Á að fórna Nasa fyrir risahótel? Þóra Andrésdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? Tónleikasalur Nasa gegnir stórvægu hlutverki fyrir okkar frábæra tónlistarfólk. Það er enginn tónleikastaður sem er sambærilegur Nasa, andrúmsloftið þar er magnað og stemningin einstök. Nasa hefur verið aðaltónleikastaðurinn fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem margir útlendingar sækja. Þetta vita borgarfulltrúar Besta flokksins. Árið 2009 var niðurrifi tónleikasalarins Nasa mótmælt, hvar eru mótmælendur þess núna? Þora þeir ekki styggja Besta flokkinn? Nasa var helsti skemmti-og tónleikastaður Reykvíkinga. Margir hafa skráð sig á „Save NASA: One Of Reykjavík's Most Treasured Concert Halls" undirskriftalista á netinu. Eru ekki nógu mörg hótel þarna allt í kring? Hvar á umferð og aðkoma þessa risahótels að vera, vegna birgðaöflunar, úrgangslosunar og hótelgesta sem eru ýmist að koma eða fara í rútum eða leigubílum? Átti ekki að draga úr umferð á þessu svæði? Á góðviðrisdögum er Austurvöllur þétt setinn og börn á hlaupum. Ingólfstorg er einnig vinsæll samkomustaður. Byggingarframkvæmdir myndu hafa mikið rask í för með sér og trufla mannlífið á þessu svæði. Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Þetta svæði er mjög gamalt. Aðalstræti 10 var hluti af innréttingum Skúla fógeta. Við Vallarstrætið eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, og svo er það Nasa, gamli kvennaskólinn. Risahótel myndi bera öll þessi litlu, dýrmætu hús ofurliði. Tryggja þarf að öll þessi gömlu hús verði áfram til prýði fyrir borgarbúa og fái að njóta sín til fulls, og myndi fallegan krans eldri timburhúsa. Borgin leggur til fé í samkeppnina um hótel við Ingólfstorg ásamt lóðareiganda. Fimm komust áfram og fengu 2 milljónir hver. Eigandinn situr líka í dómnefnd og getur því kosið það sem hentar honum, en ekki borgarbúum. Hvaða tangarhald hefur eigandinn á borgaryfirvöldum? Af hverju gæta þau frekar hagsmuna eiganda en borgara? Auðvitað þarf að taka vel á móti ferðamönnum, en ekki þurfa öll hótelin vera í Kvosinni. Ég vil taka undir með Eddu Jónasdóttur leiðsögukonu 12.6. sl. Hún veit hvað útlendingar vilja. Tortímum ekki miðborginni, með því að láta gömul hús og opin svæði víkja fyrir risahótelum. Þá um leið minnkum við áhuga ferðamanna á að sækja borgina heim. Það er borgarbragurinn í gamla bænum, saga hans og stemningin, sem bæði Íslendingar og erlendir gestir sækjast eftir. Hún myndast t.d. við ýmsa menningarviðburði, eins og Iceland Airwaves, Menningarnótt og Hönnunarmars, en við eigum ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki. Miðbærinn iðar þá af lífi og sál víðs vegar um þessa fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum, og leyfum þeim ekki að grotna niður. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? Tónleikasalur Nasa gegnir stórvægu hlutverki fyrir okkar frábæra tónlistarfólk. Það er enginn tónleikastaður sem er sambærilegur Nasa, andrúmsloftið þar er magnað og stemningin einstök. Nasa hefur verið aðaltónleikastaðurinn fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem margir útlendingar sækja. Þetta vita borgarfulltrúar Besta flokksins. Árið 2009 var niðurrifi tónleikasalarins Nasa mótmælt, hvar eru mótmælendur þess núna? Þora þeir ekki styggja Besta flokkinn? Nasa var helsti skemmti-og tónleikastaður Reykvíkinga. Margir hafa skráð sig á „Save NASA: One Of Reykjavík's Most Treasured Concert Halls" undirskriftalista á netinu. Eru ekki nógu mörg hótel þarna allt í kring? Hvar á umferð og aðkoma þessa risahótels að vera, vegna birgðaöflunar, úrgangslosunar og hótelgesta sem eru ýmist að koma eða fara í rútum eða leigubílum? Átti ekki að draga úr umferð á þessu svæði? Á góðviðrisdögum er Austurvöllur þétt setinn og börn á hlaupum. Ingólfstorg er einnig vinsæll samkomustaður. Byggingarframkvæmdir myndu hafa mikið rask í för með sér og trufla mannlífið á þessu svæði. Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Þetta svæði er mjög gamalt. Aðalstræti 10 var hluti af innréttingum Skúla fógeta. Við Vallarstrætið eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, og svo er það Nasa, gamli kvennaskólinn. Risahótel myndi bera öll þessi litlu, dýrmætu hús ofurliði. Tryggja þarf að öll þessi gömlu hús verði áfram til prýði fyrir borgarbúa og fái að njóta sín til fulls, og myndi fallegan krans eldri timburhúsa. Borgin leggur til fé í samkeppnina um hótel við Ingólfstorg ásamt lóðareiganda. Fimm komust áfram og fengu 2 milljónir hver. Eigandinn situr líka í dómnefnd og getur því kosið það sem hentar honum, en ekki borgarbúum. Hvaða tangarhald hefur eigandinn á borgaryfirvöldum? Af hverju gæta þau frekar hagsmuna eiganda en borgara? Auðvitað þarf að taka vel á móti ferðamönnum, en ekki þurfa öll hótelin vera í Kvosinni. Ég vil taka undir með Eddu Jónasdóttur leiðsögukonu 12.6. sl. Hún veit hvað útlendingar vilja. Tortímum ekki miðborginni, með því að láta gömul hús og opin svæði víkja fyrir risahótelum. Þá um leið minnkum við áhuga ferðamanna á að sækja borgina heim. Það er borgarbragurinn í gamla bænum, saga hans og stemningin, sem bæði Íslendingar og erlendir gestir sækjast eftir. Hún myndast t.d. við ýmsa menningarviðburði, eins og Iceland Airwaves, Menningarnótt og Hönnunarmars, en við eigum ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki. Miðbærinn iðar þá af lífi og sál víðs vegar um þessa fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum, og leyfum þeim ekki að grotna niður. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar