Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir og Erna Magnúsdóttir skrifa 26. janúar 2025 13:30 Andvísindi á uppleið Mánudaginn 20. janúar tók Donald Trump við forsetastól Bandaríkjanna í annað sinn. Trump dró Bandaríkin samstundis út úr Parísarsamkomulaginu sem hefur það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn hnattrænni hlýnun. Trump virðist enda hafa takmarkaða trú á að hnattræn hlýnun sé raunveruleg (þrátt fyrir að 2024 sé heitasta árið frá því að mælingar hófust 1850), og hvað þá af mannavöldum – í fullkominni andstöðu við upplýsta afstöðu yfirgnæfandi meirihluta vísindamanna með sérþekkingu á sviðinu. Nokkuð ljóst er einnig að Robert F. Kennedy hinn yngri, yfirlýstur andstæðingur bóluefna, verði heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Bandaríkjanna (U.S. Secretary of Health and Human Services), þrátt fyrir eindregin mótmæli 77 nóbelsverðlaunavísindamanna sem telja heilsufari almennings stofnað í hættu með skipan hans. Kennedy hefur meðal annars haldið því fram að bólusetningar orsaki einhverfu, þrátt fyrir að vísindamenn hafi sýnt fram á að það standist enga skoðun. Tilskipun forsetans um að einungis séu til tvö kyn og að þau ákvarðist við getnað er af sama meiði vísindaafneitunar sprottin og hunsar meira en hálfa öld af erfðafræðilegum rannsóknum, sem meðal annars hafa afhjúpað að kynákvörðun sé á rófi þar sem ystu pólarnir eru karl- og kvenkyn. Þessi ákvörðun er líkleg til að skaða trans og intersex fólk og skaðsemi tilskipunarinnar mun ekki einungis snúa að réttinum til heilbrigðisþjónustu heldur einnig að atvinnufrelsi og öðrum þáttum sem við flest tökum sem sjálfsögðum hlut. Nýjasta útspil Trump-stjórnarinnar virðist svo vera atlaga að Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (National Institutes of Health, NIH), sem er einn helsti bakhjarl bandarísks rannsóknaumhverfis. Ýmis starfsemi stofnunarinnar virðist hafa verið fryst, þar á meðal hefur yfirferð á umsóknum um rannsóknastyrki verið stöðvuð. Án slíkrar umfjöllunar getur NIH ekki veitt rannsóknarstyrki, sem tímabundið frystir 80% af þeim 47 milljörðum Bandaríkjadala (um 6.580 milljarðar íslenskra króna) sem NIH notar til að fjármagna rannsóknir. Vísindi skapa þekkingu og auð Frá síðari heimsstyrjöld hafa Bandaríkin verið leiðandi í þekkingarsköpun. Þar í landi hefur almennt verið viðurkennt að einn helsti hvati hagvaxtar og velsældar sé þekkingarsköpun og að hún byrji á grunnrannsóknum. Stjórnvöld hafa fjárfest í öflugum grunnrannsóknum með það að leiðarljósi að einkaframtakið geti ekki staðið undir þessum áhættumesta lið þekkingarsköpunar. Nýsköpunarfyrirtæki og stærri einkafyrirtæki taka svo við afrakstrinum frá vísindafólki og hagnýta þekkinguna. Einungis ríkið getur fjárfest nógu breitt í þekkingarsköpun til þess að dreifa áhættunni og þar með tryggja afraksturinn. Þetta má meðal annars sjá í úttekt sem stjórnvöld í Bandaríkjunum létu gera fyrir nokkru sem leiddi í ljós að fyrir hvern dollara sem stjórnvöld veittu til grunnrannsókna urðu til 44 dollarar í hagkerfinu á aðeins átta árum. Þessi ábati er ekki einungis vegna beinna afurða rannsóknanna heldur einnig vegna hagvaxtar sem verður í kringum þær