Jarðgöng: Fjarðarheiðin bíður enn Þorvaldur Jóhannsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975. Þegar þetta er sett á blað er Fjarðarheiðin þungfær en Norræna kemur nú vikulega allt árið um kring. Vöruflutningar eru ört vaxandi þjónustuþáttur. Fjarðarheiði og Seyðisfjarðarhöfn færa Íslandi tugi þúsunda ferðamanna árlega sem flestir hafa lengri viðdvöl í landinu okkar en aðrir ferðamenn þar sem þeir m.a. fara akandi hringveginn um landið. Höfnin er einnig öflug móttökuhöfn skemmtiferðaskipa sem nú fjölga ört komum sínum og stefnir í metfjölda á komandi sumri. Mjög góð hafnaraðstaða í landi er nú þegar til staðar til móttöku skemmtiferðaskipa. Miðað við árlega umferð ferðamanna inn og út úr landinu um höfnina á Seyðisfirði lætur nærri að sá fjöldi fylli eina Boeing-flugþotu hvern virkan dag allt árið um kring. Þegar siglingar hófust með gamla Smyrli til Seyðisfjarðar sumarið 1975 var eðlilega mikið rætt um nauðsyn á bættum samgöngum/jarðgöngum til Héraðs/Egilsstaða. Um það var sérstaklega rætt við íslensk samgönguyfirvöld á þeim tíma. Bjartsýni ríkti og gælt var við að eftir 10–15 ár gætu þau komið til. Jarðgöng til Norðfjarðar um Oddskarð voru þá í undirbúningi og lauk þeim framkvæmdum 1977. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðningsmanna í gegnum árin um nauðsyn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar og m.a. vikið fyrir öðrum. Mál er að linni. Fjarðarheiðargöng fyrir ÞjóðinaEr ekki röðin nú komin að Fjarðarheiðargöngum fyrir þjóðina? Jú, rétt er það þau kosta mikla fjármuni, eins og aðrar jarðgangaframkvæmdir sem þegar eru að baki og framundan eru. Sagt er að árlegar tekjur ríkisins af umferð séu nú áætlaðar um 57 milljarðar, en einungis um ca 17 milljarðar (tæpl. 1/3) skilar sér til framkvæmda við vegi og það sem þeim tilheyrir. Fjármunir eru því til, með sinn afmarkaða tekjustofn, en þeir eru notaðir í annað og það er kolröng og ámælisverð stjórnsýsla. Á meðan Seyðisfjörður bíður endalaust er staða byggðarlaga sem áður voru endastöðvar í vegakerfinu og í svipaðri stöðu og Seyðisfjörður nú þannig: 1. Siglufjörður, minn ágæti fæðingarbær, kominn með tvenn jarðgöng, 2. Ólafsfjörður með tvenn jarðgöng, 3. Ísafjörður með tvenn/þrenn jarðgöng og 4. Norðfjörður með ein jarðgöng og önnur fastlega á leiðinni. Þessar framkvæmdir allar hafa nú þegar sannað sinn tilverurétt. Því finnst mér nú tími til kominn að á það verði látið reyna að Seyðfirðingar og Fjarðarheiðin kalli nú á ákveðinn stuðning nágranna sinna (sakna hans), Vestfirðinga (Heiðursmannasamkomulagið frá 1986) og allra annarra Íslendinga sem vilja að sem blómlegust byggð haldist á landsbyggðinni m.a í vinalegum bæ á Austurlandi, Seyðisfirði, sem á í vök að verjast um þessar mundir, en hefur hljóðlega staðið vaktina fyrir þjóðina í áratugi í nánu samstarfi við vini okkar í Færeyjum og á Norðurlöndunum. Heimildir: 1. Skýrsla nefndar um Jarðgangaáætlun Reykjavík 1987 2 Þingsályktun um vegaáætlun 1991-1994. Samþykkt 18. mars 1991. 3. Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð. 113 löggjafarþing 1990-1991. 4 Jarðgöng á Austurlandi. Byggðastofnun 1993. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975. Þegar þetta er sett á blað er Fjarðarheiðin þungfær en Norræna kemur nú vikulega allt árið um kring. Vöruflutningar eru ört vaxandi þjónustuþáttur. Fjarðarheiði og Seyðisfjarðarhöfn færa Íslandi tugi þúsunda ferðamanna árlega sem flestir hafa lengri viðdvöl í landinu okkar en aðrir ferðamenn þar sem þeir m.a. fara akandi hringveginn um landið. Höfnin er einnig öflug móttökuhöfn skemmtiferðaskipa sem nú fjölga ört komum sínum og stefnir í metfjölda á komandi sumri. Mjög góð hafnaraðstaða í landi er nú þegar til staðar til móttöku skemmtiferðaskipa. Miðað við árlega umferð ferðamanna inn og út úr landinu um höfnina á Seyðisfirði lætur nærri að sá fjöldi fylli eina Boeing-flugþotu hvern virkan dag allt árið um kring. Þegar siglingar hófust með gamla Smyrli til Seyðisfjarðar sumarið 1975 var eðlilega mikið rætt um nauðsyn á bættum samgöngum/jarðgöngum til Héraðs/Egilsstaða. Um það var sérstaklega rætt við íslensk samgönguyfirvöld á þeim tíma. Bjartsýni ríkti og gælt var við að eftir 10–15 ár gætu þau komið til. Jarðgöng til Norðfjarðar um Oddskarð voru þá í undirbúningi og lauk þeim framkvæmdum 1977. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðningsmanna í gegnum árin um nauðsyn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar og m.a. vikið fyrir öðrum. Mál er að linni. Fjarðarheiðargöng fyrir ÞjóðinaEr ekki röðin nú komin að Fjarðarheiðargöngum fyrir þjóðina? Jú, rétt er það þau kosta mikla fjármuni, eins og aðrar jarðgangaframkvæmdir sem þegar eru að baki og framundan eru. Sagt er að árlegar tekjur ríkisins af umferð séu nú áætlaðar um 57 milljarðar, en einungis um ca 17 milljarðar (tæpl. 1/3) skilar sér til framkvæmda við vegi og það sem þeim tilheyrir. Fjármunir eru því til, með sinn afmarkaða tekjustofn, en þeir eru notaðir í annað og það er kolröng og ámælisverð stjórnsýsla. Á meðan Seyðisfjörður bíður endalaust er staða byggðarlaga sem áður voru endastöðvar í vegakerfinu og í svipaðri stöðu og Seyðisfjörður nú þannig: 1. Siglufjörður, minn ágæti fæðingarbær, kominn með tvenn jarðgöng, 2. Ólafsfjörður með tvenn jarðgöng, 3. Ísafjörður með tvenn/þrenn jarðgöng og 4. Norðfjörður með ein jarðgöng og önnur fastlega á leiðinni. Þessar framkvæmdir allar hafa nú þegar sannað sinn tilverurétt. Því finnst mér nú tími til kominn að á það verði látið reyna að Seyðfirðingar og Fjarðarheiðin kalli nú á ákveðinn stuðning nágranna sinna (sakna hans), Vestfirðinga (Heiðursmannasamkomulagið frá 1986) og allra annarra Íslendinga sem vilja að sem blómlegust byggð haldist á landsbyggðinni m.a í vinalegum bæ á Austurlandi, Seyðisfirði, sem á í vök að verjast um þessar mundir, en hefur hljóðlega staðið vaktina fyrir þjóðina í áratugi í nánu samstarfi við vini okkar í Færeyjum og á Norðurlöndunum. Heimildir: 1. Skýrsla nefndar um Jarðgangaáætlun Reykjavík 1987 2 Þingsályktun um vegaáætlun 1991-1994. Samþykkt 18. mars 1991. 3. Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð. 113 löggjafarþing 1990-1991. 4 Jarðgöng á Austurlandi. Byggðastofnun 1993.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun