Svíum sem vilja taka upp evruna hefur fjölgað frá því í nóvember, samkvæmt nýrri könnun Statistiska centralbyrån.
Nær átta af hverjum tíu Svíum myndu greiða atkvæði gegn evrunni ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag. 14 prósent myndu segja já.
Í nóvember síðastliðnum sögðust 11 prósent vilja að evran yrði tekin upp í Svíþjóð.
Stuðningur við Evrópusambandsaðild mældist 47 prósent í maí og er það jafnmikill stuðningur og í nóvember síðastliðnum. - ibs
