Látum fordómana fjúka! Guðrún Runólfsdóttir skrifar 5. júní 2012 06:00 Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. Segjum sem svo, að frænka mín greindist með krabbamein. Það yrði rætt um á milli flestra í ættinni eins og ekkert væri. Alls ekkert feimnismál þar á ferðum. En ef frænka mín hefði greinst með geðsjúkdóm af alvarlegum toga, myndi fólk almennt ekki vita hvernig það ætti að bregðast við og í raun verða ansi vandræðalegt þegar sjúkdómur hennar kæmi til tals. Málið er að t.d. minn geðsjúkdómur og flestir aðrir eru líffræðilegir, alveg nákvæmlega eins og krabbamein. Geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða. Þeir valda sennilega meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flestir aðrir sjúkdómaflokkar. Geðsjúkdómar eru svo algengir en samt er svo sorglega lítið talað um þá. Nú er árið 2012 og það er ótrúlegt að enn séu svo miklir fordómar í gangi. Ranghugmyndir fólks um að geðdeildir séu eins og í bandarískum bíómyndum (til dæmis One Flew Over the Cuckoo?s Nest). Langir hvítir gangar, einangrunarklefar, spennitreyjur og strangir læknar og hjúkkur. Þetta var það sem kom upp í huga minn áður en ég var lögð inn. En ég get fullvissað ykkur um að svo er alls ekki. En þið þarna úti, sem eigið ástvini með geðsjúkdóma af einhverju tagi eða glímið við þá sjálf, munið að stuðningur vina og fjölskyldu er ómetanlegur. Það er líka mikil hjálp í boði á Íslandi, geðdeildir spítalanna, fyrir alla aldurshópa. Stundum eru lyf göldrum líkust og sálfræðimeðferðir gagnast fjölmörgum. Það er hægt að lifa í sátt og samlyndi við geðsjúkdóma. Nú er kominn tími á breytingar. Breytum viðhorfum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. Segjum sem svo, að frænka mín greindist með krabbamein. Það yrði rætt um á milli flestra í ættinni eins og ekkert væri. Alls ekkert feimnismál þar á ferðum. En ef frænka mín hefði greinst með geðsjúkdóm af alvarlegum toga, myndi fólk almennt ekki vita hvernig það ætti að bregðast við og í raun verða ansi vandræðalegt þegar sjúkdómur hennar kæmi til tals. Málið er að t.d. minn geðsjúkdómur og flestir aðrir eru líffræðilegir, alveg nákvæmlega eins og krabbamein. Geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða. Þeir valda sennilega meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flestir aðrir sjúkdómaflokkar. Geðsjúkdómar eru svo algengir en samt er svo sorglega lítið talað um þá. Nú er árið 2012 og það er ótrúlegt að enn séu svo miklir fordómar í gangi. Ranghugmyndir fólks um að geðdeildir séu eins og í bandarískum bíómyndum (til dæmis One Flew Over the Cuckoo?s Nest). Langir hvítir gangar, einangrunarklefar, spennitreyjur og strangir læknar og hjúkkur. Þetta var það sem kom upp í huga minn áður en ég var lögð inn. En ég get fullvissað ykkur um að svo er alls ekki. En þið þarna úti, sem eigið ástvini með geðsjúkdóma af einhverju tagi eða glímið við þá sjálf, munið að stuðningur vina og fjölskyldu er ómetanlegur. Það er líka mikil hjálp í boði á Íslandi, geðdeildir spítalanna, fyrir alla aldurshópa. Stundum eru lyf göldrum líkust og sálfræðimeðferðir gagnast fjölmörgum. Það er hægt að lifa í sátt og samlyndi við geðsjúkdóma. Nú er kominn tími á breytingar. Breytum viðhorfum okkar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar