Kosið verður til þings í Grikklandi á nýjan leik á morgun. Kosningarnar geta haft mikil áhrif á framhald fjármálakreppunnar í Evrópu.
Lokun apóteka í Grikklandi stal þó athyglinni frá kosningunum í gær, en eigandi apóteks í Piraeus var skotinn til bana í vopnuðu ráni á fimmtudag. Glæpum hefur fjölgað mjög í landinu. Leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins, Antonis Samaras, sagði morðið sýna að Grikkir væru komnir á endastöð, þyldu ekki meira. - þeb

