Innlent

Leitast við að draga úr áhættu

Matast við austurvöll Nýjar næringarráðleggingar mæla með trefjaríkri fæðu og takmörkun á saltneyslu. Það er tengt minni hættu á sjúkdómum.fréttablaðið/stefán
Matast við austurvöll Nýjar næringarráðleggingar mæla með trefjaríkri fæðu og takmörkun á saltneyslu. Það er tengt minni hættu á sjúkdómum.fréttablaðið/stefán
lÁhersla er lögð á mataræði og næringarefni sem stuðla að því að draga úr áhættu á næringartengdum sjúkdómum í nýjum tillögum að Norrænu næringarráðleggingunum 2012 (NNR).

Nýju ráðleggingarnar voru til umræðu á síðasta degi ráðstefnu Samtaka norrænna næringarfræðinga á Hótel Nordica nýverið.

„Í reynd er mælt með mataræði sem inniheldur mikið af trefjaríkum mat úr jurtaríkinu, veitir oft fisk og sjávarafurðir og jurtaolíur," segir í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í lok ráðstefnunnar í Reykjavík. Þá er mælt með því að mataræðið velji frekar fituminni mjólkurvörur og takmarki saltneyslu.

Mataræði sem uppfyllir þessi skilyrði er tengt minni hættu á flestum fæðutengdum sjúkdómum.

Tillögurnar að ráðleggingunum eru niðurstaða langrar norrænnar samvinnu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Aðallega hefur verið lögð áhersla á þau svið þar sem ný þekking hefur komið fram.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×