sem og þeirrar dýrmætu þjálfunar sem vísindafólk fær við að stunda þær. Þessi ábati er líka einungis sá afrakstur sem unnt er að mæla í beinhörðum peningum og líta verður á hann sem mælistiku fyrir þá velsæld sem vísindastarfsemi framkallar í samfélaginu. Það er hins vegar mjög langt frá því að vera augljóst að svo mikill ábati sé af breiðri fjárfestingu í vísindum og rannsóknum, og því þarf skilningur stjórnvalda um eðli vísinda og hlutverk þeirra í velsæld í heiminum að vera djúpur. Það er því uggvænlegt að stjórnvöld í því ríki sem hefur leitt vísindaframfarir undanfarna öld afneiti vísindunum blákalt í anda lýðskrums. Fjársvelti vísinda á Íslandi Stefna íslenskra stjórnvalda hefur sem betur fer hingað til ekki haft á sér slíkan andvísindalegan blæ þótt fjármögnun opinberra samkeppnissjóða í rannsóknum á Íslandi hafi reyndar lengi verið afskaplega rýr – og vel undir viðmiðum okkar helstu nágrannaþjóða. Hins vegar er alls ekki hægt að taka því sem gefnu í því andrúmslofti sem nú ríkir í stjórnmálum á alþjóðavísu að lýðskrum muni ekki eiga vinninginn yfir vísindalegri hugsun. Því er mikið í húfi fyrir lönd heimsins að tryggja stuðning við vísindi og háskóla, til að undirbyggja samfélag sem byggir á þekkingu með tilheyrandi velsæld sem af því hlýst. En hver er staðan þá í þessum málaflokki á Íslandi? Er nóg gert til að tryggja að íslenskt lýðræði og samfélag njóti þeirrar velsældar sem af vísindalegri þekkingaröflun hlýst? Það væri óskandi að það væri unnt að svara því játandi, en því miður er svo ekki. Það hafa verið blikur á lofti undanfarinn áratug að stefnubreyting hafi verið tekin í vísindafjármögnun án þess að um það hafi farið fram upplýst umræða. Fjármagni því sem ríkið ver til rannsókna og þróunar er í sífellt minna mæli beint til þessara dýrmætustu grunnstoða nýsköpunar, grunnrannsókna, en frekar beint í endurgreiðslur á kostnaði einkafyrirtækja við nýsköpun á síðari stigum rannsókna. Nú er svo komið að fyrir hverja krónu sem ríkið ver í samkeppnissjóði Vísinda- og nýsköpunarráðs þar sem vísindamenn fara í gegnum nálarauga jafningjamats fara þrjár krónur til nýsköpunarfyrirtækja, þar sem eftirlit og eftirfylgni með ábata og árangri er mun minna. Fjárveitingar til helsta bakhjarls íslensks rannsóknarstarfs, Rannsóknasjóðs Íslands, hafa frá árinu 2016 rýrnað að andvirði um 37%, og það sem verra er, styrkveitingar til nýrra verkefna hafa að sama skapi rýrnað um 48% – og voru þær mjög lágar fyrir í alþjóðlegu samhengi. Í nýafstaðinni úthlutun úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2025 fengu til að mynda einungis 7% umsókna um stærstu styrkina – svokallaða öndvegisstyrki – fjárveitingu, og einungis 17% umsókna um verkefnastyrki hlutu framgang. Ástandið lítur svo verr út þegar ekki er litið til fjölda einstakra styrkja, því einungis var veitt 15.8% af því fjármagni sem sótt var um. