Laun bæjarstjóra hækkuðu um 3,5% Ármann Kr. Ólafsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um 3,5% þann 1. mars sl., samkvæmt ákvörðun kjararáðs, eins og laun allra þeirra sem undir kjararáð heyra svo sem laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Í janúar 2009 voru laun bæjarfulltrúa lækkuð um 10% en jafnframt voru þau aftengd þingfararkaupi. Með því vildu bæjarfulltrúar taka á sig kjaraskerðingu eins og aðrir í samfélaginu. Síðan þá hafa launin staðið óhreyfð, með tíu prósenta lækkuninni, á meðan aðrir sambærilegir hópar, eins og til dæmis þingmenn, hafa fengið sínar lækkanir til baka og vel það í þremur áföngum, nú síðast 1. mars sl. Eftir ákvörðun bæjarráðs nú í apríl eru laun bæjarfulltrúa aftur 27% af þingfararkaupi. Það þýðir í krónum talið að laun fyrir setu í bæjarstjórn urðu frá og með 1. mars 164.752 kr. á mánuði en voru 133.928 kr. Fyrr á þessu ári höfðu gengið til baka launalækkanir stjórnenda bæjarins. Þetta þýðir með öðrum orðum að laun bæjarfulltrúa í Kópavogi voru fyrst til að lækka eftir hrun og síðust til að ganga til baka eftir hrun. Grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. júní 1.127.821 kr. ef með er talinn bifreiðastyrkur en þau hækkuðu um 3,5%, eins og áður sagði í mars. Þess má geta að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. janúar 2009 1.080.774 kr. Auk bæjarstjóralauna fær bæjarstjóri Kópavogs, samkvæmt venju, greitt fyrir setu í nefndum og ráðum, og núna fyrir bæjarráð, bæjarstjórn og hafnarstjórn. Eru heildarlaunin þegar það er talið með því 1.496.988 krónur. Samtals hafa því heildarlaunin hækkað um 4,4 % á u.þ.b. þremur árum eða frá 1. janúar 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um 3,5% þann 1. mars sl., samkvæmt ákvörðun kjararáðs, eins og laun allra þeirra sem undir kjararáð heyra svo sem laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Í janúar 2009 voru laun bæjarfulltrúa lækkuð um 10% en jafnframt voru þau aftengd þingfararkaupi. Með því vildu bæjarfulltrúar taka á sig kjaraskerðingu eins og aðrir í samfélaginu. Síðan þá hafa launin staðið óhreyfð, með tíu prósenta lækkuninni, á meðan aðrir sambærilegir hópar, eins og til dæmis þingmenn, hafa fengið sínar lækkanir til baka og vel það í þremur áföngum, nú síðast 1. mars sl. Eftir ákvörðun bæjarráðs nú í apríl eru laun bæjarfulltrúa aftur 27% af þingfararkaupi. Það þýðir í krónum talið að laun fyrir setu í bæjarstjórn urðu frá og með 1. mars 164.752 kr. á mánuði en voru 133.928 kr. Fyrr á þessu ári höfðu gengið til baka launalækkanir stjórnenda bæjarins. Þetta þýðir með öðrum orðum að laun bæjarfulltrúa í Kópavogi voru fyrst til að lækka eftir hrun og síðust til að ganga til baka eftir hrun. Grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. júní 1.127.821 kr. ef með er talinn bifreiðastyrkur en þau hækkuðu um 3,5%, eins og áður sagði í mars. Þess má geta að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. janúar 2009 1.080.774 kr. Auk bæjarstjóralauna fær bæjarstjóri Kópavogs, samkvæmt venju, greitt fyrir setu í nefndum og ráðum, og núna fyrir bæjarráð, bæjarstjórn og hafnarstjórn. Eru heildarlaunin þegar það er talið með því 1.496.988 krónur. Samtals hafa því heildarlaunin hækkað um 4,4 % á u.þ.b. þremur árum eða frá 1. janúar 2009.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun