Tilfinningarík og persónuleg Trausti Júlíusson skrifar 13. júní 2012 20:00 Söngkonan Buika heillaði tónleikagesti Hörpunnar í síðustu viku. Tónleikar. Buika. Listahátíð – Harpa Eldborg 9. júní. Það var ólík sýn sem beið manns þegar maður gekk inn í Elborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, heldur en á tónleikum Bryans Ferry um daginn eða á Hljómskálatónleikunum. Á sviðinu voru bara tveir stólar, eitt lítið borð með drykkjum á, þrír hljóðnemar og nokkrir litlir sviðshátalarar. Engar græjustæður og engin sérútbúin sviðsmynd. Þegar Buika hafði komið sér fyrir á sviðinu ásamt hljóðfæraleikurunum sínum tveimur, kassagítarleikara og slagverksleikara, þá rann upp fyrir manni að hún og röddin hennar þyrftu að halda alveg uppi þessum tónleikum. Það væri ekki hægt að fela sig á bak við eitt eða neitt. Strax á eftir fyrsta laginu útskýrði Buika að hún hefði orðið að fresta tónleikunum, sem áttu upphaflega að vera 3. júní, vegna slæmra veikinda og bætti því við að hún væri nýhætt með kærastanum: „Röddin er ekki alveg hundrað prósent og hjartað er skaddað, en hugurinn og þrekið hafa aldrei verið sterkari." Þrátt fyrir viðkvæma rödd og einfalt undirspil þá skilaði Buika sínu með miklum tilþrifum á laugardagskvöldið. Hún hefur mjög sérstaka rödd og sterka sviðsnærveru. Hún var mjög persónuleg; talaði mikið við tónleikagesti um sig og sín mál, söng af mikilli tilfinningu og innlifun og hreyfingar hennar og dansar á sviðinu voru fullir af ástríðu. Tónlist Buiku er sambland af flamenco-tónlist, suður-amerískri tónlist, sálartónlist og djassi, þó að djassinn sé meira áberandi hjá henni þegar hún spilar með píanóleikara. Buika söng lögin sín af innlifun á laugardagskvöldið, en hún var líka mjög skemmtileg á sviðinu. Hún kallaði „Hvað, ertu að fara?" á eftir tónleikagesti sem stóð upp til að yfirgefa salinn og hætti ekki fyrr en hún hafði fengið það staðfest frá honum að hann kæmi aftur, hún tók nokkrar myndir af gítarleikaranum sínum í einu laginu og hún leyfði sér að stoppa í miðju kafi til þess að laga fleginn kjólinn og biðjast afsökunar á því að það sæist of mikið í brjóstin á henni. Og allt gerði hún þetta með breiðu brosi og hlýlegu og glampandi augnaráði. Listahátíð hefur fyrir reglu að bjóða upp á allavega einn heimstónlistarviðburð á hverri hátíð. Það er mjög mikilvæg og góð regla. Tónleikarnir með Buiku voru frábærir. Þeir voru óvenju persónulegir og ólíkir flestu öðru sem maður hefur upplifað. Án Listahátíðar hefðu þeir sennilega aldrei farið fram. Niðurstaða: Spænska söngkonan Buika heillaði tónleikagesti í Hörpu á laugardagskvöldið með tilfinningaríkum söng og skemmtilegri sviðsframkomu. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónleikar. Buika. Listahátíð – Harpa Eldborg 9. júní. Það var ólík sýn sem beið manns þegar maður gekk inn í Elborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, heldur en á tónleikum Bryans Ferry um daginn eða á Hljómskálatónleikunum. Á sviðinu voru bara tveir stólar, eitt lítið borð með drykkjum á, þrír hljóðnemar og nokkrir litlir sviðshátalarar. Engar græjustæður og engin sérútbúin sviðsmynd. Þegar Buika hafði komið sér fyrir á sviðinu ásamt hljóðfæraleikurunum sínum tveimur, kassagítarleikara og slagverksleikara, þá rann upp fyrir manni að hún og röddin hennar þyrftu að halda alveg uppi þessum tónleikum. Það væri ekki hægt að fela sig á bak við eitt eða neitt. Strax á eftir fyrsta laginu útskýrði Buika að hún hefði orðið að fresta tónleikunum, sem áttu upphaflega að vera 3. júní, vegna slæmra veikinda og bætti því við að hún væri nýhætt með kærastanum: „Röddin er ekki alveg hundrað prósent og hjartað er skaddað, en hugurinn og þrekið hafa aldrei verið sterkari." Þrátt fyrir viðkvæma rödd og einfalt undirspil þá skilaði Buika sínu með miklum tilþrifum á laugardagskvöldið. Hún hefur mjög sérstaka rödd og sterka sviðsnærveru. Hún var mjög persónuleg; talaði mikið við tónleikagesti um sig og sín mál, söng af mikilli tilfinningu og innlifun og hreyfingar hennar og dansar á sviðinu voru fullir af ástríðu. Tónlist Buiku er sambland af flamenco-tónlist, suður-amerískri tónlist, sálartónlist og djassi, þó að djassinn sé meira áberandi hjá henni þegar hún spilar með píanóleikara. Buika söng lögin sín af innlifun á laugardagskvöldið, en hún var líka mjög skemmtileg á sviðinu. Hún kallaði „Hvað, ertu að fara?" á eftir tónleikagesti sem stóð upp til að yfirgefa salinn og hætti ekki fyrr en hún hafði fengið það staðfest frá honum að hann kæmi aftur, hún tók nokkrar myndir af gítarleikaranum sínum í einu laginu og hún leyfði sér að stoppa í miðju kafi til þess að laga fleginn kjólinn og biðjast afsökunar á því að það sæist of mikið í brjóstin á henni. Og allt gerði hún þetta með breiðu brosi og hlýlegu og glampandi augnaráði. Listahátíð hefur fyrir reglu að bjóða upp á allavega einn heimstónlistarviðburð á hverri hátíð. Það er mjög mikilvæg og góð regla. Tónleikarnir með Buiku voru frábærir. Þeir voru óvenju persónulegir og ólíkir flestu öðru sem maður hefur upplifað. Án Listahátíðar hefðu þeir sennilega aldrei farið fram. Niðurstaða: Spænska söngkonan Buika heillaði tónleikagesti í Hörpu á laugardagskvöldið með tilfinningaríkum söng og skemmtilegri sviðsframkomu.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira