. Til þess að loftræsting spítalans uppfylli þessar kröfur verða í nýja spítalanum fyrirferðarmiklir loftstokkar sem ómögulegt væri að koma fyrir í núverandi húsnæði þar sem lofthæð er hvergi nægjanleg til að mæta ýtrustu kröfum. Í hönnun nýja spítalans er gert ráð fyrir að starfsstöðvum starfsfólks á legudeildum verði dreift þannig að starfsmenn vinni nær sjúklingunum. Þetta gefur starfsmönnum á legudeildum mun betri yfirsýn en nú er. Almennt verður mun rýmra um sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn. Flutningsleiðir á nýjum spítala verða svo stuttar og greiðar sem verða má og gildir þá einu hvort um ræðir flutning sjúklinga, starfsmanna eða vöru. Rannsóknir hafa leitt í ljós mikilvægi birtu og lýsingar í húsnæði og þetta skiptir sérlega miklu máli á sjúkrahúsum. Hönnun nýs spítala gerir ráð fyrir að dagsbirta nái vel í öll rými sem sjúklingar eða starfsmenn dvelja í. Einnig eru stífar kröfur gerðar í nýjum spítala um aðstöðu til verklegrar og fræðilegrar kennslu og þjálfunar starfsfólks. Stöðug aðlögun húsnæðis nauðsynlegVið hönnun nýs spítala er sérstaklega hugað að hagkvæmni og sveigjanleika húsnæðis, enda krefst hraði breytinga í starfseminni stöðugrar aðlögunar húsnæðisins. Byggðar verða svonefndar súlubyggingar sem auðvelda aðlögun húsnæðis að nýjum þörfum. Lofthæð í byggingunum verður meiri en tíðkast hefur og með því móti verður komið fyrir lögnum sem ný tækni gerir kröfur um. Ýmis nútíma flutningstækni verður nýtt í nýbyggingum, t.d. við flutning á matvælum og lyfjum, sem eykur hraða og öryggi. Þá má nefna ýmsar nýjungar í meðferð og tækni sem verða að veruleika með nýjum spítala. Þar á meðal er svonefndur jáeindaskannni (PET/CT) sem stóreykur möguleika til greiningar á einkennum og meðferð ýmissa sjúkdóma, einkum krabbameina. Einnig verður aðstaða á spítalanum fyrir kjarnarannsóknarstofu sem byggir mjög á sjálfvirkni. Þannig eykst hraði og öryggi algengra blóðrannsókna. Mikilvægt er að hafa í huga að mörg tæki eru þyngri en svo að þeim verði komið fyrir í eldri byggingum án sérstakra ráðstafana. Sumum, líkt og jáeindaskannanum, er með engu móti hægt að koma fyrir í eldra húsnæði. Gríðarlega miklu skiptir við uppbyggingu spítalans að fyrsti áfangi hans standi sjálfstætt og verði kjarni þess sem koma skal í nánustu og lengri framtíð. Allt skal hugsað sem ein samtengd heild og er brýnt að eldri byggingar takmarki ekki þessar lausnir. Í þessu liggur meginhugsun þeirrar frumhönnunar sem nú er að verða lokið. Eiginleg viðbygging við eldra húsnæði eins og stungið hefur verið upp á að gert verði við Hringbraut eða í Fossvogi er útilokuð af þessum sökum einum. Margar aðrar ástæður útiloka slíka lausn svo sem lóðarrými, truflun á starfsemi meðan á byggingu stendur, aðkoma að spítalanum og fleiri þættir. Vel hefur verið vandað til frumhönnunar nýs Landspítala við Hringbraut. Tilkoma nýbygginga þar er til marks um metnað til að standa jafnfætis þjóðum sem við berum okkur saman við og að geta boðið nútíma sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Að auki er slíkt umhverfi forsenda þess að við getum keppt um gott og vel menntað starfsfólk. Nú þegar gætir verulegrar tregðu fólks sem lokið hefur sínu framhaldsnámi erlendis að snúa heim aftur í það starfsumhverfi sem boðið er upp á og margir hafa horfið frá landinu undanfarið. Án besta starfsfólksins verður risið á háskólaspítalanum ekki hátt. Engan tíma má missaStóru árgangarnir sem fæddust á árabilinu 1945 til 1970 eru nú að komast á þann aldur sem mesta þörf hefur fyrir þjónustu sjúkrahúsa. Sú alda er nú þegar að rísa og hvolfist yfir okkur af fullum þunga innan fárra ára. Þeirri eftirspurn verður ekki mætt án þess að aðbúnaður meginsjúkrahúss landsins verði stórbættur og færður að nútímanum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun