Frumvarp um vernd dýra endurskoðað 16. júní 2012 10:00 Virða ber rétt dýra Yfirvöld eiga að hafa ótvíræðar heimildir til að grípa til aðgerða gegn þeim sem brjóta á rétti dýra. Fréttablaðið/Vilhelm Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. „Það verður auðvitað farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið," segir Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. „En ég get ekki sagt neitt um hvort eða hverju verður breytt." Sigurgeir segir að meðal annars verði leyfi fyrir geldingu á sjö daga gömlum grísum án deyfingar tekið til endurskoðunar. „Þetta hefur verið praktíserað svona og er í samræmi við gildandi reglur í nágrannalöndunum," segir Sigurgeir og bendir á að nýlega hafi verið sett á reglugerð sem tilgreinir að ef slíkt sé gert verði að beita verkjastillandi lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir geldingu á næstu árum. „Við þurfum að horfa á þróun þessa tiltekna lyfs sem seinkar þroska á eistum grísa og kemur í veg fyrir að galtarbragðið myndist," segir hann. „Við hljótum að horfa til þess hvort það sé ekki lausn sem verði innleidd hér. Ég ætla þó ekki að nefna neinn tíma í því samhengi, en það verður skoðað." Hagsmunahópar hafa einnig gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneytisins að vilja taka út þvingunarúrræði Matvælastofnunar til að skerða eða fella niður ríkisstyrki hjá þeim sem brjóta gegn dýrum. Sigurgeir segir þá gagnrýni umdeilanlega. Þar hafi verið uppi lögfræðileg sjónarmið varðandi hvernig breyta átti þeim viðurlögum sem hægt sé að beita þá sem brjóta gegn réttindum dýra. Til staðar séu nú þegar ákveðin refsi- og sektarákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt upp í allt að fimm milljónir króna. „Svo eru heimildir til að svipta fólk rétti til að halda dýr," segir hann. „Ef menn framfylgja lögunum á það ekki að geta liðist að bændur haldi bústofn sem er illa með farið til lengdar því það á að vera hægt að stöðva það." Hann segir yfirvöld hafa borið því við að ekki væru nægilega skýr ákvæði til að taka á þessu með viðeigandi hætti. „En það á að færa mönnum ótvíræðar heimildir til að grípa til nauðsynlegra aðgerða." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. „Það verður auðvitað farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið," segir Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. „En ég get ekki sagt neitt um hvort eða hverju verður breytt." Sigurgeir segir að meðal annars verði leyfi fyrir geldingu á sjö daga gömlum grísum án deyfingar tekið til endurskoðunar. „Þetta hefur verið praktíserað svona og er í samræmi við gildandi reglur í nágrannalöndunum," segir Sigurgeir og bendir á að nýlega hafi verið sett á reglugerð sem tilgreinir að ef slíkt sé gert verði að beita verkjastillandi lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir geldingu á næstu árum. „Við þurfum að horfa á þróun þessa tiltekna lyfs sem seinkar þroska á eistum grísa og kemur í veg fyrir að galtarbragðið myndist," segir hann. „Við hljótum að horfa til þess hvort það sé ekki lausn sem verði innleidd hér. Ég ætla þó ekki að nefna neinn tíma í því samhengi, en það verður skoðað." Hagsmunahópar hafa einnig gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneytisins að vilja taka út þvingunarúrræði Matvælastofnunar til að skerða eða fella niður ríkisstyrki hjá þeim sem brjóta gegn dýrum. Sigurgeir segir þá gagnrýni umdeilanlega. Þar hafi verið uppi lögfræðileg sjónarmið varðandi hvernig breyta átti þeim viðurlögum sem hægt sé að beita þá sem brjóta gegn réttindum dýra. Til staðar séu nú þegar ákveðin refsi- og sektarákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt upp í allt að fimm milljónir króna. „Svo eru heimildir til að svipta fólk rétti til að halda dýr," segir hann. „Ef menn framfylgja lögunum á það ekki að geta liðist að bændur haldi bústofn sem er illa með farið til lengdar því það á að vera hægt að stöðva það." Hann segir yfirvöld hafa borið því við að ekki væru nægilega skýr ákvæði til að taka á þessu með viðeigandi hætti. „En það á að færa mönnum ótvíræðar heimildir til að grípa til nauðsynlegra aðgerða." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira