Sáttavilji ítrekaður Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2012 06:00 Nú er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli sem varðar skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu þar sem ríkið er sýknað af háum skaðabótum en dæmt til þess að greiða miskabætur. Dómurinn kveður á um að greiddar skuli 500 þúsund krónur í miskabætur, sama fjárhæð og ég bauð til sátta þegar í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Sjónarmið mitt var frá upphafi að leita allra leiða til sátta í málinu þannig að það þyrfti ekki á neinu stigi að fara fyrir dómstóla. Þeim sáttavilja mínum var ítrekað komið á framfæri við kæranda, bæði munnlega og skriflega, eins og rakið er í málsgögnum. Ég ákvað að fara ekki í mál til ógildingar úrskurði kærunefndar jafnréttismála, þvert á það sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, enda hefur ýmsu verið snúið á hvolf í þessu máli í opinberri umræðu. Dómurinn nú byggir á því, að fyrst ekki hafi verið höfðað slíkt ógildingarmál beri að líta svo á að úrskurður kærunefndar jafnréttismála sé bindandi, samkvæmt ákvæði í jafnréttislögum sem ekki hefur reynt á áður. Ákvæði sem ég sem félags- og tryggingamálaráðherra lagði áherslu á að öðlaðist lagagildi og styrkti þannig umhverfi jafnréttismála. Nú liggur niðurstaða Héraðsdóms fyrir og er dómurinn í góðu samræmi við þá sátt sem ég ítrekað bauð. Miskabætur skal samkvæmt dómnum greiða vegna yfirlýsingar sem birt var á vef forsætisráðuneytisins í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála og einnig vegna skipan rýnihóps hlutlausra sérfræðinga. Rýnihópurinn átti að meta hvaða lærdóm mætti draga af málinu, meðal annars hvernig hægt væri að samræma vinnubrögð og viðmið innan Stjórnarráðsins við opinberar embættisveitingar. Í ljósi niðurstöðu dómsins er sjálfsagt að biðja stefnanda, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, velvirðingar á þeim miska sem málið kann að hafa valdið henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli sem varðar skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu þar sem ríkið er sýknað af háum skaðabótum en dæmt til þess að greiða miskabætur. Dómurinn kveður á um að greiddar skuli 500 þúsund krónur í miskabætur, sama fjárhæð og ég bauð til sátta þegar í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Sjónarmið mitt var frá upphafi að leita allra leiða til sátta í málinu þannig að það þyrfti ekki á neinu stigi að fara fyrir dómstóla. Þeim sáttavilja mínum var ítrekað komið á framfæri við kæranda, bæði munnlega og skriflega, eins og rakið er í málsgögnum. Ég ákvað að fara ekki í mál til ógildingar úrskurði kærunefndar jafnréttismála, þvert á það sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, enda hefur ýmsu verið snúið á hvolf í þessu máli í opinberri umræðu. Dómurinn nú byggir á því, að fyrst ekki hafi verið höfðað slíkt ógildingarmál beri að líta svo á að úrskurður kærunefndar jafnréttismála sé bindandi, samkvæmt ákvæði í jafnréttislögum sem ekki hefur reynt á áður. Ákvæði sem ég sem félags- og tryggingamálaráðherra lagði áherslu á að öðlaðist lagagildi og styrkti þannig umhverfi jafnréttismála. Nú liggur niðurstaða Héraðsdóms fyrir og er dómurinn í góðu samræmi við þá sátt sem ég ítrekað bauð. Miskabætur skal samkvæmt dómnum greiða vegna yfirlýsingar sem birt var á vef forsætisráðuneytisins í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála og einnig vegna skipan rýnihóps hlutlausra sérfræðinga. Rýnihópurinn átti að meta hvaða lærdóm mætti draga af málinu, meðal annars hvernig hægt væri að samræma vinnubrögð og viðmið innan Stjórnarráðsins við opinberar embættisveitingar. Í ljósi niðurstöðu dómsins er sjálfsagt að biðja stefnanda, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, velvirðingar á þeim miska sem málið kann að hafa valdið henni.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar