Til hamingju með daginn Árni Stefán Jónsson skrifar 19. júní 2012 11:00 Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undanfarna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakannanir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjunum en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamunurinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launagreiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka féHvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreiðandinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leiðrétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðralags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síðastliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórnendur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórnvalda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórnvalda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörðum. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þessum sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undanfarna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakannanir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjunum en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamunurinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launagreiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka féHvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreiðandinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leiðrétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðralags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síðastliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórnendur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórnvalda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórnvalda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörðum. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þessum sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar