Innlent

Einn stjórnarliði sagði nei

Víkurskarð Vaðlaheiðargöng munu verða valkostur við veginn um Víkurskarð ef af verður.Fréttablaðið/GVA
Víkurskarð Vaðlaheiðargöng munu verða valkostur við veginn um Víkurskarð ef af verður.Fréttablaðið/GVA
Frumvarpi um fjármögnun Vaðlaheiðarganga var vísað til fjárlaganefndar eftir aðra umræðu í gær. Málið var samþykkt með 31 atkvæði gegn átján, en sex þingmenn sátu hjá.

Mörður Árnason greiddi atkvæði gegn málinu, einn stjórnarliða, en sjö stjórnarandstæðingar greiddu atkvæði með því. Fjórir stjórnarliðar greiddu ekki atkvæði, þar á meðal Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Ögmundur sagði í ræðu sinni á þingi að um væri að ræða fjármögnun ríkisins og sem slík hefðu göngin átt að fara eins og aðrar ríkisframkvæmdir á samgönguáætlun.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×