Innlent

Ódýrara verður að nota farsíma

Farsími Gagnaflutningur lækkar um 50 prósent.nordicphotos/Getty
Farsími Gagnaflutningur lækkar um 50 prósent.nordicphotos/Getty
Síminn og Vodafone munu lækka reikiverð innan Evrópu um næstu mánaðamót.

Mest er lækkunin á verði gagnaflutninga, en þar nemur hún 50 prósentum. Móttekið símtal lækkar um tæplega 26 prósent og hringt símtal um 17 prósent. Þá lækkar verð fyrir hvert sent SMS einnig um 17 prósent, en viðtakendum er að kostnaðarlausu að taka á móti SMS sendingum.

Evrópusambandið hefur samþykkt nýja reglugerð um lækkun á reikiverði fyrir gagnaflutning, símtöl og SMS innan EES-svæðisins og tekur hún gildi 1. júlí í Evrópu.

Þar sem reglugerðin tekur ekki gildi á Íslandi fyrr en hún hefur verið samþykkt í sameiginlegu EES-nefndinni hefur verið endursamið við öll evrópsku fjarskiptafélögin, að því er segir í fréttatilkynningu frá Símanum.

Vodafone hefur jafnframt endursamið við evrópsku fjarskiptafélögin, að því er Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, greinir frá.-ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×