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra síðan 2011, þegar íslenskt hagkerfi var enn að sleikja sárin eftir fjármálahrun. Þetta hefur þau áhrif að vel unnar umsóknir sem hljóta frábæra dóma í alþjóðlegu jafningjamati fást ekki styrktar. Þriðjungur allra umsókna sem fengu hæstu einkunn – sem merkir að þær hafi verið algjörlega framúrskarandi – fengu 0 kr. Ekki neitt. Það er ekki við sjóðinn að sakast eða fólkið sem metur umsóknirnar. Ástæðan er einföld: Rannsóknasjóður er gjörsamlega fjársveltur. Það hefur hann lengi verið – en ástandið hefur líklega aldrei verið verra. Og á meðan fellur sú ótrúlega orka sem býr í íslensku hugviti vannýtt til sjávar. Við erum að missa af tækifærum með því að sniðganga frábærar hugmyndir íslenskra vísindamanna sem hafa fengið hæstu einkunn eftir að hafa farið í gegnum nálarauga alþjóðlegs vísindalegs jafningjamats. Hugmyndum er pakkað ofan í skúffu sem annars drægju öflugt hæfileikafólk til þátttöku í íslensku þekkingarsamfélagi. Og hvaða máli skiptir það fyrir Ísland? Hvaða tæki er sjóður eins og Rannsóknasjóður í samhengi vísindaafneitunar og vaxandi upplýsingaóreiðu í heiminum þar sem lýðskrumið vinnur á? Í sinni tærustu mynd, þá stendur sjóðurinn fyrir tækifæri fyrir öflugt vísindafólk að blómstra á Íslandi, sama á hvaða vettvangi vísindafólk vinnur. Með því að opna armana og veita fólki tækifæri til að leyfa hugmyndum sínum að vaxa og dafna sköpum við líka ómetanlega auðlind í formi mannauðs á Íslandi. Mannauðs sem tekur þátt í upplýstri umræðu, tekur þátt í að afrugla upplýsingaóreiðu og ekki síst: tekur þátt í að þjálfa öflugt ungt fólk til þátttöku í íslensku þekkingarsamfélagi. Íslensk stjórnvöld, við biðlum til ykkar: Sýnið stuðning við vísindi í verki, velsæld íslensks samfélags er í húfi! Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Erna Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Donald Trump Vísindi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Sjá meira
Andvísindi á uppleið Mánudaginn 20. janúar tók Donald Trump við forsetastól Bandaríkjanna í annað sinn. Trump dró Bandaríkin samstundis út úr Parísarsamkomulaginu sem hefur það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn hnattrænni hlýnun. Trump virðist enda hafa takmarkaða trú á að hnattræn hlýnun sé raunveruleg (þrátt fyrir að 2024 sé heitasta árið frá því að mælingar hófust 1850), og hvað þá af mannavöldum – í fullkominni andstöðu við upplýsta afstöðu yfirgnæfandi meirihluta vísindamanna með sérþekkingu á sviðinu. Nokkuð ljóst er einnig að Robert F. Kennedy hinn yngri, yfirlýstur andstæðingur bóluefna, verði heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Bandaríkjanna (U.S. Secretary of Health and Human Services), þrátt fyrir eindregin mótmæli 77 nóbelsverðlaunavísindamanna sem telja heilsufari almennings stofnað í hættu með skipan hans. Kennedy hefur meðal annars haldið því fram að bólusetningar orsaki einhverfu, þrátt fyrir að vísindamenn hafi sýnt fram á að það standist enga skoðun. Tilskipun forsetans um að einungis séu til tvö kyn og að þau ákvarðist við getnað er af sama meiði vísindaafneitunar sprottin og hunsar meira en hálfa öld af erfðafræðilegum rannsóknum, sem meðal annars hafa afhjúpað að kynákvörðun sé á rófi þar sem ystu pólarnir eru karl- og kvenkyn. Þessi ákvörðun er líkleg til að skaða trans og intersex fólk og skaðsemi tilskipunarinnar mun ekki einungis snúa að réttinum til heilbrigðisþjónustu heldur einnig að atvinnufrelsi og öðrum þáttum sem við flest tökum sem