Alda hnakkastulda ríður yfir Suðurland 12. júní 2012 07:00 Innbrotafaraldur í hesthús Lögreglunni á Selfossi hafa borist fjölmargar tilkynningar um innbrot í hesthús að undanförnu þar sem dýrum hnökkum og öðrum reiðtygjum er stolið. Fréttablaðið/Rósa Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Björn Grétarsson, varðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir faraldurinn afar óvenjulegan. Ekki er búið að taka saman nákvæman fjölda innbrota eða hnakka sem hefur verið stolið, en það verður gert næstu daga. „Mann grunar að þetta séu sömu aðilarnir í einhverjum tilvikum, en það er verið að ganga í þetta og grípa til ráðstafana. Þetta gengur ekki svona," segir Björn. Reiðhnakkur kostar á bilinu 200 til 600 þúsund krónur. Ekki er vitað hvernig þrjótarnir koma hnökkunum í verð. „Annaðhvort er farið með þá til fólks sem er sama hvaðan þeir koma, eða þeir eru sendir til útlanda," segir hann og bætir við að stuldirnir hafi færst í vöxt eftir efnahagshrunið. Magnús Ólason, varaformaður hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, segir undirbúning nágrannavörslu vera í pípunum. „Þetta er alveg skelfilegt," segir hann. „Þetta er gríðarlegt tjón sem fólk er að verða fyrir. Meðalverð hnakks er um 250 þúsund og það er verið að taka þrjá til fjóra í einu. Þetta gengur ekki svona." Lögreglan hafði nýlega hendur í hári manns á Stokkseyri sem hafði í fórum sínum nokkuð magn af stolnum reiðhnökkum og öðrum reiðtygjum. Maðurinn játaði á sig eitt innbrot. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að maðurinn verði yfirheyrður aftur. „Hann er búinn að gangast við einu innbrotinu, en það sem við tókum hjá honum er búið að samkenna við annað," segir hann. Um er að ræða heimamann á þrítugsaldri. Tilkynnt var um innbrot í hesthús í Heimsenda í Kópavogi í síðustu viku og hnökkum stolið. Í lok síðasta mánaðar var einnig brotist inn í tvö hesthús á Selfossi og hnakkar teknir þaðan. Fleiri slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Málin virðast þó ekki einungis vera bundin við Suðurland, en sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðigerði í lok maí. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Björn Grétarsson, varðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir faraldurinn afar óvenjulegan. Ekki er búið að taka saman nákvæman fjölda innbrota eða hnakka sem hefur verið stolið, en það verður gert næstu daga. „Mann grunar að þetta séu sömu aðilarnir í einhverjum tilvikum, en það er verið að ganga í þetta og grípa til ráðstafana. Þetta gengur ekki svona," segir Björn. Reiðhnakkur kostar á bilinu 200 til 600 þúsund krónur. Ekki er vitað hvernig þrjótarnir koma hnökkunum í verð. „Annaðhvort er farið með þá til fólks sem er sama hvaðan þeir koma, eða þeir eru sendir til útlanda," segir hann og bætir við að stuldirnir hafi færst í vöxt eftir efnahagshrunið. Magnús Ólason, varaformaður hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, segir undirbúning nágrannavörslu vera í pípunum. „Þetta er alveg skelfilegt," segir hann. „Þetta er gríðarlegt tjón sem fólk er að verða fyrir. Meðalverð hnakks er um 250 þúsund og það er verið að taka þrjá til fjóra í einu. Þetta gengur ekki svona." Lögreglan hafði nýlega hendur í hári manns á Stokkseyri sem hafði í fórum sínum nokkuð magn af stolnum reiðhnökkum og öðrum reiðtygjum. Maðurinn játaði á sig eitt innbrot. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að maðurinn verði yfirheyrður aftur. „Hann er búinn að gangast við einu innbrotinu, en það sem við tókum hjá honum er búið að samkenna við annað," segir hann. Um er að ræða heimamann á þrítugsaldri. Tilkynnt var um innbrot í hesthús í Heimsenda í Kópavogi í síðustu viku og hnökkum stolið. Í lok síðasta mánaðar var einnig brotist inn í tvö hesthús á Selfossi og hnakkar teknir þaðan. Fleiri slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Málin virðast þó ekki einungis vera bundin við Suðurland, en sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðigerði í lok maí. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira