Innlent

Efla erlenda fjárfestingu á Íslandi

helgi hjörvar
helgi hjörvar
Alþingi hefur samþykkt stefnumörkun um beina erlenda fjárfestingu, en hún var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt tillögunni, sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram, skal hann, ásamt iðnaðarráðherra, leggja fram tímasetta áætlun um aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu Íslands.

Kannað verður hvort breyta þurfi lögum og reglugerðum til að laða að erlenda fjárfestingu. Farið verður í öflugt markaðs- og kynningarstarf og lögð er áhersla á að tryggja samhæfða stjórnsýslu.

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, mælti fyrir áliti nefndarinnar. Hann sagði erlenda fjárfestingu hafa skort en betur hefði gengið að fá lánsfé. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar hefði verið bundinn stóriðju hingað til.

„Þetta verður fyrst og fremst gert með markaðs- og kynningarstarfi annars vegar og hins vegar með ívilnun fyrir erlenda fjárfestingu," sagði Helgi. Skoðað yrði hvort grípa þyrfti til skattalegra ráðstafana.

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fagnaði stefnunni. Hann sagði þó að samkvæmt þingsályktunartillögu hefði tímasett áætlun átt að vera komin fram.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×