Á umfjöllun um ESB og EES heima í námskrám framhaldsskóla? Valgerður Húnbogadóttir skrifar 15. júní 2012 06:00 Hvers vegna ætti Ísland að ganga í ESB? Þetta er spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér síðastliðin ár og hefur svarið verið miklum breytingum háð. Eftir eins og hálfs árs búsetu í Brussel og eftir að hafa starfað bæði fyrir sendiráð Íslands í Brussel og EFTA geri ég mér æ betur grein fyrir því hversu miklir þátttakendur við í raun erum í ESB án þess að þó að hafa mikið um stöðu okkar innan þess að segja. Ísland er til dæmis fullur þátttakandi í Schengen samstarfinu en þegar kemur að ákvörðunartöku varðandi samstarfið höfum við engan atkvæðisrétt. Þessar ákvarðanir hafa þó oft mikil áhrif á Íslandi. Þá leiddi nýleg skýrsla í Noregi það í ljós að þar væri búið að innleiða um ¾ hluta af regluverki ESB og Noregur væri því í raun jafnmikill þátttakandi í ESB og sum ríkjanna innan ESB. Það sama má í raun segja um Ísland þó ómögulegt sé. Það má þó sem dæmi nefna að Írland og Bretland eru ekki þátttakendur í Schengen samstarfinu en hafa þó aðgang að fundum er varða samstarfið á sama hátt og Ísland og Noregur sökum aðildar að ESB. Kannski er hægt að halda því fram að það sé ekki nógu góð ástæða fyrir aðild að við séum hvort eð er það miklir þátttakendur í ESB nú þegar, en það er allavega umhugsunarvert. Í Húsi Noregs (Norway House) í Brussel fyrir nokkru kynnti Fredrik Sejersted, höfundur norsku skýrslunnar, skýrsluna sjálfa. Hann útskýrði meðal annars að EES rétturinn væri afar veigamikill í viðskiptalífi Noregs og ég vil meina að það sama megi segja um Ísland enda snertir hann nánast öll svið íslensks samfélags. Á hverjum degi hefur ESB og EES áhrif á líf okkar. Hversu lengi við megum vinna, hversu lengi rútubílstjórinn má keyra án þess að taka sér hvíld, hvaða mat við megum ekki borða, hvaða leikföng börnin okkar mega ekki leika sér mér, hvaða tóbaks við megum ekki neyta, í hvaða löndum við megum vinna og svona mætti lengi telja. Sejerstad benti á að engu að síður væri að finna litlar sem engar upplýsingar um EES og ESB í skólabókum í Noregi og það er í raun ekki á kennsluskrá fyrr en á háskólastigi og þá eingöngu í fögum tengdum EES og ESB. Sejersted velti því fyrir sér hvers vegna ekki væri að finna upplýsingar um EES í skólum landsins og ekki einu sinni í Handelsgymnasiet (samsvarar Verslunarskóla Íslands). Ef áhugi á aðild að ESB er skoðaður á Íslandi og Noregi virðist stuðningur hærri meðal þeirra sem hafa menntun eða starfsreynslu á sviði ESB. Skyldi það vera vegna þess að þessir aðilar sjá hag sínum betur borgið gerist Ísland aðili að ESB eða eru þeir orðnir heilaþvegnir? Að mínu mati er ástæðan sú að þeir séu upplýstari um hömlurnar sem fylgja því að vera takmarkaður innan landamæra eins lands. Í útvarpsþætti á Íslandi, fyrir nokkrum árum, var áhugi unglinga í framhaldsskólum landsins á aðild Íslands að ESB til umræðu. Unglingarnir voru spurðir hvort þeir væru hlynntir aðild og svöruðu allir að þeir vildu ekki að Ísland gengi í ESB. Þegar fréttamaður spurði hvers vegna hikuðu unglingarnir og sögðu að það væri sökum þess að foreldrar þeirra vildu það ekki. Ég hef fullan skilning á svörum þeirra enda hef ég verið í nákvæmlega sömu stöðu. Ég ólst að hluta til upp í Noregi og bjó þar þegar umræða um aðild Noregs stóð sem hæst. Á þessum tíma gengu um bekkinn minn svokallaðar vinabækur. Einn daginn tók ég með mér heim slíka bók í eigu bekkjarsystur minnar. Eftir að hafa fyllt út fullt nafn, augnlit, nafn systkina og uppáhalds gæludýr kom ég að spurningunni „Ja eller Nei til EU" (Já eða Nei við ESB). Þessi spurning var mér ofviða og líkt og svo oft áður leitaði ég til föður míns. Hvað þýðir þetta? Spurði ég hann. Hverju hann svaraði man ég ekki. Næsta spurning var: vil ég það? Svarinu við þeirri spurningu mun ég aldrei gleyma. Það var: nei. Hann gerði mér vissulega grein fyrir því að ég yrði að mynda mér sjálf skoðun um þetta málefni en engu að síður sat svarið fast í huga mér og var ég orðin ESB andstæðingur ellefu ára gömul án nokkurar þekkingar á hugtakinu. Eftir tvo áfanga í Evrópurétti í háskólanum var ég í raun heldur ekkert nær því að vita hvað fælist í EES og ESB né hvaða áhrif það hefði á íslenskt samfélag. Ég tel það tímabært að umfjöllun um ESB og EES sé bætt í kennsluskrár framhaldsskóla landsins svo að allir geti, á upplýstan hátt, lært um kosti og galla þess út frá raunhæfum forsendum og skilið hlutverk okkar innan þess. Ég er ekki, með þessari grein, að lýsa yfir stuðningi við aðild að ESB. Ég tel hinsvegar að það sé Íslandi og íslensku samfélagi fyrir bestu að vera upplýst um stöðu okkar innan ESB og Evrópu. Óháð því hvort við gerumst aðilar eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Hvers vegna ætti Ísland að ganga í ESB? Þetta er spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér síðastliðin ár og hefur svarið verið miklum breytingum háð. Eftir eins og hálfs árs búsetu í Brussel og eftir að hafa starfað bæði fyrir sendiráð Íslands í Brussel og EFTA geri ég mér æ betur grein fyrir því hversu miklir þátttakendur við í raun erum í ESB án þess að þó að hafa mikið um stöðu okkar innan þess að segja. Ísland er til dæmis fullur þátttakandi í Schengen samstarfinu en þegar kemur að ákvörðunartöku varðandi samstarfið höfum við engan atkvæðisrétt. Þessar ákvarðanir hafa þó oft mikil áhrif á Íslandi. Þá leiddi nýleg skýrsla í Noregi það í ljós að þar væri búið að innleiða um ¾ hluta af regluverki ESB og Noregur væri því í raun jafnmikill þátttakandi í ESB og sum ríkjanna innan ESB. Það sama má í raun segja um Ísland þó ómögulegt sé. Það má þó sem dæmi nefna að Írland og Bretland eru ekki þátttakendur í Schengen samstarfinu en hafa þó aðgang að fundum er varða samstarfið á sama hátt og Ísland og Noregur sökum aðildar að ESB. Kannski er hægt að halda því fram að það sé ekki nógu góð ástæða fyrir aðild að við séum hvort eð er það miklir þátttakendur í ESB nú þegar, en það er allavega umhugsunarvert. Í Húsi Noregs (Norway House) í Brussel fyrir nokkru kynnti Fredrik Sejersted, höfundur norsku skýrslunnar, skýrsluna sjálfa. Hann útskýrði meðal annars að EES rétturinn væri afar veigamikill í viðskiptalífi Noregs og ég vil meina að það sama megi segja um Ísland enda snertir hann nánast öll svið íslensks samfélags. Á hverjum degi hefur ESB og EES áhrif á líf okkar. Hversu lengi við megum vinna, hversu lengi rútubílstjórinn má keyra án þess að taka sér hvíld, hvaða mat við megum ekki borða, hvaða leikföng börnin okkar mega ekki leika sér mér, hvaða tóbaks við megum ekki neyta, í hvaða löndum við megum vinna og svona mætti lengi telja. Sejerstad benti á að engu að síður væri að finna litlar sem engar upplýsingar um EES og ESB í skólabókum í Noregi og það er í raun ekki á kennsluskrá fyrr en á háskólastigi og þá eingöngu í fögum tengdum EES og ESB. Sejersted velti því fyrir sér hvers vegna ekki væri að finna upplýsingar um EES í skólum landsins og ekki einu sinni í Handelsgymnasiet (samsvarar Verslunarskóla Íslands). Ef áhugi á aðild að ESB er skoðaður á Íslandi og Noregi virðist stuðningur hærri meðal þeirra sem hafa menntun eða starfsreynslu á sviði ESB. Skyldi það vera vegna þess að þessir aðilar sjá hag sínum betur borgið gerist Ísland aðili að ESB eða eru þeir orðnir heilaþvegnir? Að mínu mati er ástæðan sú að þeir séu upplýstari um hömlurnar sem fylgja því að vera takmarkaður innan landamæra eins lands. Í útvarpsþætti á Íslandi, fyrir nokkrum árum, var áhugi unglinga í framhaldsskólum landsins á aðild Íslands að ESB til umræðu. Unglingarnir voru spurðir hvort þeir væru hlynntir aðild og svöruðu allir að þeir vildu ekki að Ísland gengi í ESB. Þegar fréttamaður spurði hvers vegna hikuðu unglingarnir og sögðu að það væri sökum þess að foreldrar þeirra vildu það ekki. Ég hef fullan skilning á svörum þeirra enda hef ég verið í nákvæmlega sömu stöðu. Ég ólst að hluta til upp í Noregi og bjó þar þegar umræða um aðild Noregs stóð sem hæst. Á þessum tíma gengu um bekkinn minn svokallaðar vinabækur. Einn daginn tók ég með mér heim slíka bók í eigu bekkjarsystur minnar. Eftir að hafa fyllt út fullt nafn, augnlit, nafn systkina og uppáhalds gæludýr kom ég að spurningunni „Ja eller Nei til EU" (Já eða Nei við ESB). Þessi spurning var mér ofviða og líkt og svo oft áður leitaði ég til föður míns. Hvað þýðir þetta? Spurði ég hann. Hverju hann svaraði man ég ekki. Næsta spurning var: vil ég það? Svarinu við þeirri spurningu mun ég aldrei gleyma. Það var: nei. Hann gerði mér vissulega grein fyrir því að ég yrði að mynda mér sjálf skoðun um þetta málefni en engu að síður sat svarið fast í huga mér og var ég orðin ESB andstæðingur ellefu ára gömul án nokkurar þekkingar á hugtakinu. Eftir tvo áfanga í Evrópurétti í háskólanum var ég í raun heldur ekkert nær því að vita hvað fælist í EES og ESB né hvaða áhrif það hefði á íslenskt samfélag. Ég tel það tímabært að umfjöllun um ESB og EES sé bætt í kennsluskrár framhaldsskóla landsins svo að allir geti, á upplýstan hátt, lært um kosti og galla þess út frá raunhæfum forsendum og skilið hlutverk okkar innan þess. Ég er ekki, með þessari grein, að lýsa yfir stuðningi við aðild að ESB. Ég tel hinsvegar að það sé Íslandi og íslensku samfélagi fyrir bestu að vera upplýst um stöðu okkar innan ESB og Evrópu. Óháð því hvort við gerumst aðilar eða ekki.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun