Erlent

SÞ kalla heim frá Mjanmar

Á Flótta Talið er að yfir milljón manns séu í flóttamannabúðum í Búrma.
Fréttablaðið/AP
Á Flótta Talið er að yfir milljón manns séu í flóttamannabúðum í Búrma. Fréttablaðið/AP
Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Rakhine-héraði í Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, hefur verið kallað heim. Átök hafa blossað upp á milli búddatrúarmanna og múslíma á svæðinu.

Ófriðurinn hefur varað í viku og hafa sautján manns hið minnsta látist. Átökin hófust þegar hópur búddatrúarmanna réðist á múslíma til þess að hefna fyrir nauðgun. Neyðarástandi og útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Rakhine. Fjöldi fólks reynir nú að flýja burt. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×