sjálfsögðum hlut. Nýjasta útspil Trump-stjórnarinnar virðist svo vera atlaga að Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (National Institutes of Health, NIH), sem er einn helsti bakhjarl bandarísks rannsóknaumhverfis. Ýmis starfsemi stofnunarinnar virðist hafa verið fryst, þar á meðal hefur yfirferð á umsóknum um rannsóknastyrki verið stöðvuð. Án slíkrar umfjöllunar getur NIH ekki veitt rannsóknarstyrki, sem tímabundið frystir 80% af þeim 47 milljörðum Bandaríkjadala (um 6.580 milljarðar íslenskra króna) sem NIH notar til að fjármagna rannsóknir. Vísindi skapa þekkingu og auð Frá síðari heimsstyrjöld hafa Bandaríkin verið leiðandi í þekkingarsköpun. Þar í landi hefur almennt verið viðurkennt að einn helsti hvati hagvaxtar og velsældar sé þekkingarsköpun og að hún byrji á grunnrannsóknum. Stjórnvöld hafa fjárfest í öflugum grunnrannsóknum með það að leiðarljósi að einkaframtakið geti ekki staðið undir þessum áhættumesta lið þekkingarsköpunar. Nýsköpunarfyrirtæki og stærri einkafyrirtæki taka svo við afrakstrinum frá vísindafólki og hagnýta þekkinguna. Einungis ríkið getur fjárfest nógu breitt í þekkingarsköpun til þess að dreifa áhættunni og þar með tryggja afraksturinn. Þetta má meðal annars sjá í úttekt sem stjórnvöld í Bandaríkjunum létu gera fyrir nokkru sem leiddi í ljós að fyrir hvern dollara sem stjórnvöld veittu til grunnrannsókna urðu til 44 dollarar í hagkerfinu á aðeins átta árum. Þessi ábati er ekki einungis vegna beinna afurða rannsóknanna heldur einnig vegna hagvaxtar sem verður í kringum þær sem og þeirrar dýrmætu þjálfunar sem vísindafólk fær við að stunda þær. Þessi ábati er líka einungis sá afrakstur sem unnt er að mæla í beinhörðum peningum og líta verður á hann sem mælistiku fyrir þá velsæld sem vísindastarfsemi framkallar í samfélaginu. Það er hins vegar mjög langt frá því að vera augljóst að svo mikill ábati sé af breiðri fjárfestingu í vísindum og rannsóknum, og því þarf skilningur stjórnvalda um eðli vísinda og hlutverk þeirra í velsæld í heiminum að vera djúpur. Það er því uggvænlegt að stjórnvöld í því ríki sem hefur leitt vísindaframfarir undanfarna öld afneiti vísindunum blákalt í anda lýðskrums. Fjársvelti vísinda á Íslandi Stefna íslenskra stjórnvalda hefur sem betur fer hingað til ekki haft á sér slíkan andvísindalegan blæ þótt fjármögnun opinberra samkeppnissjóða í rannsóknum á Íslandi hafi reyndar lengi verið afskaplega rýr – og vel undir viðmiðum okkar helstu nágrannaþjóða. Hins vegar er alls ekki hægt að taka því sem gefnu í því andrúmslofti sem nú ríkir í stjórnmálum á alþjóðavísu að lýðskrum muni ekki eiga vinninginn yfir vísindalegri hugsun. Því er mikið í húfi fyrir lönd heimsins að tryggja stuðning við vísindi og háskóla, til að undirbyggja samfélag sem byggir á þekkingu með tilheyrandi velsæld sem af því hlýst. En hver er staðan þá í þessum málaflokki á Íslandi? Er nóg gert til að tryggja að íslenskt lýðræði og samfélag njóti þeirrar velsældar sem af vísindalegri þekkingaröflun hlýst? Það væri óskandi að það væri unnt að svara því játandi, en því miður er svo ekki. Það hafa verið blikur á lofti undanfarinn áratug að stefnubreyting hafi verið tekin í vísindafjármögnun án þess að um það hafi farið fram upplýst umræða. Fjármagni því sem ríkið ver til rannsókna og þróunar er í sífellt minna mæli beint til þessara dýrmætustu grunnstoða nýsköpunar, grunnrannsókna, en frekar beint í endurgreiðslur á kostnaði einkafyrirtækja við nýsköpun á síðari stigum rannsókna. Nú er svo komið að fyrir hverja krónu sem ríkið ver í samkeppnissjóði Vísinda- og nýsköpunarráðs þar sem vísindamenn fara í gegnum nálarauga jafningjamats fara þrjár krónur til nýsköpunarfyrirtækja, þar sem eftirlit og eftirfylgni með ábata og árangri er mun minna. Fjárveitingar til helsta bakhjarls íslensks rannsóknarstarfs, Rannsóknasjóðs Íslands, hafa frá árinu 2016 rýrnað að andvirði um 37%, og það sem verra er, styrkveitingar til nýrra verkefna hafa að sama skapi rýrnað um 48% – og voru þær mjög lágar fyrir í alþjóðlegu samhengi. Í nýafstaðinni úthlutun úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2025 fengu til að mynda einungis 7% umsókna um stærstu styrkina – svokallaða öndvegisstyrki – fjárveitingu, og einungis 17% umsókna um verkefnastyrki hlutu framgang. Ástandið lítur svo verr út þegar ekki er litið til fjölda einstakra styrkja, því einungis var veitt 15.8% af því fjármagni sem sótt var um. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra síðan 2011, þegar íslenskt hagkerfi var enn að sleikja sárin eftir fjármálahrun. Þetta hefur þau áhrif að vel unnar umsóknir sem hljóta frábæra dóma í alþjóðlegu jafningjamati fást ekki styrktar. Þriðjungur allra umsókna sem fengu hæstu einkunn – sem merkir að þær hafi verið algjörlega framúrskarandi – fengu 0 kr. Ekki neitt. Það er ekki við sjóðinn að sakast eða fólkið sem metur umsóknirnar. Ástæðan er einföld: Rannsóknasjóður er gjörsamlega fjársveltur. Það hefur hann lengi verið – en ástandið hefur líklega aldrei verið verra. Og á meðan fellur sú ótrúlega orka sem býr í íslensku hugviti vannýtt til sjávar. Við erum að missa af tækifærum með því að sniðganga frábærar hugmyndir íslenskra vísindamanna sem hafa fengið hæstu einkunn eftir að hafa farið í gegnum nálarauga alþjóðlegs vísindalegs jafningjamats. Hugmyndum er pakkað ofan í skúffu sem annars drægju öflugt hæfileikafólk til þátttöku í íslensku þekkingarsamfélagi. Og hvaða máli skiptir það fyrir Ísland? Hvaða tæki er sjóður eins og Rannsóknasjóður í samhengi vísindaafneitunar og vaxandi upplýsingaóreiðu í heiminum þar sem lýðskrumið vinnur á? Í sinni tærustu mynd, þá stendur sjóðurinn fyrir tækifæri fyrir öflugt vísindafólk að blómstra á Íslandi, sama á hvaða vettvangi vísindafólk vinnur. Með því að opna armana og veita fólki tækifæri til að leyfa hugmyndum sínum að vaxa og dafna sköpum við líka ómetanlega auðlind í formi mannauðs á Íslandi. Mannauðs sem tekur þátt í upplýstri umræðu, tekur þátt í að afrugla upplýsingaóreiðu og ekki síst: tekur þátt í að þjálfa öflugt ungt fólk til þátttöku í íslensku þekkingarsamfélagi. Íslensk stjórnvöld, við biðlum til ykkar: Sýnið stuðning við vísindi í verki, velsæld íslensks samfélags er í húfi! Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Erna Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs Háskóla Íslands.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar