Styður áheyrnaraðild að Norðurskautsráði 14. júní 2012 06:30 norræn samvinna Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, hefur sagt að ekki komi til greina að Kína fái áheyrnaraðild að Norðurskautsráði við núverandi aðstæður. Ísland styður áheyrnaraðild Kína. Störe talar hér á fundi Norðurlandaráðs árið 2010. Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn." Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnaraðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norðmenn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrnaraðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna." Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrnaraðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuðum, en engar óskir hafa borist til annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa." Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikilvægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkisverslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn." Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnaraðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norðmenn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrnaraðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna." Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrnaraðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuðum, en engar óskir hafa borist til annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa." Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikilvægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkisverslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira