Eldur kom upp í plastbátnum Guðrúnu EA 58 í Hrísey á Eyjafirði í gær. Slökkvilið var kallað til og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma.
Talið er að kviknað hafi í út frá rafknúnum viftumótor fyrir loftræstingu sem brann yfir.
Slökkviliði Akureyrar var gert viðvart en ekki var ástæða til að senda það út í eyjuna því þar er slökkvilið sem var fullfært um að leysa verkefnið með þeim góða eldvarnarbúnaði sem til staðar er í eyjunni.- bþh
Eldur í plastbát í Hrísey
