Innlent

Gefa íslenskum börnum fánann

Fengu veifur að gjöf Hressir strákar í Mýrarhúsaskóla.
Fengu veifur að gjöf Hressir strákar í Mýrarhúsaskóla.
Um 4.500 börn sem luku öðrum bekk grunnskóla nú í júní hafa fengið litlar fánaveifur að gjöf frá Skátahreyfingunni og Eimskip.

Öllum íslensku fánunum fylgdi bæklingur um fánareglur og hvernig fara skal með íslenska flaggið. Börnin geta því veifað íslenska fánanum með sóma á þjóðhátíðardaginn 17. júní á sunnudag.

Bragi Björnsson skátahöfðingi segir framtakið lið í því að gera veg íslenska fánans sem mestan. „Hugmyndin er sú að vekja athygli barna á fánanum og auka virðingu þeirra fyrir honum," segir hann. - bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×